Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2014, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 13.06.2014, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 18 FLOTTUR SUMAR-RÉTTUR Girnilegur réttur úr smiðju Úlfars meistarakokks.MYNDIR/GVA M atreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að beikonvöfðum og fylltum kjúklinga- bringum með tómatsalsa. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina Ei iþá á h ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. BÍLADAGAR Á AKUREYRIBíladagar verða á Akureyri um helgina. Margt verður um að vera, enda er þetta eins konar árshátíð allra áhugamanna um mótorsport. Bílaklúbbur Akureyrar er með tjaldsvæði þessa daga en boðið er upp á opnar æfingabrautir fyrir alla gesti og gokart-leigu. SUMARDAGAR Lífi ð 13. JÚNÍ 2014 FÖSTUDAGUR Hljómsveitin Reykja- víkurdætur HELDUR FATA- MARKAÐ Á PRIKINU 2 Ásta Bárðardóttir jógakennari MEÐ JÓGANÁM- SKEIÐ FYRIR KRAKKA 4 Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður MEÐ SUMAR- LEGA SÆLKERA- RÉTTI 8 2 SÉRBLÖÐ Lífið | Fólk Sími: 512 5000 13. júní 2014 137. tölublað 14. árgangur Fékk Google-styrk Helga Guð- mundsdóttir hlaut fyrst íslenskra kvenna styrk Google til öflugra kven- nemenda í tölvunarfræðum. 4 Vilja ekki tala um dauðann Karlar vilja hlífa sínum nánustu við að ræða dauðann og finna styrk sinn í einveru, andstætt konum. 8 Írak að liðast í sundur Íraksstjórn ræður ekkert við uppreisn íslamista sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. 12 MENNING Þorgerður Þór- hallsdóttir sýnir vídeóverk um afa sinn. 32 SPORT Sverre Jakobsson er spenntur fyrir því að snúa aftur í íslenska boltann. 42 Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka SJÁVARÚTVEGUR Fjörutíu manna áhöfn frystitogarans Brimness RE 27, sem er flaggskip útgerðarfyr- irtækisins Brims hf., hefur verið endurráðin. Skipið mun halda áfram veiðum á Íslandsmiðum með sama hætti og var, og hætt hefur verið við að leita verkefna fyrir skipið erlendis. Þetta staðfestir Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Brims, í viðtali við Fréttablaðið. Guðmundur hefur útskýrt fækk- un frystiskipa hérlendis með því að veiðigjaldið, eins og það var fyrir breytingu við þinglok í vor, hafi lagst mjög þungt á frysti- skipaútgerðina. Aðferðir við að leggja á veiðigjaldið hafi verið kolrangar. „Veiðigjöldin voru löguð til, þó að þau séu enn þá röng,“ segir Guð- mundur, spurður um á hverju þessi ákvörðun hans byggist. „Ég er þá ekki að segja að ég sé á móti veiði- gjöldum, eða að veiðigjöld séu endi- lega of há, heldur að þau séu röng. Það hefur verið blekkingarleikur í gangi, því gjöldin lögðust á fisk- tegundir og ekki miðað við afkomu veiða á viðkomandi tegund,“ segir Guðmundur og nefnir dæmi um að veiðigjald af karfa var 25 pró- sentum hærra en af þorski, sem er helmingi verðmeiri tegund. Brimnesið RE skilaði 2,7 millj- arða króna aflaverðmæti í fyrra. Laun og launatengd gjöld losuðu milljarð. - shá / sjá síðu 10 Breytingar á veiðigjöldum verða til þess að Brimnes RE rær á heimamið: 40 manna áhöfn endurráðin LÍFIÐ FRÉTTIR SKOÐUN Jón Ásgeir skrifar um rannsóknir vegna meintra viðskiptabrota. 22 HEILBRIGÐISMÁL Tíðni daglegra reykinga er þrefalt hærri á meðal þeirra sem eru með grunnskólapróf en þeirra sem eru með háskólapróf. Þó nokkur munur er á tíðni reyk- inga milli landshluta, að því er rannsóknin Heilsa og líðan Íslend- inga 2012 sýnir. Ástæða er til að skoða breyting- ar á áherslum í framkvæmd tób- aksvarna, að sögn Viðars Jensson- ar, verkefnisstjóra tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu. „Í Dan- mörku hefur til dæmis eitt sveitar- félag boðið þeim sem eru með minni menntun, lægri tekjur, atvinnulaus- um og öðrum ákveðnum hópum sér- stök úrræði eins og einstaklings- miðaða meðferð og niðurgreiðslu á nikótínlyfjum. Þessar tilraun- ir hafa gefist vel upp á síðkastið,“ segir Viðar. „Stofnaður hefur verið sjóður til þess að gefa fleiri sveitar- félögum tækifæri til að fara sömu leið. Við höldum að það sé komið að því að fara í sértækari úrræði hér á landi en við höfum gert áður.