Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 30

Fréttablaðið - 21.06.2014, Page 30
21. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 1 4 2 6 5 7 8 9 12 10 1139 Gönguferðir, gallerí og hellar Vesturland býr yfir gróðursælum dölum, glitrandi bergvatnsám og heitum lindum. Kynngimagnaður Snæfellsjökull setur á það svip og merkir sögustaðir eru við hvert fótmál. Vestanlands getur fólk skemmt sér við að renna fyrir fisk, skella sér í sund, spila golf, skoða söfn og listhús, klífa fjöll, kanna hella, ganga um fjörur og fara í siglingar. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1. Ofan við Undirdjúpin Vatnshellir á Snæfellsnesi er ævintýraveröld í iðrum jarðar. Hann er í Purkhólahrauni á utan- verðu nesinu. Í Vatnshelli eru meðal annars dropasteinsmynd- anir. Undir aðalhellinum eru þrír aðrir hellar sem saman heita því dulúðuga nafni Undirdjúp. Leið- sögumaður fer með fólki í Vatns- helli allt árið. 2. Allir í fótabað Snorralaug í Reykholti er vel þekkt. Færri vita um Guðrúnar- laug í Sælingsdal í Dalasýslu sem heitir eftir kvenskörungnum Guðrúnu Ósvífursdóttur. Laugin var hlaðin upp nýlega ásamt litlu búningsskýli rétt hjá sundlaug- inni á Laugum, og þar með var endurgerð baðlaug sem getið er um í Laxdælu en fór undir skriðu á 19. öld. 3. Namm … nesti Á Vesturlandi vantar ekki vina- lega staði fyrir nestisstopp. Þeirra á meðal eru trjágarðurinn Tröð á Hellissandi og Einkunnir í Borgarnesi sem beygt er inn í af þjóðvegi 1 gegnt golfskálanum Hamri. Á báðum stöðum er grill- aðstaða. Aðeins lengra labb er í Paradísarlaut við fossinn Glanna í Norðurárdal, að henni er göngu- stígur frá golfskálanum á Mið- engjum í grennd við Bifröst. 4. Einstök leið Milli Hellna og Arnarstapa á Snæfellsnesi liggur ekta göngu- leið fyrir fjölskylduna. Þar ber fyrir augu fjölbreytt fuglalíf, kúnstuga kletta og gjár. Þegar sjórinn er æstur spýtist hann í gegnum Músagjá og í klett- inum Valasnös niðri við strönd- ina er Baðstofuhellir með ótal lit- brigðum sem hin síkvika náttúra myndar. Reikna má með að gang- an taki einn og hálfan til tvo tíma. 5. Baðströnd Langisandur er ein af perlum Akraness. Hann er náttúruleg baðströnd með ljósum sandi þar sem ljúft er að sóla sig á góð- viðrisdögum. Þar er staður hinna reisulegustu sandkastala sem MYND/HILMAR MÁR ARASON Fyrir börnin Stelpan Saga og álfa strákurinn Jökull hafa lent í ýmsum ævintýrum. Hægt er að fara í ratleiki með þeim á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, í Grundarfirði, á Eiríksstöðum, í Landnámssetrinu í Borgar- nesi, Reykholti og víðar. Á vesturland.is er leiknum hlaðið niður í smá forriti fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Ævintýri með Sögu og Jökli Útivist Eftir góða gönguferð er ljúft að slaka á í volgri laug Leifsbúð í Búðardal kl. 12-18 Skemman á Hvann- eyri kl. 13-18 Edduveröld í Borgarnesi kl. 10-23 og lengur um helgar en matur er afgreiddur til kl. 21 Kaffi Emil í Grundar firði kl. 9-22 Ljómalind í Borgar- nesi kl. 11-18 Afgreiðslutími 8. Gæðakaffi á góðum stað Skemman er nýtt kaffihús sem opnað var á Hvanneyri fyrir síðustu helgi. Það er í elsta húsi Hvanneyrar sem var byggt sem matarskemma og er allt í upp- runalegum stíl. Þar ráða húsum þær Stephanie Nindel og Rósa Björk Jónsdóttir og þær leggja upp úr alvöru gæðakaffi og flottum vöfflum. 9. Edduveröld Í kaupfélagshúsunum við Eng- lendingavík í Borgarnesi er veit- inga- og kaffihús. Þar er boðið upp á mat sem er unninn frá grunni á staðnum og leitast við að nýta hráefni úr héraði. Goða- fræðisýning er í neðra pakkhúsi og uppi er barnasvæðið Iðavellir og setustofan Himinbjörg. 10. Súpa og saga Kaffi Emil er í Sögumiðstöðinni, Grundargötu 35 á Grundarfirði. Þar er súpa og heimabakað brauð í hádeginu en heimabakaðar kökur, kaffi, kakó og öl allan daginn. Neytum og njótum Sitthvað í boði fyrir sælkerana MYND/HELENA GUTTORMSDÓTTIR 11. Markaðir Ljómalind er markaður á Sólbakka 2 í Borgar- nesi. Þar eru matvara úr héraðinu, hekluð teppi og annað handverk, krem og smyrsl og blóm á pallinn. Við Akratorg á Akranesi er antík- og matarmark- aður um helgar og í sumar verða þrír sveitamarkaðir í Borgarfirði. Sá fyrsti í dag í Reykholti. Þar er áherslan á rabarbara. Matvara og handverk VESTURLAND ÚTIVIST OG AFÞREYING 3 7 11 8 EINKUNNIR Fjölbreyttur fólkvangur við Borgarnes. verða svo öldum að bráð á næsta flóði. Á Langasandi er sturta með heitu vatni og margir skella sér í sjósund þaðan. Þess má geta að Langisandur hefur hlotið Bláfán- ann sem er alþjóðleg umhverfis- vottun Landverndar. 6. Söguslóðir Við smábátahöfnina í Búðar- dal stendur Leifsbúð sem hefur að geyma bæði fróðleik og fæðu því hún er upplýsingamiðstöð og kaffihús. Þar er sýning um landafundi víkinga í Vestur- heimi og á líkani af Dölunum sjást helstu sögustaðir Sturlungu og Laxdælu. Myndir frá Eiríks- stöðum í Haukadal prýða veggi en þar er tilgátubær landkönnuð- arins Eiríks rauða og konu hans Þjóðhildar. 7. Gaman að veiða Ótal vötn eru á Vesturlandi. Á Þór isstöðum í Svínadal eru seld leyfi í Svínavatn á 1.600 krónur fyrir hálfan dag og 2.500 heilan. Leyfi í Bauluvallavatn og Hrauns- fjarðarvatn sem eru á heiðinni milli Vegamóta og Stykkishólms fást í veiðihúsinu við Straumfjarð- ará, vestan Vegamóta. Þar kostar stöngin 1.000 krónur yfir daginn. MYND BJÖRN FÁLKI FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 12 STYKKISHÓLMUR Þaðan er farið í ævintýrasiglingar út á Breiðafjörð. Þar er níu holu golfvöllur, sundlaug, sex gallerí, Vatnasafn og Eldfjallasafn svo nokkuð sé nefnt. Svo er stutt á Helgafell og þar geta menn hitt á óskastund.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.