Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2014, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 13.06.2014, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 13. júní 2014 | FRÉTTIR | 17 REYKJANESBÆR Á tuttugu ára afmæli Reykjanesbæjar kvaddi Árni Sigfússon samstarfsfólk sitt eftir 12 ára setu sem bæjarstjóri. Á vef Víkurfrétta kemur fram að Árni hafi notað tækifærið og kvatt formlega með ræðu þar sem hann lagði áherslu á hversu mikið hefði áunnist í sameinuðu sveitarfélagi. Talaði Árni sérstaklega um þá ákvörðun starfsfólksins að gefa 10-15 prósent af vinnu sinni eftir hrun, sem væri líklega einsdæmi. „Núna þegar ég kveð í þessu hlut- verki er ég mjög bjartsýnn og trúi því að með ykkur er hægt að gera allt vel,“ sagði Árni meðal annars. - ebg Reykjanesbær varð 20 ára: Kvaddi sem bæjarstjóri BÆJARSTJÓRI KVEÐUR Árni Sigfússon hefur verið bæjarstjóri Reykjanesbæjar síðastliðin 12 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÉLAGSMÁL Sérstakt gjafabréf hefur nú verið útbúið á vef Hjálpar starfs kirkjunnar fyrir hinn svokallaða Hemmasjóð sem Hermann Hreiðarsson knatt- spyrnumaður stofnaði fyrr í mán- uðinum. Nú geta þeir sem óska tekið þátt og styrkt verkefnið á vefsíðunni gjofsemgefur.is. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja börn efnalítilla fjöl- skyldna og veita þeim tækifæri til að stunda íþróttir. - bá Hægt að styrkja á vefnum: Gjafabréf fyrir Hemmasjóð HERMANN HREIÐARSSON Landsliðs- fyrirliðinn fyrrverandi stofnaði sjóðinn í byrjun júní. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ÞÝSKALAND Tveir læknar segja að þýski hellakönnuðurinn Johann Westhauser, sem hefur legið slas- aður djúpt í helli í Þýskalandi síðan á sunnudag, sé nægilega hraustur til þess að hægt verði að ná honum út úr hellinum. Hins vegar mun það taka nokkra daga að flytja Westhauser út undir bert loft, því hann var kominn djúpt niður í hellakerfi Riesending-hell- anna, sem eru skammt frá landa- mærum Austurríkis, þegar hann slasaðist á höfði í grjóthruni. Það tók læknana nokkra daga að komast að honum, en þeir vinna nú að því að búa hann undir flutning. Ranghalar hellakerfisins eru víða þröngir og svo þarf að hífa hinn slasaða á nokkrum stöðum upp lóð- rétt göng, enda var hann kominn niður á þúsund metra dýpi þegar hann slasaðist. Westhauser, sem er 52 ára, var í fylgd tveggja hella- könnuða. Annar beið hjá honum á meðan hinn fór til að tilkynna um slysið. Það tók hann 12 klukkustund- ir að komast út úr hellunum. - gb Tugir björgunarmanna vinna að því að ná slösuðum hellakönnuði út úr helli: Slasaður í helli dögum saman BJÖRGUNARAÐGERÐIR Búast má við að það taki nokkra daga að ná mann- inum út úr þröngum ranghölum hella- kerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BJÖRGUNARSTARF Björgunarsveit- ir Slysavarnafélagsins Lands- bjargar aðstoðuðu tvo bilaða báta í gær. Björgunarsveitin Pól- stjarnan á Raufarhöfn var kölluð út vegna báts sem bilaði um 2,5 sjómílur norðaustur af þorpinu. Bátinn rak í átt að landi þegar sveitin kom og dró hann til hafn- ar. Björgunarsveit Hafnarfjarð- ar var kölluð út vegna vélarvana báts út af Álftanesi. Báturinn var tekinn í tog og komið til hafnar í Hafnarfirði. - hg Björgunarsveitir kallaðar út: Aðstoðuðu tvo vélarvana báta REYKJAVÍK Starfsmenn Reykja- víkurborgar eru þessa dagana að mála bekki, borð og hjólahlið í Pollapönkslitum. Litirnir urðu hlutskarpastir í kosningu á vefnum en íbúar gátu einnig valið melónuliti eða strandarliti. Frá 17. júní verða hlutar Laugavegs og Skólavörðu- stígs svokallaðar sumargötur fyrir gangandi vegfarendur, auk Pósthússtrætis frá Kirkjustræti. Sumargöturnar verða mannlífs- götur allt til 1. september. - ebg Sumargötur opnaðar 17. júní: Pollapönksgöt- ur í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.