Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 57
Sölufulltrúar - Stóreldhús
VEGNA AUKINNA UMSVIFA ÓSKUM VIÐ EFTIR AÐ RÁÐA ÖFLUGT FÓLK TIL STARFA
OKKAR HRÁEFNI ÞÍN SNILLD
Skeifan 2
S: 530 5900 | poulsen.is
Sölumaður í verslun
Bílavarahlutir og iðnaðarvörur
Við leitum að einstaklingi sem
- Er duglegur og sjálfstæður til verka
- Er góður í mannlegum samskiptum
- Hefur frumkvæði og metnað í starfi
- Hefur skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Býr yfir góðri tölvukunnáttu
- Býr yfir góðri kunnáttu á íslensku og ensku
- Getur unnið í hóp án vandkvæða
- Er móttækilegur fyrir nýjungum
- Er reyklaus
Við hvetjum fólk af báðum kynjum
sem eru eldri en 25 ára til að sækja um
Allar umsóknir skulu sendar á
bjorgvin@poulsen.is
fyrir 10.06.2014.
Poulsen er söluaðili á vörum fyrir málningar- og réttingarverkstæði. Bjóðum upp á
heimsþekkt vörumerki eins og bílalökk frá Cromax, Spies Hecker og öðrum tengdum
vörum frá Farécla, 3M, DeVillbiss, Evercoat, Pilkington, og AGC svo fátt eitt sé nefnt.
Poulsen hefur þjónustað viðskiptavini sína í yfir 100 ár.
Við bjóðum
góða vinnu með góðu starfsöryggi og jákvæðum
anda hjá fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið
starfrækt í meira en 100 ár
Lausar stöður í tómstunda-
miðstöðvum í Hafnarfirði
Frístundaheimili
Frístundaleiðbeinendur
Stuðningsfulltrúar
Félagsmiðstöðvar
Frístundaleiðbeinendur
Sjá nánar á www.hafnarfjordur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 22. júní næstkomandi.
Grunnskólinn í Hveragerði auglýsir lausa
stöðu húsvarðar frá og með 1. júlí nk.
Við leitum að samskiptaliprum einstaklingi sem lætur sér
annt um vellíðan barna og fullorðinna í húsinu og leggur
umhyggju og metnað í að halda skólanum okkar alltaf í sem
bestu ástandi. Æskilegt er að viðkomandi hafi iðnmenntun
og/eða reynslu af viðhaldi húseigna.
Starfssvið húsvarðar felur í sér ábyrgð á að skólabyggingar
og umhverfi sé umgengið og viðhaldið þannig að í þeim
geti farið fram eðlilegt skólahald. Húsvörður ber ábyrgð
gagnvart skólastjóra á viðhaldi og ræstingu skólahúsnæðis,
skólalóð, húsbúnaði, leiktækjum og girðingum á lóð.
Grunnskólinn í Hveragerði er vel staðsettur í grónu og
glæsilegu bæjarfélagi. Einkunnarorð skólans eru: viska,
virðing og vinátta og við leggjum metnað í að áhrif þeirra
séu augljós í daglegu starfi. Skólinn flaggar Grænfánanum
og er að stíga sín fyrstu skref sem þátttakandi í verkefninu
Heilsueflandi grunnskólar.
Umsóknarfrestur er til 10. júní
Frekari upplýsingar veitir Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri,
fanney@hveragerdi.is og í síma 483-4350.
Skólastjóri