Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 13.06.2014, Blaðsíða 48
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32 Uppistaðan er vídeó sem ég fann heima hjá ömmu og er upptaka af afa mínum, Gísla Magnússyni píanóleikara, að æfa 4. píanókons- ert Beethovens heima hjá sér,“ segir Þorgerður Þórhallsdóttir um sýningu sína Nobody will ever die sem opnuð verður í Kunstschlager á morgun. „Hann hafði tekið þetta upp fyrir sjálfan sig og ekki ætlað neinum að sjá.“ Æfing Gísla var undirbúningur fyrir tónleika með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands sem voru í Háskóla- bíói 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist. Þor- gerður vinnur með þessa vídeó- upptöku sem og hljóðupptöku Rík- isútvarpsins af tónleikunum til að skapa nýja frásögn og annað sam- hengi fyrir æfinguna heima í stofu og konsertinn með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Vídeóverkið er sjálfstætt fram- hald af útskriftarverkefni Þor- gerðar úr Listaháskóla Íslands, „Liebestraum“, þar sem hún vann með sjónvarpsupptöku frá 1976 af Gísla að flytja Liebestraum eftir Franz Liszt. „Þá klippti ég risið út úr tónverkinu þannig að eftir stendur endurtekið stef úr Liebes- traum, aftur og aftur.“ Þorgerður hefur einbeitt sér að vinnslu vídeóverka en segir vinnslu lokaverkefnisins í fyrra hafa valdið því að hana hafi farið að langa til að vinna meira með tónlist. Hún lærði sjálf á klarinett í mörg ár. „Afi hvatti mig eindreg- ið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt,“ segir hún. „Það væri svo miklu skemmtilegra að spila í hljómsveit með öðrum.“ Þorgerður var tólf ára þegar afi hennar dó árið 2001 og hún segir dauða hans hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann var að vissu leyti besti vinur minn,“ segir hún. „Ég var mjög mikið hjá afa og ömmu sem barn og hann kenndi mér svo margt.“ Hún segir vel koma til greina að halda áfram að vinna með upptökur afa síns. „Mig langar til þess. Það eru til rosalega margar upptökur með honum sem gaman væri að vinna með. Ég er að fara í mastersnám í Malmö í haust og í umsókninni lagði ég útskriftarverkefnið fram. Þeim fannst þetta mjög áhugavert og vildu sjá meira, þannig að ég á örugglega eftir að gera eitthvað í framhaldinu.“ Sýningin Nobody will ever die verður opnuð í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 klukkan 17 á morg- un. fridrikab@frettabladid.is Opnar sýningu um afa sinn Nobody will ever die nefnist myndlistarsýning Þorgerðar Þórhallsdóttur sem opnuð verður í Kunstschlager á morgun. Þar sýnir hún vídeóverk sem unnið er upp úr tveimur upptökum með afa hennar, Gísla Magnús- syni píanóleikara, sem hafði mikil áhrif á hana en dó þegar hún var tólf ára gömul. ÞORGERÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR „Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmana legt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ilan Volkov stjórnar lokatón- leikum starfsársins hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands í kvöld en þetta eru jafnframt lokatónleikar Volkovs sem aðalhljómsveitar- stjóri hljómsveitarinnar. Fyrir tónleikana verður tónleikakynn- ing í Hörpuhorninu. Flutt verða tvö verk eftir Jón Leifs, Landsýn og Hughreyst- ing, Hljómsveitarverkið Storka (Magma) eftir Hauk Tómasson og 5. sinfónía Sibeliusar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 en Vinafélag Sinfóníunnar stendur fyrir tónleikakynningu í Hörpuhorninu klukkan 18. Kynn- ingin er í höndum Sigurðar Ingva Snorrasonar klarínettuleikara sem fjallar um verk kvöldsins en sérstakur gestur hans er Haukur Tómasson tónskáld. Síðustu tón- leikar Volkovs Lætur ekki að stjórn Helen Halldórsdóttir býr í Buenos Aires þar sem hún rekur tangóskóla og hannar skó. Þar gengur hún undir nafninu La Vikinga, sem lýsir henni vel, enda tók það hana mörg ár að læra að leyfa herranum að stjórna í tangónum. MISSTU ÖLL TENGSL VIÐ RAUNVERULEIKANN Tvíburabræðurnir Kári og Halldór Auðar Svanssynir, sá síðarnefndi kapteinn Pírata í Reykjavík, ræða baráttuna við geðrofssjúkdóma, kannabisneyslu, pólitíkina og ómetanlegan stuðning foreldra sinna í gegnum veikindin. Ísland í aldanna rás Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur rýnir í síðustu sjö áratugi lýðveldisins og breytta tíma fram undan hjá þjóðinni. Meirihlutamyndanir í landinu Fréttablaðið kortleggur hvaða flokkar ráða nú ríkjum í 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.