Fréttablaðið - 13.06.2014, Síða 1

Fréttablaðið - 13.06.2014, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 18 FLOTTUR SUMAR-RÉTTUR Girnilegur réttur úr smiðju Úlfars meistarakokks.MYNDIR/GVA M atreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að beikonvöfðum og fylltum kjúklinga- bringum með tómatsalsa. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina Ei iþá á h ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. BÍLADAGAR Á AKUREYRIBíladagar verða á Akureyri um helgina. Margt verður um að vera, enda er þetta eins konar árshátíð allra áhugamanna um mótorsport. Bílaklúbbur Akureyrar er með tjaldsvæði þessa daga en boðið er upp á opnar æfingabrautir fyrir alla gesti og gokart-leigu. SUMARDAGAR Lífi ð 13. JÚNÍ 2014 FÖSTUDAGUR Hljómsveitin Reykja- víkurdætur HELDUR FATA- MARKAÐ Á PRIKINU 2 Ásta Bárðardóttir jógakennari MEÐ JÓGANÁM- SKEIÐ FYRIR KRAKKA 4 Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður MEÐ SUMAR- LEGA SÆLKERA- RÉTTI 8 2 SÉRBLÖÐ Lífið | Fólk Sími: 512 5000 13. júní 2014 137. tölublað 14. árgangur Fékk Google-styrk Helga Guð- mundsdóttir hlaut fyrst íslenskra kvenna styrk Google til öflugra kven- nemenda í tölvunarfræðum. 4 Vilja ekki tala um dauðann Karlar vilja hlífa sínum nánustu við að ræða dauðann og finna styrk sinn í einveru, andstætt konum. 8 Írak að liðast í sundur Íraksstjórn ræður ekkert við uppreisn íslamista sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. 12 MENNING Þorgerður Þór- hallsdóttir sýnir vídeóverk um afa sinn. 32 SPORT Sverre Jakobsson er spenntur fyrir því að snúa aftur í íslenska boltann. 42 Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka SJÁVARÚTVEGUR Fjörutíu manna áhöfn frystitogarans Brimness RE 27, sem er flaggskip útgerðarfyr- irtækisins Brims hf., hefur verið endurráðin. Skipið mun halda áfram veiðum á Íslandsmiðum með sama hætti og var, og hætt hefur verið við að leita verkefna fyrir skipið erlendis. Þetta staðfestir Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Brims, í viðtali við Fréttablaðið. Guðmundur hefur útskýrt fækk- un frystiskipa hérlendis með því að veiðigjaldið, eins og það var fyrir breytingu við þinglok í vor, hafi lagst mjög þungt á frysti- skipaútgerðina. Aðferðir við að leggja á veiðigjaldið hafi verið kolrangar. „Veiðigjöldin voru löguð til, þó að þau séu enn þá röng,“ segir Guð- mundur, spurður um á hverju þessi ákvörðun hans byggist. „Ég er þá ekki að segja að ég sé á móti veiði- gjöldum, eða að veiðigjöld séu endi- lega of há, heldur að þau séu röng. Það hefur verið blekkingarleikur í gangi, því gjöldin lögðust á fisk- tegundir og ekki miðað við afkomu veiða á viðkomandi tegund,“ segir Guðmundur og nefnir dæmi um að veiðigjald af karfa var 25 pró- sentum hærra en af þorski, sem er helmingi verðmeiri tegund. Brimnesið RE skilaði 2,7 millj- arða króna aflaverðmæti í fyrra. Laun og launatengd gjöld losuðu milljarð. - shá / sjá síðu 10 Breytingar á veiðigjöldum verða til þess að Brimnes RE rær á heimamið: 40 manna áhöfn endurráðin LÍFIÐ FRÉTTIR SKOÐUN Jón Ásgeir skrifar um rannsóknir vegna meintra viðskiptabrota. 22 HEILBRIGÐISMÁL Tíðni daglegra reykinga er þrefalt hærri á meðal þeirra sem eru með grunnskólapróf en þeirra sem eru með háskólapróf. Þó nokkur munur er á tíðni reyk- inga milli landshluta, að því er rannsóknin Heilsa og líðan Íslend- inga 2012 sýnir. Ástæða er til að skoða breyting- ar á áherslum í framkvæmd tób- aksvarna, að sögn Viðars Jensson- ar, verkefnisstjóra tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu. „Í Dan- mörku hefur til dæmis eitt sveitar- félag boðið þeim sem eru með minni menntun, lægri tekjur, atvinnulaus- um og öðrum ákveðnum hópum sér- stök úrræði eins og einstaklings- miðaða meðferð og niðurgreiðslu á nikótínlyfjum. Þessar tilraun- ir hafa gefist vel upp á síðkastið,“ segir Viðar. „Stofnaður hefur verið sjóður til þess að gefa fleiri sveitar- félögum tækifæri til að fara sömu leið. Við höldum að það sé komið að því að fara í sértækari úrræði hér á landi en við höfum gert áður.