Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 36
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36
uarashi var stofnuð í
einhverjum skúr í Vest-
urbænum af mér, Hössa
og Steina. Það var mikil
breyting fyrir okkur að
fara úr því í að standa á
sviði fyrir framan þrjá-
tíu til fjörutíu þúsund
manns á örfáum árum. Það var mikið
sjokk,“ segir Sölvi Blöndal, meðlim-
ur í hljómsveitinni Quarashi. Sveitin
er ein sú allra vinsælasta sem þjóð-
in hefur alið og spannar saga hennar
tæplega tvo áratugi. Fréttablaðið fór
yfir ferilinn með upprunalegu með-
limunum Sölva Blöndal og Steinari
Fjeldsted og Agli „Tiny“ Thoraren-
sen sem gekk til liðs við bandið árið
2003 þegar Höskuldur Ólafsson, eða
Hössi, hætti.
Tjillað með Eminem
Sveitin var stofnuð árið 1996 en hætti
árið 2005 eftir fimm breiðskífur og
fjölmörg tónleikaferðalög, helst í
Bandaríkjunum þar sem hún var
geysivinsæl. Hvernig var þessi tími?
Steinar: „Þetta voru níu ár þar sem
við vorum að allan sólarhringinn. Við
vorum inni í loftbólu og þegar ég lít til
baka sé ég að við gerðum okkur ekki
grein fyrir því hvað var að gerast.“
Sölvi: „Okkur fannst þetta bara
eðlilegt – að tjilla með Eminem og
vera vinir Cypress Hill, gera plötu-
samninga, selja fimm hundruð þús-
und plötur.“
„Eruð þið ruglaðir?“
En af hverju fór Quarashi
ekki alla leið?
Sölvi: „Hópurinn
þarf að vera sam-
stillutr í að vilja
gera bara
þetta og ekkert annað, leggja egó til
hliðar og annað. Fæstir ná því. Við
vorum ekki með neitt Excel-plan um
að fara til útlanda. Við vorum bara að
djamma og spila á tónleikum og vera
gaurar. En við seldum vel frá fyrsta
degi og allar plöturnar fóru í gull.“
Steinar: „Við löbbuðum á milli
íslenskra plötufyrirtækja með fyrstu
smáskífuna okkar og allir hlógu að
okkur. „Ætlið þið að gefa út íslenskt
rapp? Eruð þið ruglaðir?“ fengum við
að heyra. Það hafði enginn áhuga á
okkur.“
Henti fyrstu ávísuninni
Árið 1999 kom önnur breiðskífa
sveitarinnar, Xeneizes, út og þá byrj-
uðu hjólin að snúast. Erlend plötufyr-
irtæki sýndu sveitinni áhuga og þeir
Steinar, Hössi og Sölvi fluttu til New
York árið 2000.
Steinar: „Við vorum með tvær
íbúðir á tveimur hæðum í East
Village á Manhattan og stúdíó og
æfingahúsnæði í New York. Hljóm-
ar glamúrus en þetta var alls enginn
glamúr. Það voru stanslaust einhverj-
ir gaurar fyrir utan íbúðina og buðu
okkur ýmislegt. Ýmsir krakkreykj-
andi menn og konur.“
Sölvi: „Til að varpa ljósi á hversu
lítið við tókum þetta alvarlega þá
fengum við ávísun upp á fjörutíu
þúsund dollara þegar við gerðum
samning við EMI. Við trúðum eigin-
lega ekki að við hefðum fengið þenn-
an pening þannig að við settum ávís-
unina upp á arinhillu og hún var þar
í um það bil mánuð. Einu sinni var
Steini að þrífa og henti óvart ávísun-
inni. Það var megavesen.“
Okkur fannst
þetta bara eðlilegt –
að tjilla með Eminem
og vera vinir Cypress
Hill, gera plötusamn-
inga, selja fimm
hundruð þúsund
plötur. Síðan eftir
nokkurn tíma fattar
maður að þetta var
rosalegt.
Sölvi Blöndal
ÞETTA VAR
MJÖG DÝRT
NÝTT EFNI VÆNTANLEGT
Quarashi gefur út þriggja til
fimm laga EP-plötu á árinu.
1996
Quarashi gefur út EP-plötuna
Switchstance. Fimm lög voru
á plötunni og hún aðeins
framleidd í fimm hundruð
eintökum.
