Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 12
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 “An adrenaline rush that blasts the nine-to-five blues into outer space. Go and see it – you’ll have a BLAM!” Metro „Frábær sýning“ VG, Fbl “Jaw-dropping” Time Out London „Hin fullkomna skemmtun“ HSS, Mbl “Raucous piece of slapstick physical theatre” The Times Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Aðeins þessar sýningar! Fim 19/6 kl. 20 UPPSELT Fös 20/6 kl. 20 örfá sæti Lau 21/6 kl. 20 örfá sæti Sun 22/6 kl. 20 lokasýn! Suður Grænland 17-19 júní www.northernexplorer.is info@northernexplorer.is sími: 7700023/7824717 Tveggja daga ferð á slóðir Eiríks Rauða .Gisting í 2 nætur. Íslensk fararstjórn. Verð frá 117.000. Sér tilboð vegna fyrsta flugs Greenland Express. Takmarkaður sætafjöldi. Einnig tilboð á flugi þessa daga til Köben kr. 47.000 báðar leiðir. Norðurslóðir Ferðaskrifstofa ehf. Nánari upplýsingar á: HEILBRIGÐISMÁL SÁÁ hefur tekið í notkun nýja álmu á Vogi sem er fyrir veikustu sjúklinga sjúkra- hússins. Með nýju álmunni er komið til móts við þarfir veikustu sjúkling- anna, oft er um að ræða eldra fólk sem glímir við hreyfihömlun og þarfnast umönnunar og aðhlynn- ingar. Viðbyggingin var fjármögnuð með framlögum sem velunnarar SÁÁ létu af hendi, án þátttöku ríkis eða sveitarfélaga. Einn einstaklingur styrkti framkvæmdina um heilar fimmtíu milljónir króna. „Við fáum ótrúlega mikla pen- inga frá fyrirtækjum og einstak- lingum. Á síðasta ári settum við 280 milljónir inn í reksturinn en við erum að reka spítalann með 200 milljóna króna halla því við fáum of litlar fjárveitingar frá rík- inu,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Miklir biðlistar eru á Vogi vegna skorts á starfsfólki og fjármagni. „Þeir veikustu sem hafa komið oft þurfa að bíða lengst. Allar svona sparnaðaraðgerðir bitna á veik- ustu sjúklingunum.“ - ebg Ný bygging fjármögnuð af framlögum velunnara SÁÁ hefur verið opnuð: Álma fyrir þá elstu og veikustu VOGUR Nýja álman er með betri aðstöðu fyrir starfsfólk. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÍRAK Íraksstjórn virðist standa ráðalaus gagnvart herskáum ísl- amistum, sem hafa nú í vikunni náð borgunum Mosúl og Tikrít á sitt vald og segjast nú stefna til höfuðborgarinnar Bagdad. Kúrdar hafa brugðist við með því að senda hersveitir til borgar- innar Kirkuk og segja að stjórnar- herinn sé flúinn þaðan. Kirkuk er í næsta nágrenni sjálfstjórnarsvæð- is Kúrda í norðausturhluta lands- ins, en Kúrdar hafa lengi deilt við stjórnina í Bagdad um yfirráðin í Kirkuk. Her og lögregla sýndu litla mót- spyrnu og forðuðu sér hið snarasta þegar uppreisnarsveitir íslamista réðust inn í Mosúl og Tikrít. Uppreisnarsveitir íslamista hafa þá náð á sitt vald mestöllum vestur hluta Íraks, þar sem súnní- múslímar eru í meirihluta, en hafa enn sem komið er ekki hætt sér inn á svæði sjíamúslíma í suðaust- urhlutanum. Engu er líkara en að Írak sé að liðast í sundur og klofna í smærri einingar, þar sem sjíamúslímar héldu hugsanlega eftir suðaust- urhlutanum, Kúrdar stæðu fast- ir fyrir í norðausturhlutanum en hinir herskáu íslamistar næðu völdum á svæði súnnímúslíma í vesturhlutanum – væntanlega við litlar vinsældir heimamanna þar. Fréttastofan AP segir margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lög- reglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Bandaríski fréttavefurinn The Daily Beast fullyrðir að írösk stjórnvöld bíði nú eftir því að bandaríski herinn komi þeim til aðstoðar með loftárásum, en tæp- lega tvö og hálft ár er síðan Banda- ríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið. Barack Obama Bandaríkja- forseti ræddi stuttlega við fjöl- miðla í gær og sagði þar að Írakar myndu nú þurfa hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, en gaf ekk- ert upp um í hverju hún kynni að verða fólgin. Íraska þjóðþingið hefur ekki fengist til að samþykkja kröfu Núri al Malikis forseta, um að lýst verði yfir neyðarástandi sem myndi færa honum aukin völd til að takast á við ástandið. Al Maliki er sjálfur sjíamúslími og hefur lítinn stuðning á meðal súnnímúslíma, enda þykir þeim hann hafa gert sjíum hærra undir höfði við stjórn landsins en súnní- um. gudsteinn@frettabladid.is Írak virðist vera að liðast í sundur Íraksstjórn ræður ekkert við uppreisn íslamista, sem hafa náð stórum hluta lands- ins á sitt vald og stefna nú til höfuðborgarinnar Bagdad. Stjórnarherinn gufaði upp þegar á reyndi og ráðamenn eru sagðir bíða eftir aðstoð frá Bandaríkjaher. HERINN SKILDI DÓTIÐ SITT EFTIR Búnaður frá íraska hernum við eftir- litsstöð skammt frá borginni Mosúl, sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Karlmaður var dæmd- ur til tíu mánaða fangelsisvistar í Hæstarétti í gær fyrir að hafa sleikt kynfæri þrettán ára stúlku og greitt henni 25 þúsund krónur fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til fimmtán mánaða fangelsisvistar. Héraðsdómur hafði komist að þeirri niðurstöðu að maður- inn hefði ekki vitað um aldur stúlkunnar. Tölvupóstsamskipti þeirra sýndu að hún hefði sagst vera sautján ára að verða átján. Þá mun hún hafa gefið sama svar þegar maðurinn hitti hana. Álit dómsins var að ekki hefði verið hægt að slá því föstu að hún væri yngri en fimmtán ára miðað við svör hennar og útlit. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Hæstaréttar, en maðurinn fór fram á að dómur héraðsdóms yrði mildaður. Sökum þess að meðferð málsins dróst, maðurinn hefði leitað sér sálfræðiaðstoðar og greitt stúlk- unni skaðabætur og bætur vegna kostnaðar lögmanns, var refsing mannsins í Hæstarétti ákveðin fangelsi í tíu mánuði. Þar af eru átta mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. - skó Hæstiréttur mildaði í gær dóm yfir manni sem greiddi stúlku fyrir mök: Vissi ekki að stelpan var 13 ára HÆSTIRÉTTUR Maðurinn hefur leitað sér sálfræðiaðstoðar og greitt stúlkunni sem um ræðir skaðabætur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Her og lögregla sýndu litla mótspyrnu og forðuðu sér hið snarasta þegar uppreisn- arsveitir íslamista réðust inn í Mosúl og Tikrít.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.