Fréttablaðið - 21.06.2014, Síða 30

Fréttablaðið - 21.06.2014, Síða 30
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 1 4 2 6 5 7 8 9 12 10 1139 Gönguferðir, gallerí og hellar Vesturland býr yfir gróðursælum dölum, glitrandi bergvatnsám og heitum lindum. Kynngimagnaður Snæfellsjökull setur á það svip og merkir sögustaðir eru við hvert fótmál. Vestanlands getur fólk skemmt sér við að renna fyrir fisk, skella sér í sund, spila golf, skoða söfn og listhús, klífa fjöll, kanna hella, ganga um fjörur og fara í siglingar. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1. Ofan við Undirdjúpin Vatnshellir á Snæfellsnesi er ævintýraveröld í iðrum jarðar. Hann er í Purkhólahrauni á utan- verðu nesinu. Í Vatnshelli eru meðal annars dropasteinsmynd- anir. Undir aðalhellinum eru þrír aðrir hellar sem saman heita því dulúðuga nafni Undirdjúp. Leið- sögumaður fer með fólki í Vatns- helli allt árið. 2. Allir í fótabað Snorralaug í Reykholti er vel þekkt. Færri vita um Guðrúnar- laug í Sælingsdal í Dalasýslu sem heitir eftir kvenskörungnum Guðrúnu Ósvífursdóttur. Laugin var hlaðin upp nýlega ásamt litlu búningsskýli rétt hjá sundlaug- inni á Laugum, og þar með var endurgerð baðlaug sem getið er um í Laxdælu en fór undir skriðu á 19. öld. 3. Namm … nesti Á Vesturlandi vantar ekki vina- lega staði fyrir nestisstopp. Þeirra á meðal eru trjágarðurinn Tröð á Hellissandi og Einkunnir í Borgarnesi sem beygt er inn í af þjóðvegi 1 gegnt golfskálanum Hamri. Á báðum stöðum er grill- aðstaða. Aðeins lengra labb er í Paradísarlaut við fossinn Glanna í Norðurárdal, að henni er göngu- stígur frá golfskálanum á Mið- engjum í grennd við Bifröst. 4. Einstök leið Milli Hellna og Arnarstapa á Snæfellsnesi liggur ekta göngu- leið fyrir fjölskylduna. Þar ber fyrir augu fjölbreytt fuglalíf, kúnstuga kletta og gjár. Þegar sjórinn er æstur spýtist hann í gegnum Músagjá og í klett- inum Valasnös niðri við strönd- ina er Baðstofuhellir með ótal lit- brigðum sem hin síkvika náttúra myndar. Reikna má með að gang- an taki einn og hálfan til tvo tíma. 5. Baðströnd Langisandur er ein af perlum Akraness. Hann er náttúruleg baðströnd með ljósum sandi þar sem ljúft er að sóla sig á góð- viðrisdögum. Þar er staður hinna reisulegustu sandkastala sem MYND/HILMAR MÁR ARASON Fyrir börnin Stelpan Saga og álfa strákurinn Jökull hafa lent í ýmsum ævintýrum. Hægt er að fara í ratleiki með þeim á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, í Grundarfirði, á Eiríksstöðum, í Landnámssetrinu í Borgar- nesi, Reykholti og víðar. Á vesturland.is er leiknum hlaðið niður í smá forriti fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Ævintýri með Sögu og Jökli Útivist Eftir góða gönguferð er ljúft að slaka á í volgri laug Leifsbúð í Búðardal kl. 12-18 Skemman á Hvann- eyri kl. 13-18 Edduveröld í Borgarnesi kl. 10-23 og lengur um helgar en matur er afgreiddur til kl. 21 Kaffi Emil í Grundar firði kl. 9-22 Ljómalind í Borgar- nesi kl. 11-18 Afgreiðslutími 8. Gæðakaffi á góðum stað Skemman er nýtt kaffihús sem opnað var á Hvanneyri fyrir síðustu helgi. Það er í elsta húsi Hvanneyrar sem var byggt sem matarskemma og er allt í upp- runalegum stíl. Þar ráða húsum þær Stephanie Nindel og Rósa Björk Jónsdóttir og þær leggja upp úr alvöru gæðakaffi og flottum vöfflum. 9. Edduveröld Í kaupfélagshúsunum við Eng- lendingavík í Borgarnesi er veit- inga- og kaffihús. Þar er boðið upp á mat sem er unninn frá grunni á staðnum og leitast við að nýta hráefni úr héraði. Goða- fræðisýning er í neðra pakkhúsi og uppi er barnasvæðið Iðavellir og setustofan Himinbjörg. 10. Súpa og saga Kaffi Emil er í Sögumiðstöðinni, Grundargötu 35 á Grundarfirði. Þar er súpa og heimabakað brauð í hádeginu en heimabakaðar kökur, kaffi, kakó og öl allan daginn. Neytum og njótum Sitthvað í boði fyrir sælkerana MYND/HELENA GUTTORMSDÓTTIR 11. Markaðir Ljómalind er markaður á Sólbakka 2 í Borgar- nesi. Þar eru matvara úr héraðinu, hekluð teppi og annað handverk, krem og smyrsl og blóm á pallinn. Við Akratorg á Akranesi er antík- og matarmark- aður um helgar og í sumar verða þrír sveitamarkaðir í Borgarfirði. Sá fyrsti í dag í Reykholti. Þar er áherslan á rabarbara. Matvara og handverk VESTURLAND ÚTIVIST OG AFÞREYING 3 7 11 8 EINKUNNIR Fjölbreyttur fólkvangur við Borgarnes. verða svo öldum að bráð á næsta flóði. Á Langasandi er sturta með heitu vatni og margir skella sér í sjósund þaðan. Þess má geta að Langisandur hefur hlotið Bláfán- ann sem er alþjóðleg umhverfis- vottun Landverndar. 6. Söguslóðir Við smábátahöfnina í Búðar- dal stendur Leifsbúð sem hefur að geyma bæði fróðleik og fæðu því hún er upplýsingamiðstöð og kaffihús. Þar er sýning um landafundi víkinga í Vestur- heimi og á líkani af Dölunum sjást helstu sögustaðir Sturlungu og Laxdælu. Myndir frá Eiríks- stöðum í Haukadal prýða veggi en þar er tilgátubær landkönnuð- arins Eiríks rauða og konu hans Þjóðhildar. 7. Gaman að veiða Ótal vötn eru á Vesturlandi. Á Þór isstöðum í Svínadal eru seld leyfi í Svínavatn á 1.600 krónur fyrir hálfan dag og 2.500 heilan. Leyfi í Bauluvallavatn og Hrauns- fjarðarvatn sem eru á heiðinni milli Vegamóta og Stykkishólms fást í veiðihúsinu við Straumfjarð- ará, vestan Vegamóta. Þar kostar stöngin 1.000 krónur yfir daginn. MYND BJÖRN FÁLKI FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 12 STYKKISHÓLMUR Þaðan er farið í ævintýrasiglingar út á Breiðafjörð. Þar er níu holu golfvöllur, sundlaug, sex gallerí, Vatnasafn og Eldfjallasafn svo nokkuð sé nefnt. Svo er stutt á Helgafell og þar geta menn hitt á óskastund.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.