Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 20144
Okkur var búið að dreyma lengi um að fara í heims-reisu en það var jólin
1999 sem við tókum ákvörðun og
byrjuðum að skipuleggja,“ segir
Eyrún Björnsdóttir sem hélt ásamt
manni sínum, Stefáni Gunnars-
syni, börnum þeirra tveimur,
vina hjónum og barni þeirra í tíu
mánaða heimsreisu á húsbílum
haustið 2000.
„Við höfðum ekki sagt neinum
frá plönum okkar þegar vinahjón
okkar komu í heimsókn og ráku
augun í allar ferðabækurnar sem
við höfðum safnað að okkur. Úr
varð að þau ákváðu að koma með,“
segir Eyrún en þeim þótti styrkur í
því að vera á tveimur bílum.
Upphafleg heimsreisuplön voru
raunar lögð til hliðar þar sem ljóst
var að eitt ár nægði ekki til slíkrar
farar. „Við ákváðum því að halda
okkur við Evrópu, Afríku, Suður-
og Norður-Ameríku.“
Innréttaði sjálf húsbílinn
Þau hjónin ákváðu að breyta 15
manna Econoline-bíl sem þau
höfðu notað í túristaakstur, í hús-
bíl. Eyrún er innanhússarkitekt
og hannaði innréttingarnar sjálf.
„Ég passaði að vera með rúm fyrir
fjóra, lítið eldhús, ísskáp og gas-
eldavél,“ segir hún, en ekki var
hægt að hefjast handa við inn-
réttingu fyrr en stuttu fyrir brott-
för. „Stefán var að keyra ferða-
menn fram á síðustu stundu, kom
í bæinn viku fyrir brottför. Þá hófst
kapphlaup við að raða inn í bíl-
inn,“ segir Eyrún glettin en kunn-
ingjar þeirra keyptu einnig Econo-
line-húsbíl.
Ferðalangarnir fóru með Nor-
rænu til Danmerkur. Farið var
hægt í fyrstu. „Við græjuðum
bílana betur og nýttum okkur
gott úrval húsbílaverslana í Þýska-
landi. Þá stoppuðum við í viku í
Bonn til að safna vegabréfsáritun-
um. Eftir vikudvöl hjá föður Stef-
áns á Spáni var haldið út í óviss-
una.
Hundrað ár aftur í tímann
Nú var siglt með ferju til Mar-
okkó. „Það var eins og að fara
hundrað ár aftur í tímann. Síðan
ókum við inn í Sahara þar sem
víða voru engir vegir og við
ókum fjörur með hjálp gps-tæk-
is. Fórum síðan inn til Máritan-
íu, gegnum Malí, Níger og Tsjad,“
segir Eyrún. Vegna óeirða í Mið-
Afríkuríkjunum reyndist örðugt
að fá vegabréfaávísun til Súdans
og um tíma leit út fyrir að þau
þyrfti að snúa við. En með sann-
færingarkraftinn á lofti tókst
þeim að kría út áritun.
Þeim hafði verið sagt frá fal-
legri öskju og vatni í Súdan sem
þau langaði mikið að skoða. „En
við fengum hvergi að beygja út af
veginum vegna vegatálma. Eitt
sinnið vorum við þó svo heppin
að einn hermaðurinn þurfti að
komast heim til sín í þorpið sitt.
Hann fékk far á toppi bílsins með
stóru byssuna sína og við feng-
um að skoða hina óviðjafnan-
legu öskju.“
Sökuð um iðnaðarnjósnir
Í Eþíópíu réðu ferðalangarnir
ungan dreng sem leiðsögumann.
„Þegar við vorum rétt komin inn í
landið sáum við stóra bruggverk-
smiðju. Þetta þótti okkur merki-
legt enda nýkomin frá Súdan þar
sem ríkir áfengisbann. Við stukk-
um út úr bílnum og tókum mynd.
Þá kom aðvífandi öryggisvörð-
ur og sakaði okkur um iðnaðar-
njósnir. Þegar drengurinn reyndi
að útskýra barði vörðurinn hann
með byssuskeftinu. Þá var Stefáni
nóg boðið og skammaði mann-
inn heiftarlega á íslensku,“ segir
Eyrún, sem leist nú ekkert á blik-
una enda maðurinn vopnaður.
„Þetta endaði með því að við
fórum á lögreglustöðina þar sem
menn sannfærðust um að við
værum saklaus,“ rifjar hún upp.
Brúnaðar kartöflur á jólum
Nú var haldið í gegnum Kenía
þar sem fjölskyldurnar upplifðu
alvöru safarí. „Við fórum í gegn-
um Ngorongoro-gíginn. Þar
sátum við börnin á toppi bílsins
og horfðum á fíla, hýenur og ljón
rétt hjá okkur.
