Fréttablaðið - 28.06.2014, Page 28

Fréttablaðið - 28.06.2014, Page 28
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 28 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is ORÐBRAGÐ Á BÓK Í haust er von á Orðbragðs-bók eftir fyrirmynd hinnar geysi- vinsælu sjón- varpsþátta sem sýndir voru á RÚV. Brynja Þor- geirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason skrifa. FÆRT TIL BÓKAR ! Í afþreyingarbókaflóði sumars- ins bera tvær bækur höfuð og herðar yfir aðrar. Báðar eru þær skrifaðar af bandarískum konum sem eiga það sameiginlegt að hafa búið í æsku í Rómönsku-Ameríku. Jennifer Clement býr reyndar enn í Mexíkóborg en hefur í millitíðinni búið í New York og París og Esmer- alda Santiago flutti sem barn til New York frá Púertó Ríkó og býr enn í nágrenni borgarinnar. Bók hennar, Stúlkan frá Púertó Ríkó, er fyrsti hluti sjálfsævisögu henn- ar og segir frá árunum í Púertó Ríkó, flutningnum til New York og fyrstu árunum þar. Bók Clement, Beðið fyrir brottnumdum, er hins vegar skáldsaga sem lýsir lífi ungr- ar stúlku, Ladydi Garcia Martinez, sem býr í litlu þorpi skammt frá Acapulco í Mexíkó. Bækurnar eru mjög ólíkar en lýsa báðar sárri reynslu og niðurlæg- ingu. Bók Santiago endar á jákvæð- um nótum þegar hún hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla og sér fram á breytingu á högum sínum og bók Clement endar sömuleiðis með bjartsýni, þótt allt sem lýst hefur verið fyrr í bókinni um það sem bíður Mexíkóa sem reyna að kom- ast ólöglega inn í BNA gefi svo sem ekki ástæðu til að ætla að þrenging- um Ladydi sé þar með lokið. Bækurnar eiga það hins vegar sameiginlegt að vera sjaldgæflega vel skrifaðar og bera með sér liti, líf og lykt sem allt of sjaldan ber- ast inn á borð íslenskra lesenda. Þrátt fyrir kröpp kjör og miklar ógnir sem steðja að ungum stúlk- um í ofurveldi eiturlyfjabarón- anna í Mexíkó er Beðið fyrir brott- numdum full af gleði og gáska og persóna Ladydi svo lifandi að les- andinn verður ástfanginn af henni á fyrstu síðu. Aukapersónur, eink- anlega móðirin, eru líka skemmti- legar og þrátt fyrir allar hremm- ingarnar sem á dynja í sögunni er það með hlýju í hjarta sem maður leggur hana frá sér að lestri lokn- um. Esmeralda, Stúlkan frá Púertó Ríkó, verður manni ekki eins hjart- fólgin en, þótt undarlegt megi virð- ast, taka hremmingarnar í sögu hennar meira á lesandann en skelf- ingin sem vofir yfir Ladydi í gegum alla söguna. Báðar eru bækurnar þeirrar gerðar að strax eftir nokkr- ar blaðsíður er lesandinn genginn inn í heim stúlknanna og á erfitt með að slíta sig þaðan fyrr en að lesinni síðustu blaðsíðu. Sannarlega kærkominn og litaglaður sumar- auki í rigningunni. Ekki spillir fyrir að þýðingar beggja bókanna eru vel unnar eins og vænta mátti af þýðendunum Ingunni Snædal, sem þýddi Beðið fyrir brottnumdum sem Bjartur gefur út, og Herdísi Magneu Hüb- ner, sem þýðir Stúlkuna frá Púertó Ríkó fyrir Sölku. Það er full ástæða til að hvetja alla sem vilja að bækur heilli sig og hreyfi við sér til að kíkja á þessar tvær. Stúlkurnar frá Rómönsku- Ameríku hafa vinninginn Tvær bækur frá Rómönsku-Ameríku hafa sérstöðu í sumarbókafl óðinu. Beðið fyrir brottnumdum og Stúlkan frá Púertó Ríkó eru sumarauki í rigningunni. Litir, lykt og líf frá framandi heimshluta. ESMERALDA SANTIAGOJENNIFER CLEMENT BÆKUR ★★★★★ Dægradvöl Benedikt Gröndal FORLAGIЖ ÍSLENSK KLASSÍK Sem barn var hann „fúll og einrænn, nokkuð hneigður til grófyrða“. Full- orðinn var hann stundum bitur og dómharður í garð samferðamanna sinna, drykkfelldur og breyskur á ýmsa lund. Samt var hann manna fyndnastur á prenti og sló nýjan tón í íslenskum bókmenntum á seinni hluta nítjándu aldar með gamansög- um sínum, Heljarslóðarorrustu og Þórðar sögu Geirmundssonar. Bene- dikt Gröndal er af mörgum ástæð- um einhver mest heillandi persónu- leiki íslenskrar bókmenntasögu og í Dægradvöl, sjálfsævisögu hans sem nú er nýútkomin í kiljuútgáfu, fá lesendur tækifæri til að kynnast honum sjálfum, samferðamönnum hans og þeim tímum sem hann lifði. Gröndal ólst upp í hringiðu íslenskrar rómantíkur og sjálf- stæðisbaráttu. Faðir hans, Svein- björn Egilsson, var rektor Bessa- staðaskóla og kennari og lærifaðir Jónasar Hallgrímssonar og annarra Fjölnismanna. Sjálfur fetaði hann hina hefðbundnu braut íslenskra menntamanna á nítjándu öld, varð stúdent og las við Kaupmannahafn- arháskóla, lauk ekki prófi en vann við tilfallandi fræðistörf lengi vel. En ævi Gröndals fól líka í sér óvænta útúrdúra og gönuhlaup. Á tímabili daðraði hann við kaþólsku og ferðaðist með dularfullum rúss- neskum trúboða, Djúnka, og dvaldi í skjóli hans í klaustri. Hann hafði margvíslega hæfileika, sem teikn- ari, náttúrufræðingur og norrænu- fræðingur