Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 120
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 76SPORT
HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU
12 DAGAR Í FYRSTA LEIK
MEXÍKÓBÚINN JAVIER „CHICHARITO“
HERNÁNDEZ, þá 22 ára, lék eftir afrek afa
síns á HM í Suður-Afríku fyrir fjórum árum
þegar hann skoraði fyrsta mark Mexíkó í 2-0
sigri á Frakklandi aðeins níu mínútum eftir
að hafa komið inn á sem varamaður. Afi hans,
Tomas Balcazar skoraði einnig á móti Frakklandi
en á HM í Sviss 1954 og var þá einnig 22 ára
gamall. Mexíkó tapaði þeim leik 2-3 og komst ekki
upp úr riðlinum. Mark Chicharito var aftur móti
lykilmark í að koma Mexíkó áfram í 16 liða úrslit-
unum. Faðir Chicharito var einnig í HM-hópi Mexíkó
á heimavelli árið 1986 en fékk ekki að koma inn á.
FÓTBOLTI „Við erum bara nokkuð
glaðir með þetta,“ sagði Heimir Hall-
grímsson, annar landsliðsþjálfara Ís-
lands í fótbolta, við Fréttablaðið eftir
1-1 jafntefli karlaliðsins við Austur-
ríki í vináttulandsleik í Innsbruck í
gærkvöldi.
Íslenska liðið spilaði ekki vel í
fyrri hálfleik og var marki undir eftir
hann. Aron Einar Gunnarsson missti
boltann illa á miðjunni og heima-
menn keyrðu í gegn og skoruðu.
Það tók Ísland ekki nema 50 sek-
úndur að jafna metin í seinni hálf-
leik. Kolbeinn Sigþórsson stangaði
boltann í netið eftir glæsilega
aukaspyrnu Ara Freys Skúlasonar.
Ekki voru fleiri mörk skoruð.
„Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir.
Það sem við ætluðum að gera í
fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við
ætluðum að reyna að pressa framar
og fara framar á völlinn en þeir voru
bara sterkari þannig að við féllum of
langt til baka,“ sagði Heimir um fyrri
hálfleikinn en hann var mun sáttari
við þann síðari.
„Það var miklu meira hugrekki og
hreyfing á liðinu í sókninni. Menn
tóku betri hlaupaleiðir og sýndu
meiri vilja,“ sagði Heimir Hallgríms-
son við Fréttablaðið eftir leik. - tom
Jafntefl i í kafl askiptum leik
MARKAVÉL Kolbeinn er búinn að skora
14 landsliðsmörk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DRÁTTURINN Í HEILD SINNI
Stjarnan - Þróttur, Samsung-velli
Keflavík - Hamar, Nettó-velli
KR - Fjölnir, KR-veli
KV - Fram, Egilshöll
Víkingur - Fylkir, Víkingsvelli
BÍ/Bolungarvík - ÍR, Torfnesvelli
Breiðablik - Þór, Kópavogsvelli
ÍBV - Valur, Hásteinsvelli
LEIKIRNIR FARA FRAM 18. OG 19. JÚNÍ
HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs-
son hefur unnið flesta þá titla sem í
boði hafa verið fyrir hann á glæst-
um félagsliðaferli en Evrópumeist-
aratitillinn fyrir sigur í Meistara-
deildinni bíður hans enn. Þessi
margreyndi hornamaður hefur
spilað undanfarin átta ár í Meistara-
deildinni með fjórum liðum – Kiel,
AG Kaupmannahöfn, Rhein-Neck-
ar Löwen og Gummersbach og er nú
kominn til Kölnar, þar sem úrslita-
helgin í Meistaradeildinni hefur
farið fram ár hvert síðan 2010.
Undanúrslitin fara fram í dag en
úrslitaleikurinn á morgun. Guðjón
Valur þekkir aðstæður vel en hann
er nú að spila í Köln fjórða árið í
röð. Honum hefur þó aldrei tekist
að komast í sjálfan úrslitaleikinn.
„Þetta er auðvitað titill sem mig
hefur alltaf langað til að vinna og
vonbrigðin þegar það tekst ekki
hafa verið mikil. Þetta er titill sem
mig vantar og langar í. Það væri
ekki verra að geta fullkomnað safn-
ið,“ sagði Guðjón Valur í samtali við
Fréttablaðið í gær.
Æfing strax næsta dag
Kiel varð um síðustu helgi Þýska-
landsmeistari eftir æsispennandi
lokasprett í deildinni þar sem nið-
urstaðan réðst á markatölu. Rhein-
Neckar Löwen var á toppnum fyrir
lokaumferðina en Kiel vann þá
stærri sigur en ljónin sem dugði til
að tryggja titilinn.