1997
Quarashi hitar upp fyrir rapp-
sveitina The Fugees í Laugar-
dalshöll.
Sveitin gefur út plötuna
Quarashi sem inniheldur til
dæmis lagið Catch 22.
1999
Önnur breiðskífa sveitar-
innar, Xeneizes, kemur út, sem
inniheldur meðal annars lagið
Stick ’Em Up.
Ómar Örn „Swarez“ gengur til
liðs við sveitina.
2000
EMI Music tilkynnir að
Quarashi sé búið að skrifa
undir samning hjá breska
fyrirtækinu.
Bandaríska plötuútgáfan
Columbia Records tilkynnir
að samningar hafi náðst við
Quarashi um að gefa út sex
plötur undir nafni fyrirtækis-
ins. Meðlimir Quarashi flytja
til Bandaríkjanna.
2001
Platan Kristnihald undir jökli
kemur út sem inniheldur
lög eftir Sölva og Hössa sem
samin voru fyrir samnefnt
leikrit sem sýnt var í Borgar-
leikhúsinu
veturinn
2001.
2002
Platan Jinx
kemur út.
Quarashi
PARTÍ
Tímaritið
Spin nefnir
Quarashi sem eina af hljóm-
sveitunum sem fólk þurfi að
gefa gaum.
Myndband við lagið Stick ’Em
Up er tilnefnt til MTV Video
Music-verðlaunanna fyrir
listræna stjórnun.
2003
Quarashi tilkynnir að Hössi sé
hættur í sveitinni. Rapparinn
Opee kemur fram í einu lagi
með sveitinni. Seinna sama
ár gengur Egill til liðs við
sveitina.
2004
Columbia Records tilkynnir að
samningum hafi verið slitið
við Quarashi vegna dræmrar
sölu Jinx.
Guerilla Disco kemur út.
2005
Sölvi Blöndal segir í viðtali við
Fréttablaðið að sveitin sé hætt.
2011
Quarashi kemur saman á
Bestu útihátíðinni.
2014
Lagið Rock on kemur út, fyrsta
lag Quarashi í tíu ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Q
Lilja Katrín
Gunnarsdóttir
liljakatrin@frettabladid.is
Quarashi var stofnuð árið 1996 og náði mjög langt fyrir
utan landsteinana á fáum árum. Í Fréttablaðinu gera
þeir upp ferilinn og rifj a upp tímann þegar þeir bjuggu í
vafasömu hverfi á Manhattan, bollalögðu með Eminem
og þegar fyrsti launatékkinn lenti óvart í ruslinu.
Hössi hættir
Í byrjun árs 2003 hætti Hössi í hljóm-
sveitinni og um haustið sama ár gekk
Egill til liðs við sveitina. Af hverju
hætti Hössi?
Sölvi: „Það var komin þreyta í
menn og menn vildu gera annað. Að
mörgu leyti var þetta mjög gagn-
kvæm ákvörðun og tekin í góðu
þannig séð.“
Egill: „Ég fékk aldrei hlýja stemn-
ingu frá kjarnaaðdáendahópnum.
Auðvitað tók ég þann slag við aðdá-
endur og mér finnst ég hafa staðið
uppi sem sigurvegari.
Fyrsta giggið mitt var í Tókíó fyrir
tuttugu þúsund manns. Það var mitt
stærsta gigg fyrir utan Skrekk. Sölvi
var búinn að vera að hræða mig að ef
ég myndi ekki standa mig þá fengj-
um við ekki samning hjá Sony.“
Sölvi: „Sagði ég það?“
Egill: „Já. Ég fattaði hvað ég var
búinn að koma mér í. Það leið næst-
um því yfir mig áður en ég fór á
sviðið og það þurfti að styðja mig
alla leiðina upp ramp sem í minn-
ingunni var hundrað metra langur en
var örugglega bara fimmtán metra
langur.“
Túraði í hjólastól
Þessum lífsstíl fylgir oft mikil áfeng-
isneysla og stanslaus partí. Fundu
Quarashi-menn mikið fyrir því?
Steinar: „Þetta var allt til staðar.
Við vorum ungir strákar að ferðast
um heiminn með stóran plötusamn-
ing. Auðvitað skemmtum við okkur.
