Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 33
| FÓLK | 5
LEÐUR OG
MEIRA LEÐUR
Bravolution er ný undirfatalína frá Lindex
sem var þróuð með hjálp starfsmanna fyrir-
tækisins. 45 konur fóru í prufur í Stokkhólmi
og voru fimm valdar í myndatöku í Spring
Studios í London. Í kjölfarið var búið til
einfalt próf sem hjálpar til við að velja rétta
brjóstahaldarategund. Á heimasíðu Lindex
er svo að finna töflu til að velja rétta stærð.
Mörgum konum vex í augum að finna
góðan brjóstahaldara og margar velja ranga
gerð sem veldur þeim óþægindum í amstri
dagsins. „Með aðferð Lindex verður valið
auðveldara, fljótlegra og þægilegra,“ segir
Inger Lundqvist, hönnunar- og innkaupa-
stjóri í undirfatadeild Lindex.
Prófið er að finna á lindex.com undir
Lingerie, Bra Guide. Einungis þarf að svara
tveimur spurningum. Hversu mikla fyll-
ingu viltu og hversu mikla lyftingu viltu?
Út frá því kemur tiltekin tegund sem fæst í
versluninni.
Þá er bara að finna rétta stærð en til þess
þarf að mæla ummálið undir brjóstunum
og ummálið þar sem það er mest utan um
brjóstin. Á síðunni er svo að finna töflu sem
vísar á hárrétta stærð.
AUÐVELDAR VALIÐ
Lindex hefur þróað einfalt próf sem auðveldar val á brjóstahaldara.
■ TÍSKAN
Leður hefur verið vinsælt
efni undanfarið og svo verður
áfram. Hinn frægi tískuhönn-
uður Tom Ford sýndi fjöl-
breyttan leðurfatnað þegar
hann kynnti hausttísku sína
fyrir 2014. Leður var einnig
fyrirferðarmikið hjá Ford fyrir
vor- og sumartísku 2013. Sagt
er að þegar kemur að tísku
þá sé hönnun Toms Ford eitt-
hvað sem konur falla algjörlega
fyrir. Ford veit hvað konur vilja.
Hann dregur fram kynþokka
kvenna en gerir þær samt að
sterkum persónum. Ford sýnir
konur í mótorhjólaleðurjökkum
við stutt pils. Allt er leyfilegt
þegar leður er annars vegar.
Margar frægar konur hafa
sést undanfarið í leðurjökkum
hönnuðum af Tom Ford. Má þar
nefna söngkonuna Rihanna og
Nicki Minaj, dómara í Amer-
ican Idol-keppninni. Þess má
geta að leður kom einnig mikið
við sögu í herralínu Fords.
EKKI OF HEITT
BLÁSIÐ HÁR Ef hárblásarinn er not-
aður rétt skemmir hann ekki hárið.
MYND/GETTY
■ HÁRBLÁSTUR
Ef hárblásarar eru notaðir á
réttan hátt getur verið betra
fyrir hárið að þurrka það með
þeim heldur en að láta það
þorna sjálft. Þegar hárið er
þurrkað með blásara á að
stilla á kaldan blástur og halda
honum fjarri hárinu til að verja
það fyrir hita. Ef blásaranum er
haldið of nálægt getur vatnið í
hárinu byrjað að sjóða. Það er
ástæðan fyrir því að hárblás-
arar eru sagðir skaðlegir fyrir
hárið. Forðist eins og mögu-
legt er að þurrka hárið með
of miklum hita. Þegar hárið er
blásið er líka gott að nota efni
til að verja það.