Fréttablaðið - 28.06.2014, Side 45
| ATVINNA |
Smith & Norland, Nóatúni 4, vill sem fyrst ráða
rafvirkja manni með
RafvirkiKennarar óskastMenntaskólinn Hraðbraut óskar að ráða kennara í ensku,
íslensku og stærðfræði næsta skólaár. Um er að ræða
hlutastörf. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið
ohj@hradbraut.is.
Fjölskylduráðgjafi í Hlíðarskóla
Hlíðarskóli, Skjaldarvík, 601 Akureyri, óskar eftir að ráða
Fjölskylduráðgjafa í 100% starf frá og með 01. ágúst 2014.
Hlíðarskóli er sérskóli innan grunnskólakerfis Akureyrar.
Hann er staðsettur í Skjaldarvík, 5 km norðan Akureyrar
í yndislegu og gefandi umhverfi. Hlíðarskóli er fyrir börn
í verulegum vanda og fjölskyldur þeirra, nemendur sem
eiga við vanda að stríða sem gerir þeim erfitt að dafna,
líða vel og stunda árangursríkt nám í almennum grunn-
skóla. Má þar nefna t.d. félags- og tilfinningaleg vanda-
mál, hegðunar- og aðlögunarvanda, samskiptavanda,
vanda á einhverfurófinu, sértæka námserfiðleika og
skerðingar af ýmsum toga
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu
Akureyrarbæjar, www.akureyri.is þar sem sótt er um
rafrænt.
Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí 2014
LNS Saga er ungt, framsækið, íslenskt verktakafyrirtæki, dótturfélag norska
verktakafyrirtækisins Leonhard Nilsen & Sønner AS. Helstu verkefni LNS Saga
eru í Noregi og snúa m.a. að jarðgangnagerð, eftirvinnu gangnagerðar, gerð
hafnarmannvirkja auk vinnu við virkjanir og vegagerð. Starfsmenn LNS Saga eru
um 150 talsins. Þeir eru með fjölbreyttan bakgrunn og menntun og staðsettir
í verkefnum víðsvegar um Noreg og á skrifstofu fyrirtækisins á Íslandi.
LANDMÆLINGAMENN
LANDMÆLINGAMENN
Vegna aukinna verkefna þá leitum við að mælinga-
mönnum til starfa. Um er að ræða framkvæmda-
mælingar sem tengjast núverandi og nýjum
verkefnum LNS Saga í Noregi.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Starfsreynsla á sviði landmælinga
• Hæfni til að vinna sjálfstætt og af nákvæmni
• Byggingatæknifræðimenntun æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð enskukunnátta og norsku-, dönsku-,
eða sænskukunnátta æskileg
LNS SAGA LEITAR AÐ NÝJUM KRÖFTUGUM
STARFSMÖNNUM TIL AÐ SLÁST Í HÓPINN.
Upplýsingar um starfið veitir Sigríður Guðmundsdóttir
á sigridur.gudmundsdottir@lns.is eða í síma 511 7040.
Tekið er á móti umsóknum ásamt ferilskrá á
umsokn@lns.is til og með 6. júlí.
LAUGARDAGUR 28. júní 2014 3