Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 18
15. maí 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Í þremur greinum hér í Fréttablaðinu hef ég rakið helstu ágalla á skuldafrum- vörpum ríkisstjórnarinnar. Höfuðágallinn er óréttlætið. Aðgerðin nær ekki með sambærilegum hætti til fólks í sambærilegri stöðu og engin til- raun er gerð til að greina þann hóp sem er í vanda og hefur mátt þola að skuldir hafa hækkað meira en húsnæði. Engin tilraun hefur verið gerð til að skilja frá þá sem hafa hagnast á fast- eignakaupum sínum á undanförnum áratugum, hafa því ekkert tjón liðið og hafa mjög lítinn húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að nýta almannafé til að lækka skuldir auðugasta fólks landsins. Af hverju má ekki setja tekju- og eigna- mörk á aðgerðina? Skuldaleiðréttingin nær ekki til mik- ils fjölda fólks sem er með verðtryggð lán og verðtryggðan húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt og órökstutt að leigj- endur og búseturéttarhafar séu með sér- stöku ákvæði undanþegnir leiðréttingu. Það er auðvelt að koma til móts við þá sem leigja hjá lokuðum leigufélögum og eigendur búseturéttar. Við í Samfylkingunni munum gera tillögu um að ríkustu 15% þjóðarinnar fái skerta skuldalækkun og ríkustu 5% þjóðarinnar fái ekki skuldaniðurfell- ingu. Við munum líka leggja til að ein- staklingar með skuldlausa eign yfir 20 milljónum og hjón með skuldlausa eign yfir 30 milljónum króna fái ekki skulda- niðurfellingu. Þessi afar hóflega takmörkun aðgerð- arinnar í réttlætisátt dugar til að fjár- magna sambærilega úrlausn fyrir leigu- félög og húsnæðissamvinnufélög. Þá munu Félagsstofnun stúdenta og hús- sjóður Öryrkjabandalagsins geta lækkað leigu til sinna leigjenda, til samræmis við leiðréttinguna sem þeir fá sem búa í eigin húsnæði. Þá geta búseturéttarhaf- ar í Búseta og Búmönnum fengið sömu úrlausn og aðrir. Þessar breytingar mundu gera aðgerð- irnar réttlátari og sanngjarnari. Er hægt að vera á móti þeim? Þingmenn ríkisstjórnarinnar þurfa að svara þeirri spurningu á Alþingi í vikunni. Er hægt að vera á móti? FJÁRMÁL Árni Páll Árnason formaður Samfylk- ingarinnar ➜ Við í Samfylkingunni munum gera tillögu um að ríkustu 15% þjóðarinnar fái skerta skuldalækk- un og ríkustu 5% þjóðarinnar fái ekki skuldaniðurfellingu. www. utkall.is Í ÞÁGU VÍSINDA Þær sækja skilagögn til þeirra sem ákveða að taka þátt. Umslögin má einnig setja ófrímerkt í póst. Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, var í gær sagt frá því að landbúnaðarráðuneytið hefði enn á ný brugðizt hratt og vel við óskum framleiðenda í landbúnaði og gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkur- búsins KÚ. Ástæðan er að skortur er innanlands á lífrænni mjólk, sem mjólkurbúið notar við framleiðslu á osti. Þetta er sambærilegt við það þegar gefinn var út kvóti fyrir jólin svo að Mjólkursam- salan gæti flutt inn smjör, af því að skortur var á rjóma á innanlandsmarkaði. Myndin sem teiknast upp er alveg skýr; ef innflutningsfyrirtæki óska eftir því að fá tollkvóta á lægri tolli vegna skorts á búvörum innanlands, til að geta boðið neytendum betra vöruúrval og lægra verð, er það voða erfitt fyrir ráðuneytið, sem að lokum segir bara nei. Ef hins vegar hagsmunaaðilar í land- búnaði þurfa á tollkvóta að halda til að geta haldið áfram fram- leiðslu, er það afgreitt í hvelli. Félag atvinnurekenda gagnrýnir þessa ákvörðun á grundvelli þess að ekki sé eins farið með mismunandi umsóknir um inn- flutningskvóta á lægri tolli vegna skorts á vörunni innanlands. Hagar sóttu í febrúar um opinn tollkvóta fyrir osta úr mjólk sem ekki er til á Íslandi og fyrir lífrænan kjúkling, sem líka er ófáan- legur