Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 23

Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 23
LAUGARDAGUR 28. júní 2014 | HELGIN | 23 ÆVINTÝRI Lærir að kveikja eld með Masaímönnum í Kenía. ALÞJÓÐLEGT Hluti starfsfólks samankominn í Suður-Súdan. NÝFÆDD Barn sem Gunnhildur tók á móti í flóttamannabúð- unum í Suður-Súdan. HEITT OG RAKT Gunnhildur í gallanum sem hún þarf að vinna í á meðan ebólufaraldurinn stendur yfir. Hún viðurkennir að bara sé hægt að vinna í stuttan tíma í senn og algengt að það líði yfir fólk í heitu og röku loftslaginu. Langt og strangt inntökuferli Eftir Malaví fór Gunnhildur að vinna á Landspítalanum. Þar blöskruðu henni vinnuaðstæður svo mikið að hún sagði upp og hélt til Óslóar að vinna í heimahjúkr- un. „Mér fannst ekki forsvaran- legar vinnuaðstæður heima, allt of mikið álag á fáa hjúkrunarfræð- inga. Ég fékk nóg eftir eina nætur- vakt þar sem ég var ein með fulla deild af mjög veikum sjúklingum og tveir urðu bráðveikir á sama tíma. Ég gat ekki verið á tveimur stöðum í einu og þetta var mikið álag. Ég sá ekki fram á að ástandið á spítalanum væri að fara að batna og gat ekki hugsað mér að taka næstu vaktir, krossa putta og vona að það kæmi ekkert fyrir. Því ef eitthvað gerðist á minni vakt gæti ég ekki fyrirgefið mér. Þannig að ég ákvað að hætta og það var mjög góð tilfinning. Svo ég flutti til Nor- egs, eins og svo margir íslenskir hjúkrunarfræðingar, og réð mig í heimahjúkrun.“ Þaðan var förinni heitið til Stokkhólms í meistaranámið þar sem Gunnhildur kynntist alls kyns hjálparsamtökum og þar á meðal Læknum án landamæra. Kennari hennar var stofnandi samtakanna í Svíþjóð og Gunnhildur ákvað að sækja um. „Það er heljarinnar inntökuferli sem stendur yfir í marga mánuði. Maður þarf að standast alls kyns próf, til dæmis persónuleikapróf, rökhugsunarhópæfingar og hæfn- ispróf. Heilbrigðismenntun er ekki forsenda fyrir því að vinna fyrir samtökin þar sem við þurfum á öllum að halda, það þarf að setja upp tjöld, tengja rafmagn, tryggja framboð á vatni og svo framveg- is. Handlagnir gaurar eru í uppá- haldi hjá okkur og eru í raun mikilvægasti hlekkurinn í starf- seminni. Það er ekki nóg að senda hjúkkuna af stað með pillurnar í ferðatöskunni. Það er algengur misskilningur að samtökin snúist bara um lækna því hér er fólk úr öllum áttum og með fjölbreyttan bakgrunn.“ Gunnhildur segir mikilvægt að hugsa út fyrir kassann og vinna vel í teymi í starfinu, enda geta komið upp ýmsar aðstæður við störf. Þá er góður kostur að geta unnið vel undir pressu. Mikil eymd og ömurleiki Haustið 2012 fór Gunnhildur í sitt fyrsta verkefni á vegum samtak- anna. Áfangastaðurinn var Mið- Afríkulýðveldið þar sem hún var í þrjá mánuði. „Þrátt fyrir að þetta væri mín fyrsta för fyrir samtök- in fékk ég ekki þetta klassíska Afr- íkumenningarsjokk enda hafði ég tekið það út í Malaví. En auðvitað er breyting að flytja frá Ósló til lítils sveitaþorps í regnskóginum í Afr- íku. Maður er samt búinn að búa sig undir það og venst rafmagnsleysinu fljótt. Þarna voru fallegustu stjörn- ur sem ég hef séð.“ Síðan þá hefur Gunnhildur verið í sex mánuði sem hjúkka í flótta- mannabúðum í Suður-Súdan, þar sem hún meðal annars gegndi stöðu yfirmanns um tíma. Þar var farald- ur af lifrarbólgu E þar sem ófrískar konur voru einna helst í áhættuhópi. „Það dóu ansi margir hjá okkur þar. Mikið var um fyrirburafæðingar og við vorum með börn niður í 700 grömm og engar græjur til að hugsa um þau.“ Aðspurð hvernig það sé að vinna í svona aðstæðum þar sem ómögulegt sé að bjarga öllum svar- ar Gunnhildur: „Þetta er mjög erfitt en maður verður að koma þeirri hugsun í gegn að maður getur ekki bjargað öllum og ef við værum ekki þarna myndu fleiri deyja. Við erum að bjarga einhverjum. Maður sér mikið af eymd og ömurleika en ég hef alltaf hugsað að ég geti ekki ein bjargað heimunum. Maður hins vegar verður að trúa því að maður sé að gera eitthvert gagn. Ef maður fer í einhvern efa varðandi það þá missir maður vitið fljótt, og trúðu mér, það gera það margir. En maður er alltaf með aðgengi að sálfræðiaðstoð hjá samtökunum og þeir hugsa vel um þessa hlið.“ Tveir ólíkir heimar Næst á dagskrá hjá Gunnhildi er ebóluverkefni í Síerra Leóne. Hún er spennt fyrir að fara en greini- lega orðin þaulvön hlutum sem koma öðrum spánskt fyrir sjónir á borð við sóttkví, bólusetningar og flug á framandi slóðir. Hún viður- kennir að það sé komin smá pressa á að festa rætur, eignast heimili og stofna fjölskyldu. Hún finnur þó aðallega fyrir því þegar hún kemur heim til Íslands. „Ég gæti verið í þessu 100 prósent en vel að taka mér smá frí á milli verkefna. Fara til Óslóar í heima- hjúkrunina enda mikilvægt að halda tengslum og ekki detta alveg út. Þegar kallið kemur set ég tvær ferðatöskur í geymslu úti og fer. Það er erfitt að sameina þessa tvo heima og ef ég get ráðið því í fram- tíðinni ætla ég til dæmis að reyna að sleppa því að koma aftur heim beint í jólaösina. Þar kristallast munurinn á milli heimanna tveggja. Það er svo mikil geðveiki í samfé- laginu, yfirnóg af mat og allir að keppast við að kaupa flottast, mest og dýrast. Ég kom einu sinni beint frá Mið-Afríku heim um jól og það var erfiður tími að koma heim. Til dæmis hitti ég vinkonur mínar þar sem var allt fullt af mat og allir að ræða hversu margar og dýrar gjaf- ir væri búið að kaupa. Mér hrein- lega ofbauð og tók smá kast á þær. Svo áttaði ég mig, maður verður að taka mið af aðstæðum hverju sinni og ekki reyna að ætlast til þess að fólk skilji sem hefur ekki upplifað. Það er ómögulegt að reyna að bera þessa tvo heima saman. Það er ekki hægt.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.