Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 126

Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 126
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 82 Í STIKLU MEÐ NEESON Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson er áberandi í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina A Walk Among Tombstones sem frum- sýnd verður í Bandaríkjunum í haust. Í stiklunni ræðir Ólafur við stórleikarann Liam Neeson, sem leikur fyrrverandi löggu sem starfar sem einkaspæjari. Í stiklunni stekkur Ólafur Darri einnig niður af húsþaki. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Lawrence Block. - lkg LEIKARI Á SJÓ Kári Viðarsson, leikari og leikhússtjóri Fyrstiklefans á Rifi, er farinn á sjó. „Ég er að taka lausaróðra til afla mér virðingar meðal sjómanna í Snæfellsbæ. Tek samt alltaf „latte to go“ með til að gleyma því ekki að ég er listamaður,“ segir Kári. Hann er ekki fyrsti leikarinn sem fer á sjó og fetar í fótspor stórleikara eins og Þrastar Leós Gunnarssonar og Hilmis Snæs Guðna- sonar. - lkg „Þetta er mjög skemmtilegt, sér- staklega vegna þess að platan kom út árið 2007 og því fyndið að fá þessa viðurkenningu svona mörg- um árum seinna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Hún hlaut á dögunum gullplötu fyrir frumraun sína sem kom út árið 2007 en afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á Café Rosen- berg. „Við óskuðum eftir því að þetta færi fram á Rosenberg því staðurinn hefur alltaf spilað stórt hlutverk í sögu sveitarinnar. Doddi á Rosenberg fékk allar gullplöt- urnar og lofaði að skrúfa þær upp á vegg fyrir giggið okkar þar í kvöld,“ segir Snæbjörn léttur í lundu. Ljótu hálfvitarnir er með níu meðlimi innanborðs, sem hafa allir verið í sveitinni frá upphafi. „Mórallinn er ótrúlega góður, þetta er líklega einn skemmtileg- asti félagskapur sem fyrirfinnst í veröldinni. Við höfum alltaf spilað reglulega en tókum reyndar pásu í um eitt ár, hér um árið.“ Ljótu hálfvitarnir fagna gullplöt- unni með tónleikum á Café Rosen- berg í kvöld og þá verður sveitin með tónleika á Græna hattinum á Akureyri um hvítasunnuhelgina. - glp Ljótir hálfvitar verða gulldrengir Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir hlaut á dögunum gullplötu fyrir fyrstu plötuna sína. Í þessari níu manna hljómveit er enn sami mannskapur og fyrir átta árum. HÝRIR HÁLFVITAR Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir var hæstánægð með gullplöt- una sína. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ■ Sveitin hefur gefið út fjórar breiðskífur og fyrsta platan hefur selst í yfir fimm þúsund eintökum, sem gefur gullplötu á Íslandi. ■ Sveitin er að norðan, sjö félagar teljast til Húsvíkinga en tveir eru úr sveit- unum í kring. Núna búa þeir þó allir í höfuðborginni. ■ Hljómsveitin vinnur að smíði nýrra laga en möguleg plötuútgáfa er næsta vor. ■ Nafn sveitarinnar kom upp þegar æstur áheyrandi tjáði meðlimum partí- sveitar, sem rekja má til upphafs hljómsveitarinnar, að þeir væru nú ljótu hálfvitarnir. Staðreyndir um Ljótu hálfvitana Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is Mallorca Frá kr. 59.150 Frá kr. 59.150 án fæðis Frá kr. 99.350 m/allt innifalið Ola Tomir Plazamar B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . 39.950 Flugsæti frá kr. Netverð á mann frá kr. 59.150 á m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 78.850 á m.v. 2 fullorðna í íbúð. 19. júní í 11 nætur. Netverð á mann frá kr. 99.350 á m.v. 2 fullorðna og 2 börn í stúdíóíbúð. Netverð á mann frá kr. 125.850 á m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð. 19. júní í 11 nætur. „Við vorum ráðnir til þess að láta sýn Friedmans verða að veruleika,“ segir Viðar Friðriksson, forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Fancy Pants Global, en fyrirtækið vinnur nú hörðum höndum að smíði á appi upp úr vinsælli bandarískri barna- bókaseríu. Barnabókaserían sem kallast Maurice’s Valises fjallar um aldraða mús sem ferðast hefur um heiminn og boðar góð og gæfurík gildi en höfundur bókanna er Jerry S. Friedman. „Jerry kom á fund til okkar í haust og vildi búa til app. Hann kom með hugmynd til okkar en var byrj- aður að vinna þetta með bandarísku fyrirtæki en hann var ekki hrifinn af því og var honum bent á að líta til Íslands, enda mikil gróska hér á landi,“ segir Viðar um upphaf sam- starfsins. Fancy Pants Global sjá þó ekki eingöngu um appsmíðina því fyrirtækið brýtur bækurnar um og hefur einnig búið til heimasíðu fyrir barnabókaseríuna. Viðar segir verkefnið krefjandi og skemmtilegt. „Þetta er virkilega skemmtilegt verkefni og við gerum ráð fyrir að appið verði tilbúið um mitt sumar, það er hannað fyrir spjaldtölvur, bæði iPad og And r- oid-spjaldtölvur,“ bætir Viðar við. Maurice’s Valises hefur fengið mikla athygli vestanhafs og var meðal annars fjallað um appsmíð- ina í morgunþætti Keye TV í Texas í Bandaríkjunum á dögunum. „Friedman er búinn að skrifa ellefu bækur og fjórar þeirra eru komnar út. Það er gaman að þetta skuli vekja athygli enda mjög góður boðskapur í sögum Friedmans.“ Friedman, sem hefur alla tíð unnið sem atvinnuljósmyndari, er á sjötugsaldri og fékk hugmyndina að bókinni þegar hann settist í helg- an stein og gerðist þá rithöfundur. „Hann hefur farið út um allan heim og séð margt, það endurspeglast í músinni í bókunum, því hún fer út um allt.“ Viðar og félagar í Fancy Pants Global hafa í nógu að snúast og eru með mörg fleiri spennandi verkefni á prjónunum. „Við erum að þróa tölvuleiki og fleiri spennandi verk- efni eru framundan,“ bætir Viðar við. gunnarleo@frettabladid.is Búa til app upp úr verðlaunabarnabókum Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Fancy Pants Global vinnur nú hörðum höndum við að búa til app upp úr bandarískum barnabókum sem vakið hafa athygli ytra. FLOTT FYRIRTÆKI Hér eru Viðar Friðriksson og félagar í Fancy Pants Global að sprella í sólinni en þeir komu fyrir í myndskeiði í morgunþætti í Bandaríkjunum á dögunum þegar fjallað var um appið. MYND/EINKASAFN ➜ Jerry S. Friedman Friedman hefur alla sína tíð starfað sem atvinnuljósmyndari og var mikið viðriðinn tískubransann framan af ferli. Hann þreyttist svo á tískuljós- myndum og fór að mynda annað. Hann gaf út bókina Earth’s Elders, þar sem hann myndaði einstaklinga sem höfðu náð 110 ára aldri. Bókin seldist upp í þremur upplögum og vann til verðlauna. HÆLBROTINN Á HÆKJUM Tónlistarmaðurinn Stefán Hilmars- son hælbrotnaði fyrir skömmu þegar hann var staddur erlendis. Óhappið gerðist þegar hann var að hoppa yfir hlið. Hann verður næstu vikurnar að notast við hækjur en hlakkar til að losna við þær og skella sér aftur á sviðið. „Þetta er afar hvimleitt og það segir sig sjálft að ég stend ekki mikið á sviði að dansa um og skemmta. En sumarið er rétt að byrja og það verður gott að losna við hækjurnar og hefja störf að nýju,“ segir Stefán. - ebg „Ég ætti að stilla mér upp með stolti fyrst ég er í sundfötum.“ JESSICA SIMPSON VIÐ SUNDBOLS- MYND SEM HÚN BIRTI Á INSTAGRAM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.