Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 32
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0 Egill Skúli Ingibergsson Vinstri flokkar og Fram- sóknar- flokkur Markús Ö. Antonsson BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON Sjálfstæðisflokkurinn 1970-1978 Sjálfstæðisflokkur með hreinan meirihluta 1978-1982 Meirihluti Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks 1982-1994 Sjálfstæðisflokkur með hreinan meirihluta 1994-2006 Reykjavíkurlistinn með hreinan meirihluta *2006-2007 Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 2007-2008 Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkinging og Vinstri græn 2008 Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn 2008-2010 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í meirihluta. 2010-2014* 2010-2014 Besti flokkurinn og Sam- fylkingin í meirihluta. BORGARSTJÓRAR REYKJAVÍKUR 1970–2014 1994-2003 2003-2010 2010-20141972-19781959-1972 1978-1982 1982-1991 1991-1994 Árni Sigfússon Sjálfstæðis- flokkurinn 1994 Davíð Oddsson Sjálfstæðisflokkurinn Jón Gnarr Besti flokkurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Reykjavíkurlistinn 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 2006 2010 2014 Fram til ársins 1978 var Sjálfstæðisflokkurinn með hreinan meiri-hluta í Reykjavíkurborg. Aðspurður segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, að galdurinn á bak við það hafi verið tvenns konar. „Annars vegar tókst honum að fá mun meira fylgi í borgarstjórn- arkosningum en í þingkosningum. Töluverður hópur kjósenda sem kaus hann ekki á landsvísu treysti honum betur fyrir borginni en sínum eigin flokki. Menn töldu að borgin væri tiltölulega vel rekin og glundroðakenningin spilaði inn í,“ segir hann. „Hitt sem skiptir máli er að í mjög mörgum kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn innan við 50 prósent en reiknikerfið sem við notum, D’Hondt, hyglar stærsta flokknum. Ef þú færð 47 prósent atkvæða í Reykjavík þá verða lík- urnar á því þú fáir hreinan meiri- hluta fulltrúa mjög miklar.“ „Sprungusvæðið við Rauðavatn“ Ólafur vill ekki meina að vinsælir borgarstjórar séu ástæðan fyrir besta gengi Sjálfstæðisflokksins í gegnum árin. „Allir topparnir eru þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á landsvísu. Þá er óvinsæl vinstristjórn og þá koma landsáhrif inn í borgarstjórnarkosn- ingarnar.“ Vinstri meirihlutinn fellur árið 1982 þegar Davíð Oddsson býður sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ólafur telur að í þeim kosningum hafi vinstrimenn tapað kosningun- um vegna upplausnar innan þeirra raða, frekar en að sjálfstæðismenn hafi unnið þær. „Það var hins vegar mjög áhugaverð kosningabarátta. Sjálfstæðisflokkurinn gerði út á fá hörð mál undir stjórn Davíðs. Meðal annars lagði hann mikla áherslu á að vinstri meirihlutinn hefði keypt Íkarus-strætisvagna frá Ungverja- landi sem þótti ekki mjög sniðugt hjá hægrimönnum. En aðalmálið var að vinstri meirihlutinn væri með stórhættuleg áform um að fara að byggja á því sem kallað var í Morgunblaðinu „sprungusvæðið við Rauðavatn“ og gefið í skyn að það væri lífshættulegt fyrir byggð. En það sem er kaldhæðnislegt við þetta er spurningin hvaða hús stendur núna á sprungusvæðinu miðju. Það eru Hádegismóar þar sem fram- bjóðandinn frá ’82 situr í ritstjóra- stól á sprungusvæðinu miðju.“ Tímamót með R-listanum Framboð Reykjavíkurlistans árið 1990 markaði tímamót í borgar- stjórnmálunum þegar Alþýðu- flokkurinn, Framsóknarflokkur- inn, Alþýðubandalagið og Samtök um kvennalista buðu fram í sam- einingu. R-listinn vann þrennar kosningar í röð þangað til hann var leystur upp fyrir kosningarnar 2006. Spurður hvort það hafi verið mistök að leysa listann upp segir Ólafur rök vera bæði með því og á móti. „Ástæðan fyrir því að menn stofnuðu R-listann var aðallega sú að menn vildu koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi hrein- an meirihluta út á minnihluta atkvæða, 47-48 prósent. Eftir að R- listinn hætti þá hafa aldrei verið neinar verulegar líkur á því að Sjálfstæðisflokkurinn ætti minnsta möguleika á hreinum meirihluta. Þá minnkar hvatinn til þess að bjóða fram einn l ista sérstak- lega til höfuðs honum,“ segir hann. „Sjálfstæð- isflokkurinn var lengst af með í kringum helm- ing