Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 4

Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 4
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður Tilfærsla höfuðstöðva Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í ræðu á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar í gær. „Það er síðan í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum,“ sagði Sigmundur Davíð. hjól eru undir stærstu fl ugvél heims sem er af gerðinni Anto- nov 225 og lenti á Kefl a- víkurfl ugvelli í vikunni. 32 1.290 krónur 216.000 lestir er heildarafl i þorsks fyrir næsta fi skveiðiár samkvæmt ákvörðun sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra. 4 mánuðirer sá tími sem líða mun áður en Luiz Suarez má stíga fæti á fótboltavöll á ný eft ir að FIFA refsaði honum fyrir að bíta andstæðing sinn í öxlina. 1.200 1.332 HEIMILI urðu fyrir verulegu tjóni í fl óðinu í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. kílómetrar er vegalengdin sem keppendur í WOW Cyclothon-hjólreiða- keppninni fóru. FISKISTOFA FLYTUR Fiskistofa annast ýmsa stjórnsýslu á sviði sjávarútvegsmála, fiskeldis og hvalveiða, auk þess að safna upplýsingum um þessa málaflokka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta kemur mér verulega á óvart og þetta eru slæmar fréttir fyrir bæjarfélagið. Það er alltaf slæmt að missa svo stóran vinnustað úr bænum“ segir Rósa Guðbjartsdótt- ir, formaður bæjarráðs Hafnafjarðarbæjar, um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Rósa segir bæjarfulltrúa fyrst hafa frétt af málinu í gær. „Við höfum nú þegar óskað eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um ákvörðunina,“ segir Rósa. Hún telur rök- semd ráðuneytisins um fjölgun opinberra starfa á höfuðborgarsvæðinu ekki eiga við Hafnarfjarðarbæ: „Opinberum störfum hefur fækkað í Hafnarfirði undanfarin ár. St. Jósefsspítali var lagður niður fyrir nokkrum árum. Svo eru uppi áform um að leggja niður Sýslumannsembættið í Hafnarfirði.“ Slæmar fréttir fyrir Hafnarfjarðarbæ Starfsmenn voru algjörlega niðurbrotnir eftir fundinn og í áfalli, bæði forstjóri og starfs- menn. Þetta kom eins og köld vatnsgusa framan í okkur. Alma Jónsdóttir, skjalastjóri Fiskistofu Hér er mikill mann- auður sem mun aldrei fylgja stofnuninni norður. [...] Við vorum ekki á nokkurn hátt vinnufær eftir þessar fregnir í dag og margir brotnuðu niður. Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna Fiskistofu 21.06.2014 ➜ 27.06.2014 kostaði köku- sneiðin í Mý- vatnssveit sem varð tilefni til umræðu um verðlagningu í íslenskum ferðaiðnaði. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is STJÓRNSÝSLA Starfsmenn Fiski- stofu líta á flutning Fiskistofu til Akureyrar sem fjöldauppsögn og voru í tilfinningalegu uppnámi eftir fund með sjávarútvegsráð- herra í gær. Sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er vonast eftir að flutningur verði að fullu afstaðinn í lok árs 2015. Eftir hádegi í gær var haldinn starfsmannafundur að beiðni for- stjóra Fiskistofu og var hringt í starfsmenn í sumarfríum og þeir hvattir til að mæta á fundinn. Fundarefni var ekki gefið út fyrir fundinn og mætti Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra á fundinn og færði starfsmönnum fregnirnar. Alma Jónsdóttir, skjalastjóri Fiskistofu, segir starfsmenn hafa verið niðurbrotna eftir fundinn. „Það var þannig að á fimmtu- dagsmorgun var boðaður starfs- mannafundur að ósk forstjóra. Það var mikill kvíði í starfs- mönnum sem vissu ekkert hvert fundarefnið var. Ráðherra mætti á fundinn og tjáði okkur þessar breytingar. Það væri í anda stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja störf út á landsbyggðina. Hann útskýrði þetta ekkert frekar fyrir okkur og starfsmenn voru algjörlega niður- brotnir eftir fundinn og í áfalli, bæði forstjóri og starfsmenn. Þetta kom eins og köld vatnsgusa framan í okkur,“ sagði Alma. Sigurður Ingi bauðst til þess að svara fyrirspurnum starfsmanna en fáar spurningar komu frá starfsmönnum. Alma lýsir fund- inum á þann hátt að flestir starfs- manna hafi verið felmtri slegnir. „Einn starfsmanna tjáði ráð- herra að hann væri í algjöru losti við fregnirnar og sagðist ekki getað spurt ráðherra á þessu stigi málsins. Ráðherra bauðst þá til að mæta aftur að viku liðinni og ræða við okkur starfsfólk og því boði var tekið. Þetta er langstærsti flutningur opinberrar stofnunar í sögu lýðveldisins.