Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 62
| ATVINNA |
Starf forstöðumanns tæknideildar
Snæfellsbæjar er laust til umsóknar
Hlutverk og ábyrgðarsvið:
Forstöðumaður tæknideildar Snæfellsbæjar hefur
yfirumsjón með skipulags- og byggingarmálum og öllum
verklegum framkvæmdum og viðhaldi á vegum
sveitarfélagsins. Forstöðumaðurinn hefur forystu um
faglegan undirbúning við mótun stefnu sveitarfélagsins
á sviði skipulags- og byggingamála á hverjum tíma og er
skipulags og byggingarnefndum, bæjarstjóra og bæjarstjórn
til ráðgjafar á því sviði og sér um að lögum um mannvirki
nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum
og reglugerðum varðandi byggingarmál í sveitarfélaginu
sé framfylgt. Hann ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja,
eftirliti með viðhaldi, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga,
gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um
mannvirki til íbúa.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði skipulags- og byggingarmála
sbr. 8 gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010 er skilyrði.
• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum,
byggingarreglugerð er æskileg.
• Reynsla af stjórnun er æskileg.
• Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu
er æskileg.
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og
skipulagshæfni.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
og þjónustulund.
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi
fagfélags og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 16. júní nk.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn til Kristins
Jónassonar, bæjarstjóra, á netfangið kristinn@snb.is
Umsókninni þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf
þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir hæfni til
starfans út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur
eru beðnir um að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn
sinni.
Öllum umsóknum verður svarað
Fossaleyni 16 | 112 Reykjavík | Sími 534 8400 | www.tgverk.is
Umsóknir er hægt að fylla út á tgverk.is undir flipanum fyrirtækið / starfsumsókn
– eða með samtali í síma 534 8400 þar sem jafnframt er hægt að fá nánari upplýsingar um störfin.
VERKSTJÓRAR / MÓTASMIÐIR
ÞG-VERK óskar eftir að ráða verkstjóra
í krefjandi verkefni á vegum fyrirtækisins.
Hæfniskröfur:
· Iðnmenntun eða meistarabréf.
· Reynsla af verkstjórn flókinna og krefjandi verkefna.
· Góðir stjórnunar- og samskiptahæfileikar.
ÞG-VERK leitar að hressu og öflugu
fólki í mælingu í steypumótun.
Góð laun í boði fyrir gott fólk.
AÐJÚNKT
Í FRÆÐIGREINUM
VIÐ HÖNNUNAR- OG ARKITEKTÚRDEILD
LISTAHÁSKÓLINN AUGLÝSIR EFTIR
UMSÓKNUM UM STARF AÐJÚNKTS
Í FRÆÐIGREINUM VIÐ HÖNNUNAR- OG
ARKITEKTÚRDEILD. UM ER AÐ RÆÐA
50–80 % STARF.
Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi frá og með
1. ágúst næstkomandi til eins árs með möguleika
á framlengingu á samningi.
Starfið felur m.a. í sér kennslu í akademískum
vinnubrögðum og ritgerðarskrifum auk kennslu
á sérsviði umsækjenda. Áhersla er á kennslu í
meistaranámi í hönnun. Meistaranám í hönnun er
alþjóðlegt nám og kennt á ensku (sjá http://lhi.is/
namid/honnun-og-arkitektur/meistaranam/).
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af kennslu
og rannsóknum. Mikilvægt er að umsækjandi búi
yfir þekkingu og reynslu af þverfaglegu starfi og
hafi áhuga á samþættingu fræða og listsköpunar.
Hæfniskröfur:
> Meistarapróf á sviði hönnunar, arkitektúrs,
hugvísinda eða félagsvísinda.
> Reynsla af kennslu og rannsóknum.
> Góður skilningur á tengslum akademísks og
faglegs starfs, rannsókna og kennslu.
Aðjúnkt tekur þátt í uppbyggingu og stefnumót-
andi starfi sem fer fram við deildina í samstarfi við
aðra starfsmenn deildarinnar og deildarforseta.
Við ráðningu í stöðuna verður m.a. tekið tillit til
þess hvaða færni umsækjandi hafi til samstarfs og
hæfni til frumkvæðis í starfi.
Umsókn skal fylgja yfirlit yfir námsferil og störf
umsækjanda, auk ritaskrár. Umsækjandi skal gera
grein fyrir kennslustörfum sínum og rannsóknum
og jafnframt veita upplýsingar um önnur störf sem
hann hefur gegnt, þ.m.t. félags- og stjórnunarstörf.
Afrit af prófskírteinum og öðrum staðfestingum
varðandi menntun skulu fylgja umsókn.
Umsóknir skulu merktar deildarforseta og skal
skila þeim ásamt fylgigögnum til Listaháskóla
Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eigi síðar en
mánudaginn 16. júní. Yfirlit um starfsferil og verk
skal einnig skila á rafrænu formi. Farið verður
með umsóknir sem trúnaðarmál. Fyrirspurnir má
senda á deildarforseta sigrunbirgis@lhi.is.
Sjá upplýsingar um viðmið Listaháskólans um mat
á þekkingu og reynslu háskólakennara og reglur um
veitingu akademískra starfa á heimasíðu skólans
(sjá http://lhi.is/skolinn/stjornsysla/log-og-reglur/).
Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu
á fræðisviðinu listir. Skólinn starfar í fimm deildum; myndlistar-
deild, hönnunar- og arkitektúrdeild, tónlistardeild, sviðslistadeild,
og listkennsludeild. Starfsstöðvar skólans eru þrjár við Þverholt,
Sölvhólsgötu og Laugarnesveg í Reykjavík.
www.gardabaer.is
Tækni- og umhverfissvið
ÚTBOÐ
EFTIRLIT MEÐ
FRAMKVÆMDUM
Garðabær auglýsir eftir tilboðum í
umsjón og eftirlit með framkvæmdum
við byggingu 2ja hæða viðbyggingar
við Hofsstaðaskóla, Skólabraut 5 í
Garðabæ, ásamt breytingum innandyra
í núverandi skólabyggingu og frágangi
aðliggjandi lóðar.
Tilboð verktaka í bygginguna hafa verið
opnuð og unnið er að gerð samnings um
framkvæmdina. Framkvæmdakostnaður er
áætlaður ríflega 400 milljónir króna.
Umsjón og eftirlit hefst við töku tilboðs og
stendur yfir fram til loka verkefnis, ráðgerð
lok framkvæmda eru 1. ágúst 2015.
Nánari upplýsingar um verkið og skilmála
þess eru í útboðsgögnum sem eru rafræn
og aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar,
www.gardabaer.is frá og með
miðvikudeginum 28. maí.
Tilboðum skal skilað eigi síðar en 12. júní
2014 kl. 11:00 á skrifstofu VSB
Verkfræðistofu að Bæjarhrauni 20 í
Hafnarfirði, þar sem þau verða opnuð að
viðstöddum bjóðendum sem þess óska.
31. maí 2014 LAUGARDAGUR8