Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 36

Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 36
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Tíska. Jóganámskeið og Markaður. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir. Sumarréttir. Fataskápurinn. Samfélagsmiðlarnir. 10 • LÍFIÐ 13. JÚNÍ 2014 1VESKIÐMér fannst vanta einhvern fylgihlut hérna með. Mér finnst ekkert leiðin- legt að eiga veski fyrir hvert og eitt til- efni eða dress svo ég á nokkur. Þetta er úr Friis & Company. Það er svo frískandi og sumarlegt þann- ig að mér fannst vel við hæfi að leyfa því að fylgja með. 3 2RAUÐI KJÓLLINNÉg held mikið upp á þessa sumardásemd! Kjóllinn rifjar upp skemmtilegar minning- ar um sól, sumar og brúðkaup bestu vina minna en hann hannaði ég og saumaði ég sjálf fyrir þetta ákveðna tilefni. FATASKÁPURINN ELEGANT EIGIN HÖNNUN Auður Jónsdóttir er að læra viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. Ásamt náminu starfar hún sem meðstjórnandi hjá rafverkstæðinu Agli. Áhugasviðið er fjölbreytt en tíska, fjármála- markaðir og stjórnun eru í miklu uppáhaldi. Í mörg ár hefur hún hannað og saumað eigin fl íkur. 3 SVARTI KJÓLLINN Er ekki nauðsynlegt fyrir alla fataskápa að innihalda einn lítinn svartan kjól? Allavega vantaði mig slíkan og var ekki lengi að uppfylla þá kröfu og hannaði þennan kjól sem passar við nánast allt. 4RÖNDÓTTI JAKKINNÉg elska „sailor“ á sumrin. Það er svo elegant og gengur við svo margt. Ég fer í hann til dæmis við rifnar gallabux-ur, hvíta blússu og létta skó. Það skemm- ir ekkert að skella hatti á höfuðið í góða veðrinu. Ég keypti þennan jakka í Zöru, búð sem klikkar sjaldan. LEÐURJAKKINN Skinnjakkinn er frá mér líka. Mér finnst hann óttalega gæjalegur og svolítill pilot-fílingur yfir honum. Hann poppaði ég upp með lítilli haus- kúpu á rennilás og kraga. Hann er ekki þessi týpíski leðurjakki svo það er gaman að breyta til og slíta sig frá þessum hversdags leðurjakka.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.