atkvæða. Að hann sé að mæl- ast núna með innan við 25 prósent er grund- vallarbreyting á þessu reykvíska flokkakerfi. “ Glundroðakenningin drepin Hver gæti skýringin á dvínandi gengi Sjálfstæðisflokksins verið? „Annars vegar er það væntanlega það að R-listinn og kjörtímabil- ið 2006 til 2010 hafa gjörsamlega drepið glundroðakenninguna. R- listinn drap það að vinstrimenn gætu ekki unnið saman og upp- lausnin á árunum 2006 til 2010 drap endanlega þá kenningu að Sjálfstæðisflokkurinn væri öðrum flokkum betri í að halda saman heilsteyptum meirihluta. Hin skýr- ingin er að fylgi Sjálfstæðisflokks- ins í þingkosningum hefur verið að minnka.“ Varðandi fjögurra ára valdatíð Besta flokksins og Samfylkingar- innar með Jón Gnarr sem borgar- stjóra segir Ólafur að flestir líti svo á að meirihlutinn hafi verið farsæll. „Auðvitað eru menn ósammála um ýmsar stefnuáherslur eins og allt- af en meirihlutinn hefur verið sam- hentur og það hafa ekki virst vera nein sérstök vandræði í gangi. Það er mikil breyting frá kjörtímabilinu á undan. Síðan hefur komið ýmsum á óvart að flokkur sem sumir töldu að væri grínframboð og að Jón Gnarr væri trúður, þá hefur Jón bara reynst ábyrgur stjórnmála- maður. Að vísu með annan stíl held- ur en stjórnmálamenn yfirleitt en ef þú lítur á verkin gæti Jón Gnarr hafa verið úr hvaða flokki sem er. Reyndar hefur hann náttúrulega stólað verulega á embættismenn.“ Kjörsóknin óvissuþáttur Margir bíða spenntir eftir kosn- ingunum á morgun. Ólafur telur að úrslitin verði líkast til í takt við skoðanakannanir. Helsti óvissuþátt- urinn sé kjörsóknin. „Síðast minnk- aði hún umtalsvert. Ef hún minnk- ar aftur umtalsvert er ekki víst að það komi eins niður á öllum flokk- um. Þótt framsóknarmenn séu að mælast litlir þá er þeirra hópur lík- legri til að mæta á kjörstað. Sérstak- lega þeir sem hafa bæst við vegna mosku málsins. En aftur á móti eru stuðningsmenn Pírata mikið til ungt fólk sem gæti verið líklegra til að mæta ekki. Þannig að lítil kjörsókn gæti haft áhrif á niðurstöðu ein- stakra flokka.“ R-listinn og upplausnin árin 2006 til 2010 drápu glundroðakenninguna Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vinsælir borgarstjórar séu ekki ástæðan fyrir besta gengi Sjálfstæðisfl okksins í gegnum árin. Hann segir að Jón Gnarr hafi reynst vera ábyrgur stjórnmálamaður þrátt fyrir efasemdaraddir á sínum tíma. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu 27. og 28. maí síðastliðinn mun meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, áður Besta flokksins, í Reykjavíkurborg standa sterkur eftir kosningarnar. Samfylkingin verður sigurvegari kosninganna og fær 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa, sem er mun betri árangur en fyrir fjórum árum. Björt framtíð tapar nærri helmingi fylgis Besta flokksins úr síðustu kosningum. Björt framtíð mældist með 18,6 prósent atvæða í könnuninni og fengi samkvæmt því þrjá borgarfulltrúa. Í könnuninni kom fram að stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega og virðist hann öruggur með að ná einum manni inn í borgarstjórn. Flokkurinn fengi 9,2 prósent atkvæða en í könnun Fréttablaðsins sem var gerð í apríl mældist hann með 5,2 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn nær aðeins þremur mönnum í borgarstjórn með 22,2 prósenta fylgi. Vinstri græn fá aðeins 5,8 prósent og ná naumlega inn einum borgarfulltrúa. Píratar ná einnig inn einum manni með 7 prósenta fylgi. MEIRIHLUTINN ÁFRAM VIÐ VÖLD 2003– 2004 Þórólfur Árnason 2004– 2006 Steinunn Valdís Óskarsdóttir 2006– 2007 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 2007 Dagur B. Eggertsson 2008 Ólafur F. Magnússon 2008 –2010 Hanna Birna Kristjánsdóttir Geir Hall- grímsson Sjálfstæðis- flokkurinn NÆSTI BORGARSTJÓRI? Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vill um 61 prósent borgarbúa að Dagur. B. Eggertsson, oddviti Samfylk- ingarinnar, taki við embætti borgarstjóra að loknum kosningum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is Sjálfstæðisflokkur Framsóknarflokkur Alþýðubandalag Alþýðuflokkur Kvennaframboð Reykjavíkurlistinn Frjálslyndir og óháðir Samfylkingin Vinstri grænir Besti flokkurinn Önnur framboð Fjöldi borgarfulltrúa ÓLAFUR Þ. HARÐARSON FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.