innanlands. Fyrirtækið fékk þá þvert nei. „Það er aldrei traustvekjandi þegar tvö sambærileg mál fá ósambærilega með- ferð. Í öðru tilfellinu er brugðist við skorti með því að opna fyrir innflutning en í hinu er neytendum gefið langt nef og þeim sagt að borða eitthvað annað og þá helst eitthvað íslenskt,“ sagði Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA, í Markaðnum í gær. Á þessu máli er önnur hlið; tollverndinni er í orði kveðnu haldið uppi meðal annars vegna fæðuöryggissjónarmiða; til að tryggja að Ísland sé sjálfu sér nógt um mat. En þegar innlendir framleið- endur bregðast ekki við þörfum markaðarins og varan er ekki til, kemur kerfið í veg fyrir að hægt sé að flytja hana inn á viðráðan- legu verði. Þannig er hvatinn til að gera betur, til dæmis með því að framleiða lífrænan kjúkling, enginn. Er það fæðuöryggi? Þessi afstaða landbúnaðarkerfisins á samt ekki að koma á óvart. Áratugum saman hafa landbúnaðarráðherrar, sama úr hvaða flokki þau koma, svínað markvisst á neytendum í þágu framleiðenda við ákvarðanir um tolla á landbúnaðarvörum. Í febrúar skipaði Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra starfshóp um tollamál í landbúnaði, þar sem bændur og framleiðendur á þeirra vegum áttu þrjá fulltrúa og launþegasamtök tvo, en Neytenda- samtökin engan og innflytjendur engan. Eftir að þetta var gagn- rýnt fengu samtök innflutningsfyrirtækja fulltrúa í hópnum, en Neytendasamtökin fengu eftir mikinn eftirrekstur bréf þann 6. maí um að þau ættu ekkert erindi í þennan starfshóp. „Stjórn Neytendasamtakanna getur með engu móti fallist á að launþegasamtök, bændasamtök og atvinnurekendur í starfs- hópnum gæti hagsmuna neytenda sérstaklega. Verður því að túlka svarið sem svo að ráðherra telji að endurskoðun á tollalöggjöf á sviði landbúnaðar komi neytendum ekkert við,“ skrifaði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í grein í Frétta- blaðinu á laugardaginn. Það verður sögulegt þegar ríkisstjórn sezt að völdum á Íslandi sem gætir hagsmuna neytenda gagnvart ónýtu og alltof dýru landbúnaðarkerfi. Þessi stjórn ætlar augljóslega ekki að marka nein slík tímamót. Svínað á neytendum við ákvarðanir í tollamálum: Framleiðendastjórn Soðið upp úr Þau halda áfram að vera „ljúf og góð“ hvort við annað niðri á þingi þessi dægrin. Aðfaranótt gærdagsins varð hressandi uppákoma þegar Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hann var í miðri ræðu um leiðrétt- ingu verðtryggðra fasteignalána þegar Vigdís kallaði „Lands- bankabréfin“. Steingrímur var ekki glaður og sagði háttvirtum þingmanni að þegja og kallaði hana leiðinda friðarspilli– gjamm- andi endalaust. Gæti orða sinna Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, bað þingmanninn að gæta orða sinna en Steingrímur hafði ekki enn náð sér niður og sagðist ekki mundu líða það að ræðumenn væru truflaðir með þessum hætti. Það er sjaldnast friður hjá þingmönnunum okkar þessi dægrin en skemmst er að minnast þess þegar sauð upp úr hjá Katrínu Júlíusdóttur, þingmanni Sam- fylkingarinnar, í febrúar þegar Bjarni Bene- diktsson truflaði hana í miðri ræðu og hún brást við með því að kalla hann helvítis dóna. Hún baðst síðar afsökunar á ummælum sínum. Steingrímstilburðir Vigdís tjáði sig um þessi ummæli Steingríms í sinn garð á Bylgjunni í gær þar sem hún sagði Steingrím hafa orðið sér til skammar. Hún sagðist einnig vera stolt af því að fara óskaplega í taugarnar á vinstrimönnum. Hún bætti því að lokum við að Steingrímur væri heilagri en aðrir á þingi, hann mætti grípa fram í og stunda málþóf en þegar aðrir sýndu slíka „Steingrímstilburði“ trylltist hann. fanney@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.