Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 33
 | FÓLK | 5 LEÐUR OG MEIRA LEÐUR Bravolution er ný undirfatalína frá Lindex sem var þróuð með hjálp starfsmanna fyrir- tækisins. 45 konur fóru í prufur í Stokkhólmi og voru fimm valdar í myndatöku í Spring Studios í London. Í kjölfarið var búið til einfalt próf sem hjálpar til við að velja rétta brjóstahaldarategund. Á heimasíðu Lindex er svo að finna töflu til að velja rétta stærð. Mörgum konum vex í augum að finna góðan brjóstahaldara og margar velja ranga gerð sem veldur þeim óþægindum í amstri dagsins. „Með aðferð Lindex verður valið auðveldara, fljótlegra og þægilegra,“ segir Inger Lundqvist, hönnunar- og innkaupa- stjóri í undirfatadeild Lindex. Prófið er að finna á lindex.com undir Lingerie, Bra Guide. Einungis þarf að svara tveimur spurningum. Hversu mikla fyll- ingu viltu og hversu mikla lyftingu viltu? Út frá því kemur tiltekin tegund sem fæst í versluninni. Þá er bara að finna rétta stærð en til þess þarf að mæla ummálið undir brjóstunum og ummálið þar sem það er mest utan um brjóstin. Á síðunni er svo að finna töflu sem vísar á hárrétta stærð. AUÐVELDAR VALIÐ Lindex hefur þróað einfalt próf sem auðveldar val á brjóstahaldara. ■ TÍSKAN Leður hefur verið vinsælt efni undanfarið og svo verður áfram. Hinn frægi tískuhönn- uður Tom Ford sýndi fjöl- breyttan leðurfatnað þegar hann kynnti hausttísku sína fyrir 2014. Leður var einnig fyrirferðarmikið hjá Ford fyrir vor- og sumartísku 2013. Sagt er að þegar kemur að tísku þá sé hönnun Toms Ford eitt- hvað sem konur falla algjörlega fyrir. Ford veit hvað konur vilja. Hann dregur fram kynþokka kvenna en gerir þær samt að sterkum persónum. Ford sýnir konur í mótorhjólaleðurjökkum við stutt pils. Allt er leyfilegt þegar leður er annars vegar. Margar frægar konur hafa sést undanfarið í leðurjökkum hönnuðum af Tom Ford. Má þar nefna söngkonuna Rihanna og Nicki Minaj, dómara í Amer- ican Idol-keppninni. Þess má geta að leður kom einnig mikið við sögu í herralínu Fords. EKKI OF HEITT BLÁSIÐ HÁR Ef hárblásarinn er not- aður rétt skemmir hann ekki hárið. MYND/GETTY ■ HÁRBLÁSTUR Ef hárblásarar eru notaðir á réttan hátt getur verið betra fyrir hárið að þurrka það með þeim heldur en að láta það þorna sjálft. Þegar hárið er þurrkað með blásara á að stilla á kaldan blástur og halda honum fjarri hárinu til að verja það fyrir hita. Ef blásaranum er haldið of nálægt getur vatnið í hárinu byrjað að sjóða. Það er ástæðan fyrir því að hárblás- arar eru sagðir skaðlegir fyrir hárið. Forðist eins og mögu- legt er að þurrka hárið með of miklum hita. Þegar hárið er blásið er líka gott að nota efni til að verja það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.