Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 38

Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 38
FÓLK| NÝTT LÍF Gamli skúrinn við Miklubraut mun senn lifna við og bjóða upp á besta bitann í bænum, að sögn Agnars. lagt mikla vinnu í hamborgaragerðina og meðal annars smakkað blindandi fjórtán prufur af nautakjöti frá íslenskum framleiðendum, til þess eins að finna rétta kjötið. „Hamborgari er ekki bara hamborgari, því kjötið skiptir öllu máli. Ostborgarinn á nýja staðnum verður töluvert þykkari en gengur og gerist, fituprósentan einstök og kjötið ekki af ungnautum heldur gömlum beljum, sem er mun bragðbetra. Það skiptir engu af hvoru kyni dýrsins kjötið kemur heldur er staðreynd að ungnautakjöt er mun bragðminna. Það féllu bara allir fyrir auglýsingabrellu um ung- nautakjöt á árum áður og halda enn að það sé best í heimi, en svo er svo sannarlega ekki.“ Agnar lofar hreinni upplifun í skyndibita, bragðbesta matnum og besta verðinu í bænum. Hann hefur meðal annars látið sérsmíða robata-grill í Bretlandi sem gefur sterkt reykjarbragð í kjötið. „Við leggjum áherslu á töff innviði í hönnun og úrvals hráefni í æð- islegum mat. Hægt verður að borða inni og sækja mat í lúguna. Þarna verður gaman að koma, þarna gerast ævintýrin og verður gaman að upplifa meira mannlíf og eril við Miklubraut.“ RAYMOND BLANC BÍTUR FYRSTA BITANN Agnar mætir með frægasta kokk Bretlands á opnun staðarins í júlí, sjálfan Raymond Blanc. „Raymond verður fyrstur til að smakkar ostborgarann og um leið set ég nafn mitt á staðinn og stend og fell með því hvernig gengur. Ég færi enda ekki út í þetta nema ég virkilega vissi að hugmyndin væri góð.“ Agnar segir enga minnkun að því fyrir dáðan kokk að elda ham- borgara. „Ég lít svo á að sé maður með topp hráefni skipti engu hvort maður snúi hamborgurum eða eldi dýrindis nautasteik. Það þarf að bera sömu virðingu fyrir því öllu.“ Nýi staðurinn við Miklubraut hlýtur nafnið Dirty Burgers & Ribs. „Því allt verður þetta dálítið „dirty“ og djúsí og sannarlega verður maður dálítið kámugur við að borða svínarif og borgara. Nafnið á því vel við,“ segir Agnar sem lofar því að sýna sig og sjá aðra á Dirty Burgers & Ribs þegar hann á erindi heim til Íslands. „Ég mun alltaf kíkja á stemninguna og gaman að hitta fólk og spjalla. Ef ég er í stuði steiki ég einn og einn hamborgara og klístruð svínarif. Ekki spurning,“ segir hann og hlær. ■ thordis@365.is PABBI Agnar er óskaplega stoltur af föður sínum, Sverri Agnarssyni, sem standsetur nýja staðinn og hefur verið allt í öllu við uppbyggingu skúrsins. MYND/GVA Framhald af forsíðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.