Jólin 2000 héldu þau til við
Viktoríuvatn. Við fórum á hótel á
aðfangadag og pöntuðum pipar-
steik. Okkur fannst þó engin jól
án brúnaðra kartaf lna og því
kenndum við kokkinum að gera
þær.
Um áramótin dvöldu þau á
strönd í Tansaníu en þaðan var
haldið til Malaví, Sambíu, Botsv-
ana og loks til Suður-Afríku.
Bílarnir settir í gám
Í Suður-Afríku var bílunum bók-
staflega troðið í 40 feta gám. „Þeir
rétt pössuðu þegar búið var að
taka lofið úr dekkjunum,“ rifjar
Eyrún upp.
Fólkið f laug til Argentínu og
síðan til Úrúgvæ til að bíða eftir
bílunum. „Þar gistum við á hóteli
manns sem við höfðum áður hitt á
bensínstöð í Máritaníu. Hann kom
á gulum Hummer, gaf sig á tal við
okkur og gaf okkur loks nafnspjald
þar sem hann skrifaði aftan á að
við fengjum viku fría dvöl á hótel-
inu hans ef við kæmumst alla leið,“
minnist Eyrún brosandi.
Hæðarveiki hjá fólki og bílum
Nú var ekið frá Argentínu og
suður á syðsta odda Suður-Am-
eríku, Eldland. „Þar fannst okkur
stundum eins og við værum
komin heim,“ segir Eyrún. Þaðan
var haldið upp með ströndum
Síle. „Við fórum meðal annars
upp að efsta hverasvæði í heimi
sem er í 2.500 metra hæð. Reynd-
ar gerðum við þau mistök að gista
þar um nóttina. Þegar við vökn-
uðum vorum við öll hæðarveik en
Stefán þó sýnu verst og endaði á
sjúkrahúsi í Bólivíu.“
Í Perú urðu Eyrún og Stefán
fyrir því óláni að bíllinn bræddi
úr sér. „Bílarnir urðu í raun hæð-
arveikir. Við vissum ekki að olían
þynnist í mikilli hæð og brenn-
ur því hraðar upp,“ lýsir hún en
bíllinn var fluttur til Líma í Perú
og þar voru þau föst í hátt í fjór-
ar vikur. „Við skoðuðum allt sem
hægt var í Líma og þangað þurf-
um við aldrei að fara aftur,“ segir
hún glettin.
Þegar viðgerð var lokið var bíl-
unum skipað til Flórída. „Við
key rðum ef t ir austurströnd
Bandaríkjanna til Halifax og þar
fóru bílarnir á skipi heim í byrjun
sumars.“
Mikill lærdómur fyrir börnin
Innt eftir því hvort það hafi verið
erfið ákvörðun að taka börnin úr
skóla í heilt ár segir Eyrún það
alls ekki svo. „Stelpan okkar var
sjö ára, jafn gömul og sonur vina-
hjóna okkar. Sonur okkar var tólf
ára. Þegar við ákváðum ferðina
töluðum við strax við skólastjóra
Digranesskóla. Hann varð mjög
spenntur og taldi börnin líkleg til
að læra mun meira á ferðalaginu
heldur en í skólanum. Við tókum
einnig með okkur námsefni og á
hverjum morgni settust börnin
fyrir utan bílana og lærðu meðan
við stússuðumst við undirbún-
ing,“ lýsir Eyrún. Við lok ferðar-
innar voru þau öll á sama stað og
jafnaldrar þeirra heima á Íslandi
auk þess sem sonur Eyrúnar var
kominn ári fram úr í stærðfræði
og búinn að taka aukaeðlisfræði.
Eyrún játar því að ferðalagið
hafi kostað skildinginn. „En þetta
var hverrar krónu virði. Þetta var
upplifun sem ekki er hægt að
reikna út í krónum og aurum.“
Heimsreisa á húsbílum
Tvær fjölskyldur lögðu haustið 2000 af stað í ævintýralega húsbílaferð um heiminn. Í tíu mánuði flökkuðu þau frá Íslandi, gegnum
Evrópu og Afríku til Suður- og síðar Norður-Ameríku. Ferðin var lærdómsrík fyrir hina fullorðnu en ekki síst fyrir börnin þrjú.
Á hverjum morgni settust börnin við borð fyrir framan
bílana og lærðu.
Eyrún og Stefán með börnin sín tvö.
Ýmislegt bar fyrir augu fjölskyldnanna á ferðalagi þeirra um heiminn. Til dæmis þessa fílahjörð.
“Færðu útileguna á hærra
plan og tjaldaðu á toppnum”
www.topptjald.is
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN
AÐGANG AÐ
TÓNLISTINNI Í ÖLLUM
HERBERGJUM
Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar
stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú
getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er.