“ Hann getur þess að menntun og helstu atvinnugreinar geti verið möguleg skýring á muninum á tíðni reykinga milli landshluta. Tíðni daglegra reykinga er hæst á Suðurnesjum hjá báðum kynjum. Frá 2000 til 2013 dró úr reykingum framhaldsskólanema úr 21 prósenti í 7,6 prósent. - ibs Skoða niðurgreiðslu nikótínlyfja á Íslandi Þrefalt hærri tíðni reykinga hjá þeim sem eru með minni menntun og lægri tekjur. Góður árangur hefur verið hjá sveitarfélagi í Danmörku af niðurgreiðslu nikótínlyfja. prósent fram- halds skólanema reyktu daglega árið 2013. 7,6 ÖLL UMFERÐ BÖNNUÐ Ljósmyndari Fréttablaðsins varð vitni að því í gær þegar ferðamenn virtu að vettugi skýrar leiðbeiningar um akstursbann inni í Fljótshlíð og það þrátt fyrir að lögreglubíll væri í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru ferðalangarnir á vegum íslensks ferðaþjónustufyrirtækis, en vegna umfjöllunar blaðsins nýlega var fullyrt af ferðaþjónustuaðilum að þessi iðja væri aðeins stunduð af útlendingum. Umhverfisstofnun segir atvikið alvarlegt brot á skýrum reglum og verða rannsakað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bolungarvík 13° SA 2 Akureyri 18° SA 3 Egilsstaðir 15° S 6 Kirkjubæjarkl. 10° SA 3 Reykjavík 14° SA 7 Væta SV-til Í dag má búast við strekkingi við suðurströndina en annars hægri breytilegri átt. Bjart í veðri norðanlands en væta S- og V-til. 4 Natalie er plötusnúður af lífi og sál. Fjölskyldusaga hennar er óvenjuleg en hún var ættleidd af ömmu sinni og afa. Lífið ræddi við hana um upprunann, eineltið á yngri árum, samkynhneigð og tónlistina sem á hug hennar allan. Lífið of stutt til að vera í felum LÍFIÐ Lungaskólinn á Seyðisfirði verður settur í september. 46 LÖGREGLUMÁL Greinargerð sem tveir fyrr- verandi starfs- menn Sérstaks saksóknara sendu Ríkissak- sóknara í ágúst 2012 sýnir að þeir upplýstu saksóknara um ólöglegar hler- anir embættisins árið 2012. Sigríður Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari segir að brugðist hafi verið við ásökunum „með viðeig- andi hætti“. Þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér- stakur saksóknari hafi hlerað símtöl sakborninga og verjenda. - fbj / sjá síðu 6 Ríkissaksóknari upplýstur: Vissi af ólögleg- um hlerunum GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Segir að blekkingarleikur hafi verið í gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGRÍÐUR FRIÐJÓNS- DÓTTIR FÓTBOLTI Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst með látum í Brasilíu í gær, þar sem heima- menn unnu 3-1 sigur á Íslands- bananum Króatíu. Stórstjarnan Neymar skoraði fyrstu tvö mörk Brasilíumanna sem lentu að vísu í hremmingum strax í upphafi leiks þegar Marcelo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Króatar settu allt sitt púður í að reyna að jafna leikinn undir lokin sem varð til þess að Brasilía komst í skyndisókn í upp- bótartíma og innsigl- aði 3-1 sigur með marki miðjumannsins Oscar. Alls fara þrír leikir fram í keppninni í dag, þar á meðal viðureign Hol- lands og Spánar sem áttust við í úrslita- leiknum fyrir fjórum árum. - esá / sjá síðu 40 Opnunarleikur HM í gær: Neymar kom til bjargar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.