Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512-5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Eftirminnilegasta ferðin er sennilega heimsókn til skáta-vina minna í Síle 2003 þar sem við gengum meðal annars upp á virkt eldfjall,“ segir Bragi Björns- son skátahöfðingi. „Við Íslendingarnir vildum ólmir ganga á fjallið en sílesku vinir okkar urðu eftir. Við mátum aðstæður svo að engin hætta væri á ferðum og fylgdum eftir öðrum hópi. Okkur brá þó illilega þegar við settumst niður á toppnum með nestið og fjall- ið fór að hristast og yfir okkur rigndi gjósku. Við vorum fljótir niður.“ Í felum fyrir herlögreglu Eftir eldfjallaævintýrið var ferðinni heitið til Atacama-eyðimerkurinnar í Síle þar sem félagarnir gistu undir berum himni í Moon Valley. Hita- stigið fór vel undir frostmark um nóttina og yfir 40 stig yfir daginn. „Við vorum sérstaklega spennt- ir að skoða Moon Valley því þang- að fóru fyrstu geimfararnir til að æfa sig. Þarna þrífst nánast ekkert líf enda enginn raki í loftinu en við ákváðum að gista. Afgreiðslumaður í ferðamannaverslun ráðlagði okkur þá að láta lítið á okkur bera. Við komumst svo að því seinna að það er bannað að gista í dalnum og her- lögregla fylgist stöðugt með svæð- inu. Við sluppum með skrekkinn,“ segir Bragi hlæjandi. Ávallt viðbúinn Bragi segir slíka ferðamennsku krefjast reynslu. Kunnáttu þurfi til að meta aðstæður og hana hafi hann öðlast í skátunum. „Við skátar erum ávallt viðbún- ir og það er ástæða þess að maður treystir sér í svona ferðir. Þetta er ég að reyna að kenna börnunum mínum og uppáhaldsstaður fjöl- skyldunnar er Fjaðurárgljúfur. Til að komast upp eftir gljúfrinu þarf að vaða yfir ána þvers og kruss. Sonur minn 10 ára var óhræddur við að vaða í ísköldu vatninu en sex ára dóttir mín þurfti aðeins lengri tíma til að hafa sig út í. En verðlaunin eru ævintýraleg. Gljúfrið er ótrúlega fal- legt, eins og að vera staddur í miðri Hringadróttinssögu,“ segir Bragi. „Við eigum að ögra krökkun- um okkar með því að láta þau tak- ast á við náttúruna og fá þeim stig- vaxandi verkefni í styttri ferðum. Þannig læra þau á hætturnar en njóta landsins á góðan og skemmti- legan hátt. Við eigum ekki að segja þeim að vatnið sé blautt og kalt, þau verða að komast að því sjálf. Börn geta miklu meira en við höldum.“ Gekk á virkt eldfjall Bragi Björnsson skátahöfðingi segir börn verða að fá að reyna á sig til að læra á umhverfið og meta aðstæður. Það hafi hann lært í skátunum. Bragi ásamt krökkunum sínum í ævintýralegri göngu upp Fjaðurárgljúfur. Hann segir að börn læri að njóta náttúrunnar og meta hætturnar ef þau fá að reyna dálítið á sig. MYND/ÚR EINKASAFNI Ferðaskrifstofan Íslandsvinir býður upp á útivistarferðir víðs vegar um Evrópu. Að öðrum ólöstuðum verður hjólaferð í september um eyjarnar í Kvarner-flóanum í Króatíu að teljast sérstæðust þeirra. Brandur Jón Guðjónsson verður fararstjóri í ferðinni. „Kvarner- flóinn er fallegt og sólríkt svæði og þar eru margar eyjur. Farið er um nokkrar þeirra stærri á reiðhjólum. Þátttakendur munu gista og snæða morgun- og kvöldverði um borð í bátnum Poseidon. Á meðan hjólað er um tiltekna eyju siglir báturinn í aðra höfn til að taka hóp- inn um borð aftur og síðan er farið yfir að þeirri næstu,“ útskýrir Brandur. Hann segir dagleiðirnar vera 25–55 kílómetra og yfirleitt er hjólað um góða vegi og stíga. „Ég hvet fólk til að gefa sér tíma til að stoppa og líta í kringum sig og upplifa það sem fyrir augu ber – að njóta augnabliksins.“ Fyrst og fremst er um að ræða ævintýraferð um Kvarner-flóann í Króatíu en auk þess er gist þrjár nætur í Ljubljana, höfuðborg Slóv- eníu og farið um hana bæði hjólandi og gangandi. Ferðin stendur yfir frá 11. til 21. september en vikuna á undan verður boðið upp á aðra og meira krefjandi ferð um nokkrar af perl- um Slóveníu,“ segir Brandur og hvetur áhugasama til að kíkja inn á heimasíðu Íslandsvina www.islandsvinir.is. Þar er hægt að fá allar nánari upplýsingar um ferðir skrifstofunnar. Eins er hægt að hringja í síma 510-9500 eða senda fyrirspurnir á netfangið info@explorer.is Ævintýraferð til Króatíu Siglt verður á milli eyja í Kvarner-flóanum. Þátttakendur gista um borð í bátnum Poseidon. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 6 17 3 6 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Less emissions. More driving pleasure. AKTU FRAMFÖRUM dísilvél og 8 gíra sjálfskiptingu og notar einungis 5,8 l/100 km í blönduðum akstri. Aktu framförum – kynntu þér nýjan BMW X5! BMW X5 - 5,8 l/100 km.* Verð frá 10.490 þús. kr. OPIÐ Í DAG FRÁ 12-16 Hrein akstursgleði BMW X5 www.bmw.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.