Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2014, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 15.05.2014, Qupperneq 20
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT Okkar ástkæra HRÖNN BRANDSDÓTTIR Vík í Mýrdal, andaðist föstudaginn 9. maí sl. Útför hennar verður gerð frá Víkurkirkju, laugardaginn 17. maí nk. kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinafélag Hjallatúns. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Brynja Guðjónsdóttir Sævar B. Arnarson Hafsteinn Guðjónsson Kristín Gísladóttir Brandur Jón Guðjónsson Inga B.H. Oddsteinsdóttir Margrét Steinunn Guðjónsdóttir Tyrfingur K. Leósson Elskuleg móðir okkar, amma og tengdamóðir, GUÐRÚN SVALA WAAGE lést 15. apríl 2014. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Fjölskylda hennar þakkar auðsýnda samúð. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ragnar Þór Magnús Maggi J. Magnús Hilmar J. Magnús og fjölskyldur. Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNAS G. INGIMUNDARSON andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 11. maí. Fanney Elísdóttir Jónas Dagur Jónasson Katrín Guðmundsdóttir Bryndís B. Jónasdóttir Bjarni Sigurðsson Önundur Jónasson Díana Hilmarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÁKON ODDGEIRSSON málarameistari og óperusöngvari, lést á Vífilsstaðaspítala þann 11. maí sl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. maí kl. 13.00. Frieda Mahler Oddgeirsson Gunnar Örn Hákonarson Kristín Björg Hákonardóttir Hallfreður Emilsson Hákon Jóhann Hákonarson Birgir Hákonarson Hólmfríður Grímsdóttir Hilmar Þór Hákonarson Dóróthea Elísdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Járnbrautarfélag í Bandaríkjunum seldi stóra landspildu í Nevada-eyðimörkinni til áhættufjárfesta þann 15. maí árið 1905. Fyrir landið greiddu fjárfestarnir 265 þúsund dali og borgin Las Vegas var opinberlega stofnuð. Fyrsta byggðin á svæðinu komst samt á fót árið 1854 fyrir tilstuðlan mormónakirkjunnar, en lagðist í eyði þremur árum seinna. Lögleiðing fjárhættuspila 1931 og bygging Hoover-stífl- unnar 1931-1935 gerði það að verkum að borgin óx með leifturhraða á síðustu öld. Í Las Vegas eru fleiri hótel en í nokkurri annarri borg enda er hún einn af vinsælustu ferðamannastöðum heims, ekki síst vegna spilavíta og blómlegs næturlífs. Í borginni búa að staðaldri um það bil 600.000 manns. Borgin er gríðarlega vinsæll tökustaður fyrir bíómyndir og sjónvarpsþætti, en á meðal kvikmynda sem teknar hafa verið í borginni eru Ocean’s Eleven, Rat Race, Knocked Up, The Iron Man og svo mætti lengi telja. ÞETTA GERÐIST: 15. MAÍ 1905 Borgin Las Vegas í Nevada-fylki stofnuð THE LUXOR HOTEL AND CASINO Eitt fjöl- margra spilavíta í borginni. FRÉTTABLAÐÐ/GETTY MERKISATBURÐIR 1770 Íslandi er skipt í ömt: annars vegar Suður- og Vesturamt og hins vegar Norður- og Austuramt. Síðar voru Suðuramt og Vest- uramt aðskilin. 1811 Paragvæ fær sjálfstæði frá Spáni. 1897 Sigfús Eymundsson flytur til landsins talvél eða grafófón og er sagt frá því í auglýsingu að tækið tali og syngi ýmis lög. 1905 Stofnun Las Vegas: Járnbrautarfélag selur stóra landspildu í Nevada-eyðimörkinni til áhættufjárfesta. 1937 Hátíð er haldin á Íslandi í tilefni af 25 ára stjórnarafmæli Kristjáns konungs tíunda. 