Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 16
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16 Aðeins helmingur starfsmanna í leikskólum í Noregi er á þeirri skoðun að eins árs gömul börn séu nógu gömul til þess að vera í leik- skóla. Þetta eru niðurstöður nýrr- ar könnunar á meðal rúmlega 1.300 aðstoðarmanna í leikskól- um og nær 1.200 leikskólakenn- ara sem greint er frá á vef Aften- posten. Það er mat 25 prósenta starfs- manna að börn eigi að vera eins og hálfs árs þegar þau byrja í leik- skóla, 17 prósent eru þeirrar skoð- Lenging fæðingarorlofs er mesta sparnaðaraðgerðin Helmingur starfsmanna í norskum leikskólum telur eins árs börn nógu gömul til að vera í leikskóla. Höfundur Hjallastefnunnar segir börn og foreldra þurfa meiri tíma saman. Segir heimagreiðslur gott úrræði. unar að börn eigi að vera eldri en tveggja ára þegar leikskólaganga hefst en fjögur prósent segja að börnin eigi að vera eldri en þriggja ára. Samkvæmt könnuninni finnst yfir helmingi starfsmanna norskra leikskóla að börn undir þriggja ára aldri eigi ekki að vera lengur í leikskólanum en fjórar til sex klukkustundir á dag. Meiri- hlutanum finnst í lagi að viðvera barna eldri en þriggja ára sé sex til átta klukkustundir á dag. Margrét Pála Ólafsdóttir, höf- undur og fræðslustjóri Hjalla- stefnunnar, kveðst ekki vita til þess að slík könnun hafi verið gerð á meðal starfsmanna íslenskra leikskóla. Hún er þeirrar skoðunar að aldur barna sé ekki aðalatriðið þegar þau byrja í leikskóla, held- ur aðstæðurnar og umhverfið. „Ég tel að yngstu börnin geti verið í leikskóla ef umhverfi og aðstæður miðast eingöngu við þeirra þarf- ir. Það er hægt að skapa frábærar aðstæður ef þau eru fá í hópi og ef festa er í starfsmannahaldi. Ég tel hins vegar ekki að eins árs barn eigi erindi inn á almenna leik- skóladeild með blönduðum aldri.“ Skortur er á faglærðu starfs- fólki í norskum leikskólum eins og á Íslandi. Hér vantar um 1.300 leikskólakennara ef uppfylla á skilyrði laga um að tveir þriðju- hlutar stöðugilda við uppeldi, umönnun og kennslu í hverjum leikskóla teljist til stöðugilda leik- skólakennara. Í vor útskrifast að líkindum ellefu leikskólakennarar, að því er kom fram á Skólaþingi sveitarfélaga í nóvember síðast- liðnum. „Við erum mörg sem höfum kallað eftir fjölbreyttari mennt- un til uppeldisstarfa. Leikskólaliði var ágætt á sínum tíma en tveggja ára nám fyrir aðstoðarkennara væri æskilegt. Það er alltof lítið gert af því að veita starfsfólki sem unnið hefur lengi og er orðið fært í sínu starfi leiðir til að ljúka námi meðfram starfi. Það er ekk- ert átak í menntun fyrir leikskóla- fólk,“ segir Margrét Pála. Hún leggur áherslu á að hún vilji að samfélagið stytti vinnu- tíma foreldra og ekki síst vinnu- tíma barna. „Það er mikið fyrir eins árs barn að vera komið í átta til níu tíma vinnu. Það var draum- ur forvígismanna leikskóla fyrir alla að sex klukkustunda vinnu- dagur foreldra yrði að veruleika en svo varð ekki. Foreldrar og börn þurfa miklu meiri tíma saman en þau hafa nú.“ Margrét Pála er þeirrar skoð- unar að foreldrar eigi að hafa val á milli leikskóla, dagmæðra og heimagreiðslna. „Greiðslurnar þurfa þá að vera það háar að um raunverulegt val verði að ræða. Við höfum verið alltof hrædd við slíkt úrræði. „Lenging fæðingar- orlofs er mesta sparnaðaraðgerð- in, að mati Margrétar Pálu. „Það er gríðarlega dýrt að reka leik- skóla. Ég held að það yrði undur- samlega hagkvæmt að gefa fjöl- skyldunni meiri tíma saman. Það fengist til dæmis með lengingu fæðingarorlofsins.“ ibs@frettabladid.is MEÐ LEIKSKÓLABÖRNUM Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, segir starfsmannabreytingar litlum börnum gríðarlega erfiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er gríðarlega dýrt að reka leikskóla. Ég held að það yrði undur- samlega hagkvæmt að gefa fjölskyldunni meiri tíma saman. Það fengist til dæmis með lengingu fæðingarorlofsins. Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar. Mettuð fita veldur ekki hjarta- sjúkdómum. Þetta er niðurstaða nýrrar stórrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu Annals of Internal Medicine í mars síðast- liðnum. Fjallað er um rannsóknina í The Wall Street Journal. Þar kemur fram að í gegnum tíðina hafi fólki verið ráðlagt að forðast mettaða fitu, sem meðal annars má finna í smjöri, ostum og rauðu kjöti, þar sem hún hefur verið talin stífla slagæðarnar. Þess í stað hefur fólki verið ráðlagt að borða kjúk- ling í stað lamba- eða nautakjöts og velja olíu í stað smjörs. Niðurstaða rannsóknarinnar gengur gegn öllum hugmyndum um nútíma næringarfræði. Stað- reyndin er hins vegar sú, að því er segir í The Wall Street Journal, að það hafa aldrei fundist beinar sann- anir fyrir því að mettuð fita valdi þessum sjúkdómum. „Við teljum að þetta sé vegna þess að stefna í næringarfræðum hafi verið byggð á persónulegum metnaði, lélegum rannsóknum, stjórnmálum og hlut- drægni,“ segir í greininni. - fb Óvæntar niðurstöður rannsóknar á mettaðri fitu: Mettuð fita ekki hættuleg hjartanu NAUTASTEIK Fólki hefur hingað til verið ráðlagt að forðast mettaða fitu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ylströndin í Nauthólsvík verður opnuð í dag og verður opin alla daga til 15. ágúst frá klukkan 10 til klukkan 19. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Landvernd muni afhenda Ylströndinni Bláfánann, sem er vel þekktur erlendis, í níunda sinn. Bláfáninn er veittur þeim smá- bótahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði um umhverfisstjórnun, vatnsgæði, öryggismál og umhverfisfræðslu. - ibs Ylströndin verð- ur opnuð í dag Í NAUTHÓLSVÍK Opið verður alla daga frá 10 til 19 í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -1 2 1 0 Hvar þrengir að? Málefnaþing um könnun Rauða krossins á því hvaða hópar í samfélaginu eiga helst undir högg að sækja Föstudaginn 16. maí kl. 13.30-15.15 á Grand Hótel. Salur: Hvammur Jón Gnarr borgarstjórinn í Reykjavík heldur opnunarávarp. Ómar Valdimarsson verkefnisstjóri, Nína Helgadóttir sviðsstjóri hjálpar- og mannúðar- sviðs, Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- þjónustu í Hafnarfirði og Ibrahem Faraj flóttamaður kynna niðurstöðu skýrslunnar og mögulegar úrbætur og viðbrögð Rauða krossins. Umræður: Fundarstjóri er Hermann Ottósson framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Allir velkomnir Af mannúð í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.