Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 58
| ATVINNA |
Laust er til umsóknar starf yfirlæknis bráðaþjónustu utan
sjúkrahúsa við bráðasvið Landspítala. Starfið veitist frá
1. september 2014 til 5 ára. Starfshlutfall er 100% og
skiptist þannig að starf yfirlæknis utanspítalaþjónustu er
50% á móti starfi sérfræðilæknis við bráðamóttöku.
Yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa fer með
læknisfræðilega forsjá sjúkraflutninga á landinu öllu
skv. reglugerð nr. 262/2011 um framkvæmd og skipulag
sjúkraflutninga. Hann er jafnframt umsjónarlæknir
sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu skv. sömu reglu-
gerð. Yfirlæknir starfar náið með viðbragðsaðilum s.s.
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunni,
Neyðarlínu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og
Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Læknisfræðileg forsjá sjúkraflutninga
» Læknisfræðileg forsjá neyðarsímsvörunar 112
» Læknisfræðileg ráðgjöf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
» Klínísk vinna á bráðamóttöku Landspítala
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu á bráðasviði
Landspítala
» Önnur umsjónarverkefni sem yfirlækni eru falin
Hæfnikröfur
» Íslenskt sérfræðileyfi í bráðalækningum
» Þekking og reynsla af neyðarþjónustu utan sjúkrahúsa
» Menntun og reynsla í stjórnun
» Reynsla í kennslu og vísindavinnu
» Leiðtogahæfni og stjórnunarreynsla
» Jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Sótt er um
starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á
spítalanum. Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2014.
» Upplýsingar veitir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir,
framkvæmdastjóri bráðasviðs, gudrakel@landspitali.is,
sími 543 1000.
» Umsóknum fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf,
reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum
ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi
kann að hafa birt eða skrifað.
» Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt
skulu berast í tvíriti til Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur,
framkvæmdastjóra, LSH E2 Fossvogi.
» Allar umsóknir eru sendar til stöðunefndar lækna
hjá Landlæknisembættinu. Viðtöl verða höfð við
umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið
einnig á þeim auk mati stöðunefndar á innsendum
umsóknargögnum.
BRÁÐAÞJÓNUSTA
UTAN SJÚKRAHÚSA VIÐ BRÁÐASVIÐ
Yfirlæknir Laus eru til umsóknar störf sérfræðilækna við kvennadeild
Landspítala. Um er að ræða tvær til þrjár stöður í
kvenlækningum og tvær til þrjár stöður í fæðingar-
lækningum. Starfshlutfall er að lágmarki 50% eða
samkvæmt samkomulagi og veitast störfin frá 1. ágúst
2014 eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Sérfræðistörf í samráði við viðkomandi yfirlækni
» Þátttaka í bundnum staðarvöktum og gæsluvöktum
samkvæmt vaktafyrirkomulagi Kvennadeildar
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu í samráði við yfirlækna
og prófessor
Hæfnikröfur
» Íslenskt sérfræðileyfi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
» Leiðtogahæfileikar
» Góð samskiptahæfni
» Reynsla af kennslu og vísindastörfum
Fyrir sérfræðilækni í fæðingarlækningum er nauðsynleg
sérþekking og reynsla í ómskoðunum á meðgöngu, meðgöngu-
eftirliti áhættumeðganga og fæðingarinngripum.
Fyrir sérfræðilækni í kvenlækningum er æskileg sérþekking
og reynsla í þvagfæravandamálum kvenna, legslímuflakki
(endometriosis) og/eða innkirtlalækningum.
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.Sótt er um
starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á
spítalanum. Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2014.
» Upplýsingar veita Hildur Harðardóttir, yfirlæknir
meðgöngu- og fæðinga, netfang hhard@landspitali.is
og Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir kvenlækninga, netfang
kjonsd@landspitali.is, sími 543 1000.
» Umsóknum fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf,
reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum
ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi
kann að hafa birt eða skrifað.
» Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu
berast, í tvíriti, Dómhildi Árnadóttur, mannauðsráðgjafa,
LSH Stjórn kvenna- og barnasviðs Hb-21D.
» Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggist á
innsendum umsóknargögnum.
» Viðtöl verða við umsækjendur og ákvörðun um ráðningu í
starfið byggir einnig á þeim.
» Fullt starf (100%) er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr.
yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings sjúkrahúslækna dags.
2. maí 2002, sbr. breytingu 5. mars 2006.
KVENNADEILD
Sérfræðilæknar
Á næringarstofu Landspítala eru laus til umsóknar þrjú
störf næringarráðgjafa/næringarfræðinga. Í boði er góð
einstaklingsaðlögun.
Starfsemi næringarstofu skiptist í þrennt: Næringarráðgjöf,
fræðslu og rannsóknir. Næringarstofan deilir húsnæði á
Eiríksgötu með rannsóknarstofu í næringarfræðum (RÍN)
við Háskóla Íslands og Landspítala. Starfsumhverfið er því
fjölbreytt og býður upp á mikla möguleika.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Næringarmeðferð og ráðgjöf til inniliggjandi sjúklinga og
á göngudeild
» Leiðsögn nemenda í klínísku námi
» Umsjón með endurskoðun fræðsluefnis fyrir sjúklinga og
aðstandendur
» Þátttaka í faglegu gæðastarfi næringarstofu
Hæfnikröfur
» Löggilding samkvæmt reglugerð
» Faglegur metnaður
» Góð samskiptahæfni
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
» Klínísk reynsla og reynsla af teymisvinnu er æskileg, ekki
skilyrði
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2014.
» Störfin eru laus frá 15. ágúst 2014 eða eftir samkomulagi.
» Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi.
» Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.
» Mat hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og
viðtölum við umsækjendur.
» Upplýsingar veita Svava Engilbertsdóttir, næringarráðgjafi,
svavaen@landspitali.is, sími 543 8419 og Ingibjörg
Gunnarsdóttir, deildarstjóri, ingigun@landspitali.is,
sími 543 8414.
NÆRINGARSTOFA
Næringarráðgjafi/næringarfr.
Sölufulltrúi
Útgáfufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir
sölufulltrúum á Íslandi, Noregi og Danmörku.
Um er að ræða sölu- og kynningastarf fyrir fjöldan
allan af ýmis konar ritum sem fyrirtækið gefur út,
sjá heimasíðuna www.sagaz.is
Krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi.
Reynsla af sölu- og kynningarmálum æskileg en ekki
skilyrði. Árangurstengd þóknun í verktakaumhverfi.
Umsóknir skulu sendar á netfangið:
umsokn@sagaz.is fyrir 6. júní nk.
31. maí 2014 LAUGARDAGUR4