Það var oft alls konar rugl í gangi en
ekkert sem fór yfir strikið.“
Sölvi: „Margar hljómsveitir fá
A-plús fyrir að taka eiturlyf en ná
aldrei neitt í músík. Svo eru sveitir
eins og Guns N Roses sem fá A-plús
fyrir að taka fíkniefni en líka A-plús
fyrir tónlistina. Við höfðum klár-
lega gott vinnusiðferði til að fara
ekki þangað. En það var mjög mikið
af partíum. Ég man að Steini sneri á
sér löppina einu sinni og ég þurfti að
fara með hann á slysó. Hann endaði á
því að vera í hjólastól og daginn eftir
spiluðum við risagigg fyrir þrjátíu
þúsund manns. Hann þurfti að vera
í hjólastól á sviðinu að skemmta.“
En græddu Quarashi-menn ekki
mikið á ferlinum?
Sölvi: „Ég veit það ekki. Gerðir þú
það?“
Steinar: „Þetta var mjög dýrt
partí.“
Gerði lag með Prodigy
Sveitin lagði upp laupana árið 2005
og segja strákarnir að líftími
bandsins hafi einfaldlega verið
búinn. Sjá þeir eftir einhverju?
Sölvi: „Það voru kannski níu
frábær móment á móti einu
slæmu. Annað væri óeðlilegt.
En ég hugsa ekki til
baka um hvað mig
langar að vera fræg-
ur og búa í þakíbúð í New
York. Ég hugsa meira um
að ég hefði getað notið þess
sem var að gerast á
þessum tíma betur. “
En hvað stendur upp úr?
Sölvi: „Annars vegar þegar við
hituðum upp fyrir Prodigy. Sú sveit
var æskuástin mín. Liam Howlett,
heilinn á bak við bandið, kom til mín
baksviðs og sagði að þetta hefðu
verið einir bestu tónleikar sem hann
hefði séð. Síðan bað Prodigy mig um
að endurhljóðblanda fyrir sig lag,
Diesel Power. Og hins vegar þegar
Jinx kom út í Bandaríkjunum árið
2002 og við fórum inn á Billboard-
listann.“
Meira efni væntanlegt
Quarashi kemur saman aftur á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um
verslunarmannahelgina, þeir Sölvi,
Steinar og Egill ásamt Hössa og
Ómari „Swarez“. Þeir komu síðast
saman árið 2011 á Bestu útihátíð-
inni og sögðust þá aldrei aftur ætla
að endurtaka leikinn.
Af hverju eru þeir að koma saman
núna?
Egill: „Það myndaðist mikið
bræðralag á Bestu útihátíðinni þann-
ig að það var mjög auðveld ákvörðun
þegar Eyjar höfðu samband.“
Sölvi: „Þetta hefur auðvitað ekkert
með þá staðreynd að gera að þetta er
best borgaða gigg Íslandssögunnar.“
Í tilefni af endurkomunni gáfu
Quarashi-menn út eitt nýtt lag, Rock
On. Þá munu Hössi og Egill koma
fram í Quarashi-lagi sem kemur út
í ágúst en þeir hafa aldrei áður leitt
saman hesta sína. Þá er þriggja til
fimm laga EP-plata væntanleg frá
sveitinni í ár.
Nýr kafli hafinn
Eftir að sveitin hætti fóru hljóm-
sveitarmeðlimir hver í sína áttina.
Sölvi: Ég starfa í fjármálageiran-
um. Ég tók meistaragráðu í hagfræði
í Stokkhólmi og er hálfur í doktors-
námi enn þá.“
Steinar: „Ég þekki tvo Sölva í
einum manni. Hagfræði-Sölvi er í
jakkafötum, er mikið í símanum og
mætir á fundi. Svo þekki ég þennan
Sölva. Þann sem er í strigaskóm og
hettupeysu.
Egill: „Ég hef verið að bóka íslensk
bönd á hátíðina Secret Solstice sem
verður haldin í Laugardal í sumar.
Ég er líka aðeins að taka upp tónlist.“
Steinar: „Ég starfa sem sölumað-
ur í verslun. Ég er líka faðir. Ég á
tvo drengi og einn stjúpson. Sonur
minn hlustar á Quarashi sem er mjög
fyndið. Ég bjóst ekki við því
þegar ég samdi textana
en þá hefði ég kannski
blótað aðeins minna.
Þessi lífsstíll sem
var á mér þegar
Quarashi var upp
á sitt besta er
löngu farinn. Sá
kafli er búinn og
nýr kafli er
hafinn.“