“ Hann getur þess að menntun og helstu atvinnugreinar geti verið möguleg skýring á muninum á tíðni reykinga milli landshluta. Tíðni daglegra reykinga er hæst á Suðurnesjum hjá báðum kynjum. Frá 2000 til 2013 dró úr reykingum framhaldsskólanema úr 21 prósenti í 7,6 prósent. - ibs Skoða niðurgreiðslu nikótínlyfja á Íslandi Þrefalt hærri tíðni reykinga hjá þeim sem eru með minni menntun og lægri tekjur. Góður árangur hefur verið hjá sveitarfélagi í Danmörku af niðurgreiðslu nikótínlyfja. prósent fram- halds skólanema reyktu daglega árið 2013. 7,6 ÖLL UMFERÐ BÖNNUÐ Ljósmyndari Fréttablaðsins varð vitni að því í gær þegar ferðamenn virtu að vettugi skýrar leiðbeiningar um akstursbann inni í Fljótshlíð og það þrátt fyrir að lögreglubíll væri í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru ferðalangarnir á vegum íslensks ferðaþjónustufyrirtækis, en vegna umfjöllunar blaðsins nýlega var fullyrt af ferðaþjónustuaðilum að þessi iðja væri aðeins stunduð af útlendingum. Umhverfisstofnun segir atvikið alvarlegt brot á skýrum reglum og verða rannsakað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bolungarvík 13° SA 2 Akureyri 18° SA 3 Egilsstaðir 15° S 6 Kirkjubæjarkl. 10° SA 3 Reykjavík 14° SA 7 Væta SV-til Í dag má búast við strekkingi við suðurströndina en annars hægri breytilegri átt. Bjart í veðri norðanlands en væta S- og V-til. 4 Natalie er plötusnúður af lífi og sál. Fjölskyldusaga hennar er óvenjuleg en hún var ættleidd af ömmu sinni og afa. Lífið ræddi við hana um upprunann, eineltið á yngri árum, samkynhneigð og tónlistina sem á hug hennar allan. Lífið of stutt til að vera í felum LÍFIÐ Lungaskólinn á Seyðisfirði verður settur í september. 46 LÖGREGLUMÁL Greinargerð sem tveir fyrr- verandi starfs- menn Sérstaks saksóknara sendu Ríkissak- sóknara í ágúst 2012 sýnir að þeir upplýstu saksóknara um ólöglegar hler- anir embættisins árið 2012. Sigríður Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari segir að brugðist hafi verið við ásökunum „með viðeig- andi hætti“. Þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér- stakur saksóknari hafi hlerað símtöl sakborninga og verjenda. - fbj / sjá síðu 6 Ríkissaksóknari upplýstur: Vissi af ólögleg- um hlerunum GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Segir að blekkingarleikur hafi verið í gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGRÍÐUR FRIÐJÓNS- DÓTTIR FÓTBOLTI Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst með látum í Brasilíu í gær, þar sem heima- menn unnu 3-1 sigur á Íslands- bananum Króatíu. Stórstjarnan Neymar skoraði fyrstu tvö mörk Brasilíumanna sem lentu að vísu í hremmingum strax í upphafi leiks þegar Marcelo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Króatar settu allt sitt púður í að reyna að jafna leikinn undir lokin sem varð til þess að Brasilía komst í skyndisókn í upp- bótartíma og innsigl- aði 3-1 sigur með marki miðjumannsins Oscar. Alls fara þrír leikir fram í keppninni í dag, þar á meðal viðureign Hol- lands og Spánar sem áttust við í úrslita- leiknum fyrir fjórum árum. - esá / sjá síðu 40 Opnunarleikur HM í gær: Neymar kom til bjargar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.