Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.06.2014, Qupperneq 10
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 ORKUMÁL Frá áramótum hefur fjórum sinnum þurft að grípa til skerðingar á raforku til fyrirtækja á svæðinu frá Eyjafirði í norðri og til Djúpavogs í austri. Ástæða skerðingarinnar er sú að byggða- línan annar ekki því álagi sem er á henni og hún getur ekki annað eftirspurn. Þetta kemur sér afar illa fyrir fyrirtæki á Norður- og Austurlandi. Í sumum tilvikum hefur tilkynning borist til fyrir- tækja aðeins fjórum tímum áður en raforka er skert til þeirra. Þrátt fyrir að byggðalínan hafi ekki annað álaginu á norðaustur- horni landsins var álagið minna en venjulega á þessum tíma. Til að mynda veiddist lítið af loðnu í febrúar og mars. Það hafði þau áhrif að loðnubræðslur á Aust- urlandi þurftu ekki eins mikið rafmagn og við það var álag- ið á byggðalínuna minna en ella. „Horfa verður á orkuflutninga milli landshluta sem einn hluta af samgöngukerfinu,“ segir Íris Baldursdóttir, deildarstjóri kerf- isstjórnar og markaðar Landsnets. Flutningsgeta byggðalínunnar er ekki nægjanlega mikil milli landshluta. Byggðalínan á að sinna öllum notendum kerfisins og fram- kvæmdir til styrkingar byggða línu eru notendum alls staðar á landinu til hagsbóta. „Flutningsgeta byggðalínunn- ar er ekki nema um fimm prósent af öllu því rafmagni sem notað er hverju sinni sem þýðir að línan býður ekki upp á mikinn sveigjan- leika, jafnt fyrir framleiðendur rafmagns sem vilja geta selt raf- orku um allt land, sem og fyrir fyrirtæki og einstaklinga víðs vegar um landið sem vilja búa við trygga orku,“ segir Íris. Mjólkursamlagið á Akureyri býr við ótryggan orkuflutning og kom fram í máli Kristínar Halldórs- dóttur að fyrirtækið hefði aðeins fengið fjögurra tíma fyrirvara þegar ein skerðingin átti sér stað í vor. Að hennar mati hefði þetta verið afar lítill fyrirvari og ekki nægjanlegur nema til að stöðva framleiðslu um tíma í samlaginu. Íris segir þetta eiga sér þá skýr- ingu að vilji Landsnets sé sá að skerða sem allra minnst raforku til notenda. Ef Landsnet þyrfti að spá fram í tímann þá væru eflaust skerðingarnar fleiri en ella. Af þeim sökum þurfi því stundum að grípa til skerðingar með stuttum fyrirvara. Landsnet skilji samt sem áður áhyggjur fyrirtækja á svæðunum og reyni að gera allt til að orkan verði skert sem sjaldnast og það vari í eins stuttan tíma og þurfa þykir í hvert sinn. sveinn@frettabladid.is Flutn- ingsgeta byggðalínunn- ar er ekki nema um fimm prósent af öllu því rafmagni sem notað er hverju sinni sem þýðir að línan býður ekki upp á mikinn sveigjanleika. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri á Akureyri EVRÓPUMÁL Viktor Orban, forsæt- isráðherra Ungverjalands, var sá eini sem David Cameron, forsæt- isráðherra Bretlands, tókst að fá til liðs við sig þegar greidd voru atkvæði um næsta forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Jean-Claude Juncker frá Lúxem- borg varð fyrir valinu þrátt fyrir harða andstöðu Camerons, sem hafði vikum saman reynt hvað hann gat til þess að fá hina leið- togana til að fallast á aðra lausn. Þegar á reyndi hafði Juncker stuðning 26 ríkja af 28. „Þetta er slæmur dagur fyrir Evrópu,“ höfðu fjölmiðlar eftir Cameron í gær, en hann sagðist þó líta svo á að hann hefði aðeins tapað orrustu en ekki stríðinu. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari hafði gefið Cameron vonir um að hún myndi geta fallist á annan mann í embættið, en hélt sig á end- anum við þann sem hún upphaf- lega studdi, nefnilega Juncker. Þá voru það vonbrigði fyrir Cameron að hvorki Fredrik Rein- feldt né Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherrar Svíþjóðar og Danmerkur, stóðu með honum. Andstaða Camerons við Junck- er er byggð á því að hann muni leggja alla áherslu á að fá Evrópu- sambandinu meiri völd á kostn- að aðildarríkjanna. Þetta gengur þvert á þau loforð sem Cameron Þetta er slæmur dagur fyrir Evrópu. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands HÚSNÆÐI ÓSKAST TIL LEIGU Viðlagatrygging Íslands óskar eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar Miðað er við afhendingu þann 1. desember 2014. Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 170-350m². Húsnæðið skal vera hefðbundið skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Fyrirspurnir varðandi verkefnið skulu sendar á netfangið vidlagatrygging@vidlagatrygging.is, merktar“Skrifstofuhúsnæði VTÍ”. Frestur til fyrirspurna rennur út fimmtudaginn 10. júlí 2014, svör við fyrirspurnum verða send fyrir 15. júlí 2014. Húslýsing og upplýsingar um gögn sem fylgja skulu tilboði má finna á heimasíðu Viðlagatryggingar Íslands: www.vidlagatrygging.is Leigutilboðum skal skila til Viðlagatryggingar Íslands, Borgartúni 6, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn, 21. júlí 2014. Merkt : Leiga á húsnæði fyrir Viðlagatryggingu Íslands. VÆNGIR OG RIF VÆNGIR OG RIF 1990kr. MIÐAÐ VIÐ TVO EÐA FLEIRI HOT AND STICKY SVÍNARIF / THAI KJÚKLINGAVÆNGIR STEIKT HRÍSGRJÓN / HRÁSALAT / SWEET CHILLI SÓSA Hringdu nú na! Sæktu eða f áðu matinn send an heim 588 9899 Á M A N N Loðnuvertíðin hafði áhrif á byggðalínuna Byggðalína er svo löskuð að lítil veiði á loðnu varð þess valdandi að skerðing á raforku var minni en gert var ráð fyrir. Flutningsgeta byggðalínunnar er aðeins fimm prósent af öllu því rafmagni sem notað er hverju sinni. UNNIÐ VIÐ RAFLÍNUR Raforka hefur verið skert í fjórgang frá áramótum. Afkasta- geta byggðalínunnar er ekki nægjanleg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Leiðtogaráð ESB vill að Juncker verði forseti framkvæmdastjórnarinnar: Vilji Camerons var hundsaður ÓSÁTTUR Í BRUSSEL David Cameron mætir til leiðtogafundar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP hefur gefið Bretum um að hann ætli að berjast fyrir því að aðild- arríkin fái aftur til baka eitthvað af þeim völdum sem framseld hafa verið til Brussel. Cameron er einnig afar ósáttur við það nýja fyrirkomulag að Evr- ópuþingið ráði úrslitum um valið á forseta framkvæmdastjórnar- innar. „Ég hef sagt leiðtogum ESB að þeir gætu átt eftir að sjá eftir þess- ari nýju aðferð við að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar,“ skrif- aði Cameron á Twitter-síðu sína í gær. „Ég mun alltaf taka málstað Bretlands.“ Juncker er talinn eiga vísan stuðning yfirgnæfandi meirihluta hins nýkjörna Evrópuþings, en þingið mun taka afstöðu um miðj- an næsta mánuð. - gb
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.