Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 19

Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 19
LAUGARDAGUR 28. júní 2014 | HELGIN | 19 er alltaf að læra eitthvað nýtt, núna er ég til dæmis að læra að fljúga flugvél. Það er lykillinn að því að halda sér ungum. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er orðið of seint að láta þann æskudraum rætast að læra læknisfræði sem var það sem mig langaði mest til að gera.“ Ýmsum hafa þótt bloggpistl- arnir ansi gagnrýnir á samfélagið en Guðbergur blæs á það. „Mér finnst það ekki. Það er mér bara eðlislægt að velta hlutum fyrir mér og ég er alinn upp við það að alltaf væri verið að ræða hlut- ina. Heima var endalaust verið að ræða og deila um eitthvað og það voru aldrei neinir tveir sam- mála. Maður var aldrei ómeðvit- aður um það sem var að gerast. Mér finnst samfélagið vera mjög heillandi og sérstaklega þessir útrásarvíkingar og fallið, sem ég vil heldur kalla fellir. Þessir menn gerðu eitthvað stórkostlegt, þeim tókst að fella heilt samfélag, örfá- um mönnum. Þetta eru náttúru- lega algjörir snillingar og þeir settu landið á hausinn með sam- þykki þjóðarinnar, enda voru þeir nákvæmlega eins og þjóðin að því leyti að þeir höfðu ekkert menningarvit, þeir hugsuðu bara um munað. Þeir keyptu ekkert af málverkum, engin listaverk eins og auðmenn í öðrum löndum gera. Undir niðri voru þeir bara íslensk- ir villimenn eins og allir aðrir. Allir peningarnir fóru í glingur, þeir keyptu ekkert sem er varan- legt. Þessi þjóð hefur óbeit á öllu sem stenst tímans tönn og kann ekki að meta það sem er mik- ils virði. Menning okkar er svo grunn.“ Opnar plastpokann Guðbergur hefur áratugum saman verið með annan fótinn á Spáni þar sem hann á íbúð í Madrid og hann segist líta á það sem skyldu sína að kynna spænsk- an menningarheim fyrir Íslend- ingum, sem hann hefur gert með ófáum þýðingum á meistaraverk- um spænskrar tungu. „Ég hef skyldutilfinningu bæði gagnvart þjóð minni og gestaþjóð minni. Ég flutti stóran hluta spænska GUÐBERGUR BERGSSON „Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, núna er ég til dæmis að læra að fljúga flugvél. Það er lykillinn að því að halda sér ungum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI menningarheimsins hingað heim á skipulagðan hátt með þýðingum. Hins vegar hugsar maður ekk- ert um það hvort þjóðin kunni að meta það framlag, þetta er bara skyldutilfinning hins menntaða manns, sem spratt að hluta til upp úr því að ég var alltaf innan um þannig fólk og smitaðist af því.“ Þú hefur alltaf verið með annan fótinn á Íslandi, datt þér aldrei í hug að flytja alfarið til Spánar? „Nei, það er mér nauðsynlegt að vera hér. Ég hef aldrei verið með Spán á heilanum. Ég hef stundum hitt fólk sem hefur þau lönd sem það hefur dvalið langdvölum í á heilanum, en mér finnst það voða- lega tilgerðarlegt.“ Það er hægur leikur að gleyma sér við að hlusta á frásagnir Guð- bergs af lífi sínu og því fólki sem hann hefur umgengist í gegnum tíðina, en tíminn er hlaupinn og ekkert svigrúm fyrir aðra spurn- ingu en þessa hefðbundnustu allra spurninga: Hvað er framundan? „Ég þarf að ganga frá kvikmynd og ég þarf að ganga frá annarri skáldsögu sem er alveg ægilega stór. Hún hefur legið í plastpoka á gólfinu heima í tvö, þrjú ár og kannski opna ég nú plastpokann og lýk við hana.“ 24 Þjóðareinkenni: Að vera eitt í dag og annað á morgun er að verða ekkert „þá upp er staðið“. 56 Þjóðir eru sjálfum sér verstar með góðri hjálp frá vænum vinaþjóðum. 82 Líf ódauðlegs listamanns hefst þegar hann hefur legið nógu lengi dauður. ➜ Úr Litlu hugsanabókinni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.