Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 109
LAUGARDAGUR 31. maí 2014 | MENNING | 65
„Þeir eru bara að ræða mál sem
vitar yfirleitt ræða sín á milli, allt
frá því sem þeir sjá á internetinu
til harmrænna skipskaða,“ segir
Sigurbjörg Þrastardóttir spurð
um hvað vitar geti eiginlega talað.
Ástæða spurningarinnar er að í
dag klukkan 14 verður leikþátt-
urinn Ljós sem varir lengur en
myrkrið, eftir Sigurbjörgu, frum-
fluttur við Akranesvita á Breið.
„Annar vitinn er til dæmis oft að
skoða myndskeið á YouTube og
hefur mikinn áhuga á tunglferð-
um þannig að hann er alveg með
puttann á púlsinum. Eldri vitinn er
frá 1918 og er kominn úr funksjón,
var leystur af hólmi sirka 1947 af
þessum nýja. Honum finnst ekkert
gaman að vera svona aðgerðalaus
á eftirlaunum og hefur ýmislegt
við það að athuga.“
Hvernig datt þér þetta efni í hug?
„Mér fannst þetta bara blasa
við. Þessir vitar hafa verið þarna
síðan ég man fyrst eftir mér og
mér fannst alveg kominn tími til
að gefa þeim mál og vinna með
þeim.“
Leikararnir Jakob Þór Einars-
son og Vignir Rafn Valþórsson
leiklesa á Breiðinni í dag, en á
morgun verður leikþættinum
útvarpað bæði klukkan 14 og 16
á fm 95,0 og þá verður Hallgrím-
ur Ólafsson í hlutverki yngri vit-
ans. „Þá er hugmyndin að fólk geti
keyrt niður að vitunum og horft á
þá á meðan það hlustar á raddir
þeirra í útvarpinu,“ útskýrir Sigur-
björg. „Það verður sent út úr bæj-
arstjórnarsalnum og útsendingin
drífur ansi langt, þótt óvíst sé að
hún drífi til Reykjavíkur, nema
þá með mjög öflugum loftnetum.
Mér finnst það eiginlega svolítið
skemmtilegt að það sé óvissa um
hvar útsendingin heyrist. Það er
bara eins og fjarskipti hafa verið í
gegnum tíðina þannig að það er vel
við hæfi á sjómannadaginn.“
Sigurbjörg, sem er núverandi
bæjarlistamaður Akraness, lætur
ekki þar við sitja því strax í kjöl-
farið, klukkan 14.30, verður opnuð
ljóðasýningin Viti/menn, þar sem
ljóð Sigurbjargar skreyta hvítkalk-
aða innveggi stóra vitans. „Ég fæ
eina og hálfa hæð undir ljóðin og
svo lauma ég svona ljóði og ljóði á
aðra staði. Efst uppi er ég svo með
ljóð á álplötum sem standast veður
og vinda og þau fá að vera þar eins
lengi og álplöturnar endast. Helm-
ingurinn af hinum ljóðunum mun
hins vegar víkja fyrir myndlistar-
sýningu eftir viku.“
fridrikab@frettabladid.is
Lá beint við að láta
vitana tvo tjá sig
Ljós sem varir lengur en myrkrið er leikþáttur eft ir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sem frumfl uttur verður á Breiðinni við Akranesvita í dag. Sigurbjörg gefur vit-
unum rödd og lætur þá ræða ýmis mál. Eft irlaun og internet koma við sögu.
SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR „Mér finnst það eiginlega svolítið skemmtilegt að
það sé óvissa um hvar útsendingin heyrist.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Tónbergi, Dalbraut 1
Akranes
14:00 - 18:00
Kaffi Akureyri, Strandgötu
Akureyri
14:00 - 17:00
Eyrarvegi 9, Selfossi
Árborg
Allan daginn
Á horni Brákarbrautar og Skúlagötu
Borgarbyggð
Allan daginn
Hús eldriborgara í Ólafsfirði
Sal Einingar - Iðju á Siglufirði
Fjallabyggð
14:00 - 16:00
14:00 - 17:00
Haukshúsum á Álftanesi
Garðabær
14:00 - 17:00
Víkurbraut 25
Grindavík
14:00 - 17:00
Reykjamörk 1
Hveragerði
Allan daginn
Þverholti 3
Mosfellsbær
Allan daginn
Framheimilinu Safamýri 26
Reykjavík
14:00 - 18:00
Slökkvistöðinni Strandgötu 17
Sandgerði
Allan daginn
WWW.FACEBOOK.COM/SAMFYLKINGIN
WWW.XS.IS - SÍMI: 414-2200
VERIÐ VELKOMIN Í
KOSNINGAKAFFI
HJÁ SAMFYLKINGUNNI Í DAG!
Strandgötu 43
Hafnarfjörður
Allan daginn
Hamraborg 11, 3. hæð
Kópavogur
Allan daginn
Garðarsbraut 62, Húsavík
Norðurþing
14:00 - 18:00
Hafnargötu 25, Keflavík
Reykjanesbær
Allan daginn
Hjólhýsi við leikskólann Suðurströnd 1 - 3
Seltjarnarnes
12:00 - 18:00