1941 Alþingi samþykkir að fresta Alþing- iskosningum um allt að fjögur ár vegna hernámsins. Kosningar fara þó fram árið eftir. 1952 Fiskveiðilögsaga Íslands er færð út í fjórar mílur en var áður þrjár. Auk þess er flóum og fjörðum lokað fyrir botnvörpuveiðum. 1967 Fyrsta íslenska sjónvarpsleikritið er frumsýnt: Jón gamli eftir Matthías Johannessen. 1976 Keflavíkurganga á vegum herstöðvaandstæðinga er gengin frá hliði herstöðvar- innar til Reykjavíkur. 1987 John Travolta kvikmyndaleikari kemur til Íslands ásamt fríðu föruneyti. „Við erum að ljúka vetrarstarfinu með vortónleikum,“ segir Guðmundur Ómar Óskarsson, stjórnandi Strætó- kórsins. Kórinn heldur vortónleikana í Áskirkju í kvöld klukkan átta. Æfing- ar hafa staðið yfir í allan vetur. „Strætókórinn æfir einu sinni í viku yfir vetrartímann og svo erum við vanir að fara alltaf einu sinni á ári í æfingabúðir í Borgarnesi. Þar æfum við upp prógrammið fyrir vorið,” útskýrir Guðmundur, sem segir dag- skrána á tónleikum bæði skemmtilega og fjölbreytta. „Þarna verða sungin bæði ný og gömul lög, hefðbundin karlakórs- lög, skylduverkefni á borð við Þú álfu vorrar yngsta land og Ísland, Ísland. Svo erum við líka með nokkur lög úr sjómannssyrpu Oddgeirs Kristjáns- sonar sem ég útsetti fyrir kórinn, auk þess sem við komum til með að syngja smelli á borð við Ég er kominn heim og fleira í þeim dúr.“ Frítt er inn á tónleikana, en með kórnum á tónleikunum verður ung söngkona, Rakel Björk Björnsdóttur, og Arnhildur Valgarðsdóttir spilar undir. Guðmundur segir meðlimi kórsins vera um tuttugu talsins. „Þetta eru bílstjórar og menn sem hafa unnið hjá fyrirtækinu – sumir eru löngu hættir að vinna en hafa haldist í kórnum.“ Guðmundur hefur stjórnað Strætó- kórnum, sem nýlega fagnaði 56. starfs- afmæli sínu, í rúm fimmtán ár. „Það er mesta furða hvað þeir eru frambærilegir. Þetta eru auðvitað mis- jafnlega miklir söngmenn en þeir hafa staðið sig með stakri prýði og eru oft fengnir til þess að syngja við ýmis tækifæri, til dæmis jarðarfarir og við- burði tengda fyrirtækinu.“ olof@frettabladid.is Strætókórinn heldur vortónleika í Áskirkju Guðmundur Ómar Óskarsson er stjórnandi Strætókórsins, Rakel Björk Björnsdóttir syngur og Arnhildur Valgarðsdóttir spilar undir á tónleikum kórsins í kvöld. Möguleikhúsið sýnir leikverkið Eld- klerkinn, sem fjallar um séra Jón Steingrímsson og Skaftárelda, í félagsheimili Hrunamanna að Flúðum í kvöld klukkan 20.30. Verkið, sem var frumsýnt 1. nóvember sl., hefur hlotið afburðadóma og góðar viðtökur áhorf- enda, en nýlega lauk sýningum á því í Reykjavík og hefur síðan verið ferðast með sýninguna um landið. Leikverkið er að mestu byggt á skrifum séra Jóns, en um leið vekur það spurningar um hliðstæður við hamfarir af völdum manna og náttúru sem yfir þjóðina hafa dunið á síðustu árum. Höfundur handrits og leikari er Pétur Eggerz, leikstjóri Sigrún Val- bergsdóttir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga Thelma Björnsdóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson. Eldklerkurinn á Flúðum ELDKLERKURINN Pétur Eggerz í hlutverki Jóns Steingrímssonar. FAGNA 56. STARFSÁRINU Guðmundur Ómar hefur verið stjórnandi Strætókórsins í fimmtán ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.