“ Þegar Alma er spurð út í það hvernig henni hugnist að flytjast búferlum til Akureyrar segir hún of stutt síðan hún hafi fengið frétt- irnar til að geta svarað því. „Ég er nýbúin að fá þessar frétt- ir og ég, eins og allir starfsmenn, er bara að melta þetta. En starfs- menn eru auðvitað misvel í stakk búnir til að flytja norður. Til að mynda er starfsaldur nokkuð hár og fólk sem komið er yfir miðjan aldur er auðvitað ekkert að fara neitt. En svona er lífið og maður veit ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir Alma. Margir starfsmanna eru í stöð- ugri samvinnu við ráðuneytið og eru daglega á fundum í ráðuneyt- inu. Af þeim sökum telja starfs- menn þennan flutning ekki hafa neitt hagræði í för með sér. Á meðan öll stjórnsýsla sjávarút- vegsmála sé staðsett í Reykjavík sé auðséð að óhagræðið er mikið. Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir er trúnaðarmaður starfsmanna Fiskistofu. „Starfsmenn eru harmi slegnir og við erum miður okkar eftir fréttirnar. Við erum enn að melta þetta. Þessar fréttir komu sem köld vatnsgusa framan í starfsmenn.“ Hún segir mikinn ugg í starfs- fólki. „Hér er mikill mannauður sem mun aldrei fylgja stofnuninni norður. Hér innandyra er gífur- lega mikil þekking á sjávarútvegi, fólk sem hefur unnið hjá Fiski- stofu frá stofnun. Við starfsmenn horfum á þetta þannig að þetta sé svartur dagur í sögu stofnunar- innar. Við vorum ekki á nokkurn hátt vinnufær eftir þessar fregnir í dag og margir brotnuðu niður.“ Jóhanna telur, líkt og Alma, að mjög fáir, ef nokkur, flytjist til Akureyrar með Fiskistofu. „Ég reikna ekki með því að marg- ir flytji og tel líklegra að eng- inn fari. Hér eru allir með maka og börn og sumir hverjir barna- börn og fasteignir. Það eru miklar skuldbindingar sem starfsmenn hafa hér í Reykjavík. Einnig er enginn hægðarleikur að finna sér leiguhúsnæði á Akureyri,“ segir Jóhanna. Hún segir að starfsmenn Fiski- stofu líti á flutning stofnunarinn- ar sem fjöldauppsögn í einhverj- um búningi. „Það fengu allir áfall og við sitjum eftir vitandi lítið sem ekkert. Þetta er ekkert nema fjöldauppsögn. Það er verið að taka störfin og flytja þau í burtu. Við erum líklega bara á leið á atvinnu- leysisbætur, en það er kannski betra að hafa fólk atvinnulaust í Reykjavík en á Akureyri, maður veit það ekki.“ sveinn@frettabladid.is Starfsmenn Fiskistofu harmi slegnir Sjávarútvegsráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu að til stæði að flytja stofnunina til Akureyrar á fundi í gær. Lítum á flutning stofnunarinnar sem fjöldauppsögn, segir trúnaðarmaður starfsmanna. Segir að fáir, ef nokkrir, starfsmenn muni flytja með stofnuninni. Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HLÝTT UM HELGINA Dálítil rigning A-lands og víða stöku skúrir, einkum V-til. Léttskýjað SA-til fyrrihluta dags. Á mánudag hvessir V- og S-til og bætir í úrkomu. Hiti 10-20 stig. 11° 4 m/s 12° 4 m/s 13° 2 m/s 14° 3 m/s Víða hægviðri 8-13 m/s V-til, annars hægari Gildistími korta er um hádegi 27° 33° 13° 18° 20° 17° 28° 18° 18° 25° 20° 34° 31° 30° 26° 24° 18° 23° 18° 3 m/s 12° 3 m/s 13° 2 m/s 12° 4 m/s 15° 2 m/s 13° 3 m/s 11° 2 m/s 13° 12° 10° 10° 17° 13° 16° 17° 15° 13° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN 3JA HÆÐ Í KRINGLUNNI Af sérstökum ástæðum er til sölu eða leigu rekstur Hársnyrtistofu, allar innréttingar til staðar (neglur – förðun). Stofa hefur verið rekin þar frá 1987. Þá getur húsnæðið líka verið til sölu og/eða leigt fyrir ýmsan rekstur Áhugasamir geta haft samband á póstfangið 3hkringlan@gmail.com 350 METRAR er breiddin á nýjum ósi Lagarfl jóts og Jökulsár á Dal í botni Héraðsfl óa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.