en var þó umfram allt klassískt menntaður í latínu og grísku og skáld á dönsku, íslensku og latínu frá unga aldri. Gáfur hans dreifðust víða og sennilega naut hann aldrei sannmælis af samtíma- mönnum sínum. Arfleifð Benedikts Gröndal í íslenskri menningarsögu er áhuga- verð og ekki laus við mótsagnir. Meðan hann lifði var hann helst þekktur sem ljóðskáld en nú eru lík- lega fáir lesendur sem ná sambandi við ljóð Gröndals. Á hinn bóginn hafa lausamálsverk hans, gaman- sögurnar og ekki síst Dægradvöl, sem var fyrst gefin út eftir dauða hans, haldið nafni hans á lofti. Í Dægradvöl birtist Gröndal í öllu sínu veldi, bæði kostir hans og gall- ar lýsa af textanum. Hann er manna stílfimastur, mannlýsingar hans eru hver og ein meistaraverk, en stund- um brýst önuglyndið fram, það er eins og hann geti illa haldið aftur af sér og þá brýst dómharkan og heiftin fram, ekki síst í lýsingum einstakra manna. Eitt af því sem gerir Dægradvöl heillandi og svolítið ólíka mörgum klassískum ævisögum, er að höf- undur hennar gerir alls enga til- raun til að fella sögu sína í ákveðið form eða mynstur. Hann rekur eigin ævi í tímaröð að mestu og dregur fáar ályktanir um hið stærra sam- hengi. Þess vegna verður verkið eins og sneiðmynd af þeim tíma sem hann lifði en líka mögnuð sjálfs- lýsing. Lesandinn verður að mæta Dægradvöl á forsendum höfundar- ins, hann er ekki að skálda sam- hangandi sögu, hann lýsir einfald- lega því sem fyrir hann bar og fellir dóma. Við kynnumst honum smám saman, ferðumst með honum í gegn- um lífið, upplifum sjaldgæfa gleði hans, margvíslegan harm og mót- læti. Benedikt Gröndal lifir með okkur á margvíslegan hátt, fyrir þremur árum síðan voru teikningar hans af íslenskum fuglum gefnar út í gull- fallegri bók, Gröndalshús stend- ur úti á Granda og bíður þess að því verði fundinn staður og nú síð- ast var hann aðalpersónan í skáld- sögu Guðmundar Andra Thorsson- ar, Sæmd. Allt er þetta fullkomlega verðskuldað. Gröndal hefur skilið eftir sig djúp spor og ein ástæða til að lesa Dægradvöl er að reyna að rekja þau spor, en ástæðurnar eru fleiri. Í bókinn kynnumst við einstökum sögumanni sem hlíf- ir engum og síst sjálfum sér, hann birtir okkur horfna tíma í vægð- arlausu ljósi og síðast en ekki síst er hann frábær rithöfundur, hann kemur á óvart á hverri síðu og það er sama hvar gripið er niður, alltaf er stíllinn ferskur, lifandi og óvænt- ur. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Ógleymanleg ævisaga eins sérstæðasta og rit fimasta höf- undar íslenskrar bókmenntasögu. Gröndal lifir! Danskir gagnrýnendur hrífast mjög af Valeyrarvalsi Guðmundar Andra Thors- sonar í þýðingu Erik-Skyum Nielsen. Lofsamlegir dómar hafa birst í öllum helstu blöðum og gagnrýnandi Weekend avisen talar fyrir munn flestra krítíkeranna þegar hann segir: „Takið eftir nafn- inu: Guðmundur Andri Thorsson. Enn óþekktur í Danmörku, en eftir tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs mun hann bráðlega leggja heiminn að fótum sér.“ Heimsyfi rráð Bandaríska skáldkonan Amy Tan er væntanleg til landsins. Hún verður aðal- fyrirlesari á ráðstefnunni Art in Transla- tion sem haldin verður í haust. Af því tilefni á að endurprenta hina geysivinsælu skáldsögu hennar Leik hins hlæjandi láns sem kom fyrst út á íslensku í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar árið 1992. Aðrar bækur Tan sem komið hafa út á íslensku eru Dóttir beina græðarans, Kona eldhúsguðsins og Dóttir himn- anna. Amy Tan kem ur Á bókasýningunni í Gautaborg í september munu íslensku höfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl, Yrsa Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason, Sjón og Lani Yamamoto koma fram í bókmenntadagskrá og öðrum viðburðum. Sagt verður nánar frá dag- skránni í Gautaborg þegar nær dregur. Bókasýningin í Gautaborg er stærsta bóka- sýning Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir. Íslenskur sýningarbás í Gautaborg verður í samstarfi við Íslandsstofu. Bókasýningin í Gautaborg verður haldin dagana 25. til 28. september í ár. Það er liður í Norðurlandaátaki Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta að lögð verður sérstök áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókasýningarinnar í Gautaborg á næstu þremur árum. Fimm höfundar frá Íslandi á Bókasýningunni í Gautaborg í haust LANI YAMAMOTO MarkisurogMeira.is | Starmýri 2a, 108 Rvk Sala Reykjavík s. 893-6337 og 898-0508, | Sala Akureyri s. 868-0886 | sala@markisurogmeira.is VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA Markísur og Meira Komum á staðinn þér að kostnaðarlausu og gerum tilboð Skjólveggur Nj óttu með v eitingum frá Aal to Bi str o Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.