Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 44

Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 44
| ATVINNA | Skóla- og frístundasvið FRÍSTUNDAHEIMILI GRUNNSKÓLAR LEIKSKÓLAR VILTU MÓTA FRAMTÍÐINA MEÐ OKKUR? SKÓLA- OG FRÍSTUNDASVIÐ REYKJAVÍKURBORGAR óskar eftir fólki til starfa við fjölbreytt störf með börnum og unglingum. Undir sviðið heyrir meðal annars rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar. Hlutverk skóla- og frístundasviðs er að veita börnum og ungmennum í Reykjavík bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið. Í boði eru bæði heilsdagsstörf og hlutastörf. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/storf Við leitum að fólki á öllum aldri af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. FJÖLBRAUTASKÓLINN Í GARÐABÆ óskar eftir að ráða framhaldsskólakennara (sbr. lög nr.87/2008) í afleysingar í ensku, íslensku og stærðfræði fyrir haustönn 2014 hið minnsta. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er framsækinn og öflugur framhaldsskóli og sækist efti kennurum sem sýna frumkvæði í starfi, hafa góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Nánari upplýsingar má finna á Starfatorgi eða hjá Kristni Þorsteins- syni skólameistara (kristinn@fg.is) í síma 863 3071 og Elísabetu Siemsen aðstoðarskólameistara (elisabets@fg.is) í síma 899 2459. Á dag- og göngudeild krabbameinslækninga Landspítala eru laus til umsóknar tvö störf deildarlækna til eins árs, en möguleiki er á ráðningu til lengri eða skemmri tíma. Starfshlutfall er 100%. Önnur staðan veitist frá 1. september 2014, en hin frá áramótum eða eftir nánara samkomulagi. Starfið er unnið í náinni samvinnu við sérfræðilækna í krabbameinslækningum og felur í sér þverfaglega teymisvinnu með fjölmörgum öðrum sérgreinum læknisfræðinnar eins og skurðlækningum, lyflækningum, myndgreiningu og meinafræði. Einnig felur starfið í sér samvinnu við aðrar starfsstéttir á sviði krabbameinslækninga með þátttöku í fjölfaglegum teymum. Starfsumhverfið á dag- og göngudeild krabbameinslækninga er lærdómsmiðað. Áformað er að viðkomandi deildarlæknir fái skipulagða handleiðslu sérfræðings í krabbameinslækningum. Fagleg árvekni og endurskoðun klínískra leiðbeininga og verkferla er hluti af fagmennsku deildarinnar. Starfið hentar vel fyrir lækna sem hafa hug á að leggja fyrir sig krabbameinslækningar en líka fyrir þá sem eru að íhuga aðrar sérgreinar. Verið er að þróa vinnulag sem felur í sér aukna samvinnu fjölmargra starfsstétta með það að markmiði að gera meðferð og þjónustu við einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og ættingja þeirra skilvirkari. Helstu verkefni og ábyrgð » Færni í almennum læknisstörfum » Þátttaka og þjálfun í greiningu og meðferð sjúklinga með flókna langvinna sjúkdóma » Þátttaka í samvinnu ólíkra sérgreina læknisfræðinnar » Þátttaka í kennslu og vísindastarfi Hæfnikröfur » Íslenskt lækningaleyfi » Reynsla í lyflækningum er góður kostur » Góð færni í mannlegum samskiptum » Öguð vinnubrögð » Áhugi á að bæta sig í faglegu klínisku umhverfi Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala. Nánari upplýsingar » Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí 2014. » Upplýsingar veita Berglind María Jóhannsdóttir, læknir, netfang berglmj@landspitali.is, sími 543 1000 og Helgi Sigurðsson, yfirlæknir, netfang helgisi@landspitali.is, sími 824 5406. » Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og lækningaleyfi. » Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Helga Sigurðssyni, yfirlækni, LSH Eiríksgötu 21, 101 Reykjavík. » Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. KRABBAMEINSLÆKNINGAR Deildarlæknar 28. júní 2014 LAUGARDAGUR2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.