Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 50

Fréttablaðið - 13.06.2014, Side 50
13. júní 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 34 TÍST VIKUNNAR Atli Fannar @atlifannar 11. júní Þrælkun tryggir hagstætt verð á rækjum á Vesturlöndum. Takk, fermingar- börn og brauðterturnar ykkar. Tíska innblásin af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu Chuck Taylor-skór Forever 21-teygjur Armani Jeans-bolur Melissa x Karl Lagerfeld-skór „Ég hef fengið heilmikil viðbrögð frá vinum og fjölskyldunni enda deildu sumir myndbandinu á Facebook þannig að fleiri gátu séð það,“ segir Kolfinna Þorgríms- dóttir. Hún setti nýlega inn mynd- band við lagið Shelter á Youtube þar sem hún þenur raddböndin og er afar efnileg í tónlistinni. „Lagið Shelter er uppruna- lega frá hljómsveitinni The xx en Birdy gerði ábreiðu með Shel- ter og þannig fékk ég hugmynd- ina. Ég lít mjög upp til Birdy sem tónlistarmanns og fæ mestan innblástur frá henni,“ segir Kol- finna. „Ég hef haft mikinn áhuga á tónlist síðan ég var lítil og sungið síðan ég man eftir mér, oftast ein inni í herbergi,“ bætir Kolfinna við. Hún var ellefu ára þegar hún fór í Söngskóla Reykjavíkur. Þaðan fór hún í söngskóla Maríu Bjarkar og síðar í einkatíma hjá Birgittu Haukdal. En er meira efni væntanlegt frá Kolfinnu? „Vonandi í nánustu framtíð. Auðvitað langar mig að vera í hljómsveit og flytja tónlist með öðrum. Ég er núna að læra á gítar heima og það gefur mér vonandi tækifæri til að semja lög sjálf.“ Kolfinna er dóttir knattspyrnu- goðsins og rithöfundarins Þor- gríms Þráinssonar og eru þau feðgin mjög náin. „Auðvitað fæ ég reglulega góð ráð frá honum. Ég lít upp til hans á öllum sviðum því hann er mín stærsta fyrirmynd.“ Kolfinna stundar nám í Borg- arholtsskóla og stefnir á að ljúka stúdentsprófi í nánustu framtíð. „Mig hefur lengi langað í háskóla í París og svo þykir mér freistandi að reyna fyrir mér sem módel. Ég hef gaman af því að taka myndir en helst langar mig að vinna við eitt- hvað sem tengist tónlist, bæði syngja og semja.“ liljakatrin@frettabladid.is Pabbi er mín stærsta fyrirmynd Kolfi nna Þorgrímsdóttir, dóttir Þorgríms Þráinssonar, fetar tónlistarbrautina. Hún setti nýlega myndband við lagið Shelter á Youtube og vonast til að vinna meira við tónlist í framtíðinni. Hana langar líka að reyna fyrir sér í módelbransanum og jafnvel stunda nám í París. EFNILEG Dreymir stóra drauma sem hún ætlar að láta rætast. MYND/ÚR EINKASAFNI Mig langar að hvetja alla krakka til að láta drauma sína rætast því við getum gert allt sem okkur langar til ef við höfum gott sjálfstraust og leggjum mikið á okkur. Kolfinna Þorgrímsdóttir Hanna Eiríksdóttir @Hannaeir 12. júní Rakinn í Svíþjóð er ekki að gera hárinu mínu neina greiða. #PuffDaddy Líf Magneudóttir lifmagn 12. júní Hekkið ilmaði af grænsápu í morgun eftir eitrun gærdagsins. Dagur B. Eggertsson @Dagurb 12. júní Þetta byrjar vel. Átti að mæta á Rás 2 í morgun með öðrum oddvitum. Svaf yfir mig. #spennufall #dauðursimi Bobby Breiðholt @Breidholt 12. júní Fokk þvottavélar, nú er það hipsterþvottur: Allt með þvottabretti í Laugardalnum. Emmsjé Gauti @emmsjegauti 7. júní „Ég er að taka upp nýtt vídeó,“ sagði Gauti og kom engum á óvart. Listkennsludeild Listaháskólans býður uppá námskeið á meistarastigi fyrir starfandi listgreina kennara og listafólk sem vill sækja sér símenntun. – Skapandi skrif – Listir og sjálfbærni – Námsefnisgerð – Listmeðferð í námi – Listir og menning – Sjúkrahússtrúður – Rödd – spuni – tjáning – Listrannsóknir I – Líkanagerð – Ukulele Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, og umsóknareyðublað er að finna á lhi.is OPIN NÁMSKEIÐ Í LIST KENNSLU- DEILD NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2014 Forever 21-bolur LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.