Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 27
 3ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2014 Silfurtún var eina garðyrkjustöðin sem sendi jarðarber á markaðinn í tíu ár Við sáum það strax þegar innflutningur á grænmeti var gefinn frjáls að við þurftum að gera eitthvað til að aðgreina íslenska grænmetið frá því innflutta og þess vegna fórum við út í að upprunamerkja okkar vöru“, segir Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Gunnlaugur kom til starfa sem framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna árið 2002. Það sama ár voru innflutningstollar á grænmeti afnumdir og innflutningur gefinn frjáls. Gunnlaugur er uppalinn á Flúðum, þar sem foreldrar hans ráku garðyrkjustöð. Þar vann hann í skólafríum og hefur því mikil og góð tengsl við greinina. Gunnlaugur er markaðsfræðingur að mennt og sérhæfði sig í alþjóðlegri markaðsfræði. Eftir nám hóf hann störf á Íslensku auglýsingastofunni og þar starfaði hann þar til hann tók við framkvæmdastarfinu hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að eiga gott samstarf við neytendur. Við metum það samstarf mikils og viljum rækta það enn frekar t.d. í gengum heimasíðuna okkar, islenskt.is og facebooksíðuna okkar“, segir Gunnlaugur. „Mér finnst það réttur neytandans að fá upplýsingar um uppruna vörunnar og þess vegna er afskaplega ánægjulegt að sjá að forystumenn í Bændasamtökunum ætla að fara þessa leið og eru að móta stefnu um að upprunamerkja alla sína framleiðslu“. Garðyrkjubændur eru um þessar mundir að innleiða nýtt gæðakerfi í garðyrkjustöðvarnar í nánu samstarfi við MATÍS. „Það má alltaf gera betur, sú hugsun er það sem leiðir okkur afram til að skila enn betri vöru til neytandans“, segir Gunnlaugur. Hann segir að garðyrkjubændur leggi áherslu á ferskeikann og hollustuna. Það sé hægt vegna nálægðar við markaðinn. Grænmetið sé tínt eða tekið upp að morgni og er oft komið til neytenda að kvöldi. Gunnlaugur segist vilja nefna tvennt þegar kemur að bragðgæðum. Í fyrsta lagi er það vatnið og í öðru lagi að grænmetið fær að þroskast vel á plöntunni. Garðyrkjubændur hafi ávallt vandað sig við að velja góð yrki sem skili góðri vöru. Hann segir að aðstæður á Íslandi til að rækta grænmeti séu mjög góðar. Meindýr séu í lágmarki og gott að beita lífrænum vörnum í ræktun. „Við getum ekki keppt í verði við grænmeti sem ræktað er í Suður-Evrópu þar sem sólin er ókeypis“, segir Gunnlaugur. Garðyrkjubændur greiða mjög hátt verð fyrir raforku og dreifingu hennar. Garðyrkjan er búin að vera stórnotandi í þrjá áratugi. Stöðvarnar greiða fyrir dreifinguna eftir því hvort þær eru staðsettar í dreifbýli eða þéttbýli. Orkukostnaðurinn er nú kominn upp í það sama og launakostnaðurinn. Garðyrkjubændur hafa lengi talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda um lækkun á raforkuverðinu og vonast þeir eftir því að biðin langa sé senn á enda þannig að neytendur geti notið góðs af. Enn vantar mikið upp á að grænmetisneysla landsmanna uppfylli ráðleggirnar frá Landlækni. Þó að hún hafi aukist undanfarin ár þá vantar um helming upp á ráðlagðan dagskammt. „Stjórnvöld verða að fara að átta sig á því hvert framlag garðyrkjunnar er til lýðheilsu og meta þá vinnu sem garðyrkjubændur leggja í þjóðarbúið því framlag þeirra sparar landsmönnum gríðarlegar upphæðir í gjaldeyri“, segir Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélag garðyrkjumanna. Silfurtún á Flúðum Garðyrkja hófst í Silfurtúni á Flúðum á sjöunda áratugnum. Eigandi stöðvarinnar Örn Einarsson var frumkvöðull í því að rækta jarðarber í gróðurhúsi. Hann ræktaði einnig tómata og gúrkur og var með útirækt. Hjónin Eiríkur Ágústsson og Olga Lind Guðmundsdóttir keyptu Silfurtún árið 2002 og héldu áfram þeirri ræktun sem fyrir var meðal annars jarðarberjaræktuninni. Eiríkur og Olga Lind hafa lagt mikla alúð við jarðarberjaræktina og Silfurtún var eina garðyrkjustöðin sem sendi jarðarber á markaðinn í tíu ár. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem fleiri garðyrkjustöðvar hófu jarðarberjarækt. Garðyrkjustöðin Silfurtún hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og jarðarber eru nú ræktuð í um 4000 fermetra húsi og tómatar í um 3000 fermetrum. Það þarf mikla nákvæmni við jarðarberjaræktina því þau eru viðkvæm í ræktun. Ræktunin er vistvæn en býflugur sjá um að frjóvga jarðarberjablómin og lífrænum vörnum er beitt. Uppskerutíminn er frá maí og til októberloka. Berin eru tínd ofan í öskjur. Starfsmenn gæta ítrasta hreinlætis og nota hanska þegar þeir tína af plöntunum. Berin fara samdægurs í verslanir. Íslensku jarðarberin eru einstaklega sæt og bragðgóð og þakka menn það íslenska vatninu sem notað er við ræktunina. Sólin er ókeypis - en raflýsing er svar norðursins Paprikuplantan er upprunnin í Mið-Ameríku og Suðaustur-Asíu. Spánverjar fluttu hana með sér frá Ameríku til Evrópu á sautjándu öld. Það var svo ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina að hún barst til norðanverðrar Evrópu. Orðið paprika er dregið af latneska orðinu piper og gríska orðinu piperi, sem þýðir pipar. Á hebresku er heitið paprika og á japönsku papurika. Lengi vel var paprika mest ræktuð í Ungverjalandi, Búlgaríu, Rúmeníu og Miðjarðarhafs- löndunum en nú eru vinsældir hennar það miklar að hún er ræktuð í flestum löndum Evrópu, bæði utandyra og í gróðurhúsum. Paprikan er af náttskuggaætt (Solanaceae) og því náskyld eggaldini, tómat og kartöflu. Í öllum tegundum papriku er kapsikín, efnið sem gefur þeim hið sterka og einkennandi bragð. Það finnst einkum í fræjunum og himnum innan í aldininu. Úr þessum hlutum aldinsins í kryddpapriku er unnið svokallað chilli duft. Himnurnar og fræin eru einnig nokkuð bragðsterk í venjulegri papriku. Paprika er samheiti yfir aldin tegundarinnar capsicum annuum sem eru stór og mild á bragðið. Til eru margar gerðir af papriku sem eru ólíkar að stærð, lögun og lit en einnig er talsverður munur á bragðinu. Plantan myndar fyrst græn aldin sem síðan verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá þegar þau eru fullþroskuð. Rauð og gul paprika er því í raun fullþroskuð græn paprika sem hefur skipt um lit. Við meiri þroska eykst sætuinnihald aldina en efnið kapsikín minnkar þannig að lituð aldin eru að jafnaði bragðbetri en þau grænu. Sérstök sæt paprika er ræktuð hér á landi og er mjög vinsæl. Hún er í laginu eins og litla kryddpaprikan (chilli), en miklu stærri. Kryddpaprika myndar minni aldin en verjuleg paprika en er mun bragðsterkari. Næringargildi Best er að fá vítamín og steinefni úr fæðunni og þá sérstaklega úr grænmeti og ávöxtum. Allt grænmeti er hollt fyrir líkamann en dökkt og litsterkt grænmeti er almennt næringarríkara en það ljósara. Paprika er mjög rík af C vítamíni. Í rauðum aldinum er þrisvar sinnum meira C vítamín en í appelsínum og í grænum aldinum tvöfalt meira. Í papriku er einnig mikið af A vítamíni, B vítamíni, steinefnum og trefjum. Grænar og gular paprikur eru mjög ríkar af beta-karótíni sem umbreytist í A-vítamín í líkamanum. Beta-karótín flokkast sem andoxunarefni og ver frumur líkamans gegn slæmum áhrifum súrefnis og mengunar. Einnig er talið að andoxunarefni eins og beta-karótín og C-vítamín minnki hættu á myndun krabbameins í líkamanum auk þess að draga úr oxun LDL kólesteróls í æðum sem hefur bein áhrif á lægri tíðni kransæðasjúkdóma. Í papriku eru einnig svokölluð plöntuefni (phytochemicals) sem flokkast ekki með vítamínum en efla varnir líkamans og auka heilbrigði hans. Í papriku, eins og öllu grænmeti, eru trefjar sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigði meltingarkerfisins. Paprikur má nota á óteljandi vegu. Hráar eru þær notaðar í salöt, sem álegg ofan á brauð, með ostum og kexi eða með ídýfu. Paprikur eru einnig ljúffengar í kjöt- og fiskrétti, pastarétti, grænmetisrétti, súpur, á grillið og fylltar t.d. með kjöti og hrísgrjónum. Paprikur eru sérlega góðar með tómötum og ólífuolíu og í ýmis konar kryddlegi. Paprika er hitaeiningasnauð, í 100g eru 36 hitaeiningar (kcal). Geymsla Geymsluþol papriku er nokkuð mismunandi, þó geymast græn óþroskuð aldin best. Réttur hiti er 8 – 12 °C. Papriku hættir nokkuð til að tapa vatni í þurru lofti. Hún þolir illa að vera nálægt vörum sem mynda etýlen t.d. eplum, tómötum og perum. JARÐARBER C-vítamín bomba -þrisvar sinnum meira C-vítamín í rauðri papriku en í appelsínu Hjónin Eiríkur Ágústsson og Olga Lind Guðmundsdóttir keyptu Silfurtún árið 2002 og héldu áfram þeirri ræktun sem fyrir var. Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumann „Við getum ekki keppt í verði við grænmeti sem ræktað er í Suður-Evrópu þar sem sólin er ókeypis.“ Miðjarðarhafsþeytingur – suðræn stemming 4 vel þroskaðir tómatar 3 stilkar sellerí með laufunum 75 gr. fjallaspínat eða annað íslenskt spínat (góð 2 handfylli) 1 handfylli íslenskt klettasalat 1 avókadó (má sleppa) ½ bolli ferskt basil safi úr einni sítrónu 0,4 l vatn Allt sett í blandara og blandað vel Margrét Leifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.