Fréttablaðið - 15.05.2014, Síða 42

Fréttablaðið - 15.05.2014, Síða 42
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 26 Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykja- víkur verður opnuð í dag klukkan 16. Að vanda er sýningin fjölbreytt og skemmtileg og meðal þess sem hægt er að kynna sér eru fylgihlutir úr hrein- dýraleðri, púðar, munir úr tré, handspunnið band, íslenskar barnavörur og barnafatnaður, íslenskt salt, handgerðir skart- og listgripir, fjölbreytt fatahönnun, skór, leir- munir og margt fleira. Auk þess verður á sýn- ingunni sérstök kynn- ing á hugmyndafræði MAKE by Þorpið og þeirri þjónustu við skapandi fólk sem verið er að byggja upp á Austurlandi. Sköp- unarmiðstöðin á Stöðvarfirði, Þorpssmiðjan á Egils- stöðum og Ullarvinnsla frú Láru á Seyðisfirði munu kynna þjónustu sína og eigin vörulínur. ➜ Hægt er að skoða kynningu á öllum þátt- takendum í maí á vef- síðunni handverkog- honnun.is/radhusid. „Það er friður og heiðríkja yfir Mattheusarpassíunni. Hún er dálít- ið eins og himnaríki á jörð. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í flutn- ingi hennar,“ segir Ingvar Jón Bates Gíslason, formaður Kórs Langholts- kirkju. Kórinn ræðst í það stórvirki að flytja Mattheusarpassíuna nú á laugardaginn í kirkjunni, ásamt tvöfaldri hljómsveit, Gradualekór og einsöngvurum. Benedikt Krist- jánsson verður í hlutverki guð- spjallamannsins, Bergþór Pálsson sem Jesús og Davíð Ólafsson sem Pílatus. Öllu stjórnar svo Jón Stef- ánsson sem heldur upp á 50 ára starfsafmæli sem organisti og kór- stjóri Langholtskirkju. Ingvar Jón segir Mattheusar- passíuna það verk Bachs sem hvað sjaldnast er flutt vegna þess hve stórt það sé í sniðum. „Það eru tvær hljómsveitir og tveir konsertmeist- arar. Bach var að leika sér með effekta í þessu verki. Kirkjukórn- um okkar er splittað upp í tvo kóra sem koma hvor úr sinni áttinni og hljómsveitirnar spila ýmist önnur eða báðar, sterkt eða veikt.“ Þetta er fjórða stóra Bach-tón- verkið sem Ingvar Jón syngur í á fjórum árum. Hann tók meðal ann- ars þátt í Jóhannesarpassíunni með Kammerkór Grafarvogskirkju í apríl. „Ég söng Jóhannesarpassíuna fyrst 2011 með Mótettukórnum og það var gaman að upplifa hana aftur í síðasta mánuði. Þá lifnaði Matth- eusarpassían við fyrir mér. Þó eru þetta ólík tónverk,“ segir Ingvar Jón sem einnig syngur með Mótettu- kórnum og svo á hinum og þessum stöðum, bæði við útfarir og í öðrum verkefnum. Ingvar Jón er arkitekt að mennt, lærði í Árósum í Danmörku, lauk doktorsnámi í Prag og vann á stofu hér á landi þegar hrunið varð. Nú nemur hann verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík og segir það gríðarlega skemmtilegt enda geti þau fræði nýst á flestum stöðum. Hann fór í meirapróf eftir að hann missti vinnuna og hefur starfað sem bílstjóri á hópferðabílum. „Ég starfa meðal annars hjá Strætó og síð- ustu tvö sumur hef ég verið í Finn- mörku í Noregi og keyrt ferðamenn á nyrsta odda landsins, Nord Kap,“ lýsir hann. En skyldi hann stundum taka lagið fyrir ferðamennina? „Nei, en ég spila klassík af disk- um eða stilli á útvarpsstöðina Rondó. Strætófarþegar hafa tekið aukahring með mér því þeir tímdu ekki að fara út í loka-alt-aríunni úr Tristan og Ísold eftir Wagner.“ gun@frettabladid.is Mattheusarpassían lík himnaríki á jörð Í tilefni 50 ára starfsafmælis Jóns Stefánssonar organista fl ytur Kór Langholts- kirkju, kammersveit og Gradualekór Mattheusarpassíuna eft ir Bach 17. maí. KÓRINN Kirkjukórnum verður splittað upp í tvo og einnig syngur Gradualekórinn. FORMAÐUR KÓRS LANG- HOLTSKIRKJU Ingvar Jón Bates segir forréttindi að taka þátt í flutningi Matth- eusarpassíunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Handverk og hönnun í Ráðhúsinu HANDVERK Verk eftir Láru Gunnarsdóttur á sýningunni Handverk og hönnun sem verður opnuð í dag. www.lyfja.is Lægra verð í Lyfju w.lyfja.is Nanogen Hárvörur 20% afsláttur Gildir út maí Auka hárvöxt, þykkja og gefa fyllingu. Trefjar hylja skallabletti. Aukin vellíðan og meira sjálfsöryggi með góðri hárumhirðu. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.