„Við leyfðum okkur að fagna
þessu um kvöldið en svo var æfing
strax á sunnudaginn. Við fengum
svo einn frídag en eftir það byrjaði
hefðbundinn undirbúningur fyrir
þessa helgi,“ segir Guðjón Valur.
Það er mikið um dýrðir í Köln
þessa helgi enda einn allra stærsti
viðburður handboltaheimsins ár
hvert – ef ekki sá stærsti. Guðjón
Valur segir að leikmennirnir taki
þó minnstan þátt í dagskránni utan
vallarins.
„Maður veit svo sem hvað er í
gangi en oftast er maður út af fyrir
sig uppi á hótelherbergi,“ segir
hann. „En þetta er skemmtilegt og
stórt mót og það er allt gefið í botn
þessa tvo daga.“
Spænsk áhrif í Veszprem
Kiel mætir ungverska liðinu Vesz-
prem í sinni undanúrslitaviðureign
í dag en í hinni mætast Flensburg
og Barcelona. Guðjón Valur á von á
mjög erfiðum leik gegn ungversku
meisturunum sem hafa á að skipa
ógnarsterku liði.
„Helsti munurinn á liðunum er að
þeir koma úr veikari deild og hafa
því haft mun meiri tíma til að und-
irbúa sig fyrir þennan eina leik. Á
sama tíma vorum við í þessari bar-
áttu um markatöluna í deildinni og
full keyrsla á okkar liði. Við höfum
því minna getað sérhæft okkur fyrir
þennan leik og verðum því að ein-
beita okkur frekar að því sem við
gerum best,“ útskýrir Guðjón Valur
en hann segir spænsk áhrif sterk í
Veszprem.
„Þjálfarinn er spænskur og
nokkrir leikmenn líka, auk þess sem
margir þeirra hafa spilað á Spáni og
þekkja þann bolta vel. Liðið getur
bæði spilað öfluga 6-0 og 5-1 vörn
þar sem þeir geta leitt mann í alls
kyns gildrur.“
Síðustu leikirnir með Kiel
Þetta verða síðustu leikir Guðjóns
Vals í búningi Kiel þar sem hann
hefur ákveðið að leita á önnur mið
að tímabilinu loknu. Hann hefur
verið sterklega orðaður við Barce-
lona en ekkert hefur fengist staðfest
í þeim efnum.
Guðjón Valur segist þó hafa
tekið ákvörðunina um að fara fyrir
nokkru og sjái ekki eftir henni.
„Manni þykir þó afar vænt um
félagið og allt fólkið og kemur til
með að sakna þess. Ég er þó glaður
að hafa náð að klára deildina með
því að vinna titilinn á heimavelli á
þann máta sem við gerðum. Það var
frábært,“ segir hann.
„Það er þó skrýtið að hugsa til
þess að ég sé að fara, enda hefur
tími minn hjá Kiel verið mjög
góður.“ eirikur@frettabladid.is
Vantar þennan titil í safnið
Úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handbolta ráðast í Köln í Þýskalandi um helgina. Þýskalandsmeistararnir í
Kiel freista þess nú að bæta enn einum titlinum í safnið– titli sem Guðjón Val Sigurðsson hefur vantað.
VILL VINNA Guðjón Valur Sigurðsson hefur unnið allt sem hægt er að vinna í félagsliðaboltanum nema Meistaradeild Evrópu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI „Við gátum alveg verið
heppnari með mótherja en við
gátum líka verið óheppnari. Við
fáum heimaleik gegn skemmtilegu
liði sem við þekkjum vel, bæði
leikmenn og þjálfara. Þegar komið
er í sextán liða úrslitin eru flest af
bestu liðum landsins í pottinum og
enginn auðveldur mótherji,“ sagði
Páll Kristjánsson, þjálfari KV,
eftir að dregið var í Borgunarbik-
arnum í gær. KV mætir Fram.
Páll vonast til þess að leikurinn
geti fari fram á heimavelli KV.
„Mér skilst að það séu aðrar
reglur í bikarnum og vonandi
fáum við að spila á heimavellinum
okkar. Annars erum við tilbúnir
að ræða það að spila hér á Laugar-
dalsvellinum.“
KV hefur aldrei komist í sextán
liða úrslitin áður en liðið er á sínu
fyrsta ári í fyrstu deildinni.
„Við erum búnir að vinna tvo
leiki í sumar, báða í bikarnum og
eitt jafntefli í deildinni. Við eigum
erfiðan leik á morgun í deildinni
en þessi bikarkeppni hefur gert
mikið fyrir andann í hópnum,“
sagði Páll að lokum. - kpt
Góð lyft istöng
fyrir móralinn
ÞJÁLFARINN Páll Kristjánsson er annar
þjálfara KV. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL