Fréttablaðið - 28.06.2014, Page 76

Fréttablaðið - 28.06.2014, Page 76
KYNNING − AUGLÝSINGSnjallsímaforrit LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 20148 SMÁFORRIT FYRIR SMÁBÖRN Til eru ýmis öpp fyrir krakka allt niður í tveggja ára aldur. Hér eru þrjú slík sem vefsíðan common- sensemedia.org mælir með. Baby’s Musical Hands Einfalt tónlistarsmáforrit fyrir ung börn sem hvetur þau til snertingar. Í hvert sinn sem barnið kemur við skjáinn heyrast hljóð og stjörnur birtast á skjánum. Hljóðin eru af ýmsum toga. Þar má heyra píanó, gítar og ásláttarhljóðfæri. Busy Shapes Þetta smáforrit er byggt á kenn- ingu Jean Piaget um vitsmuna- þroska. Piaget taldi að á vissu aldursbili væru börn á skyn- hreyfistigi. Þá lærðu þau um heiminn með því að kanna hann. Busy Shapes býður upp á fjöl- breyttar þrautir og leiki sem henta tveggja ára börnum. Music Sparkles Skemmtilegt tónlistarsmáforrit fyrir tveggja ára börn. Hægt er að spila á tvö hljóðfæri en einnig er hægt að fá nokkrar upp- færslur. Ætlunin er að kynna börnum fyrir mismunandi gerðir af hljóðfærum. Þá geta börnin spilað sjálf eða spilað með lögum sem fyrir eru í forritinu. APP SEM SKRÁIR HÆGÐIR Snjallsímar og spjaldtölvur eru til margra hluta nytsam- legar. Til dæmis má búa sér til sitt eigið æfingakerfi, skipuleggja nánast allt, leika skemmtilega og fræðandi leiki og nálgast þar flesta fjölmiðla heims. Við stutta yfirferð á internetinu kemur í ljós að hægt er að fá öpp um allt milli himins og jarðar. Líka skrítin öpp. „Bowel Mover“ er eitt slíkt en með appinu geta menn skráð niður alla fæðu- neyslu sína og fengið greiningu á hægðum þeim sem koma út úr þeirri neyslu. „Game for Cats“ er app fyrir ketti. Í því geta þeir elt ljósdepil, mús eða fiðrildi. Með „Geico BroStaches“ getur fólk fengið að vita hvernig það lítur út með yfirvaraskegg. Hægt er að velja um sjö skeggtegundir og svo fylgir skeggið varahreyf- ingum skeggnotandans. Hin ótrúlegustu öpp eru til fyrir snjall- síma. Einnig nytsamleg öpp eins og áttaviti. MYND/GETTY Á FACEBOOK Í VINNUNNI Næstum helmingur vinnandi manna í Noregi notar samfélagsmiðla á netinu í vinnunni. Stjórnendur nota þá mest en þeir gagnrýna notkunina jafnframt mest. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá háskólanum í Björgvin en hún birtist í tímaritinu Journal of Computer-Mediated Communication. Meira en ellefu þúsund vinnandi fólks í Noregi tóku þátt í rann- sókninni. Fólkið var spurt um persónu- legar daglegar venjur á samfélagsmiðlum á netinu á vinnutíma. Alls sögðust 45% nota þessa miðla daglega í vinnu. Athygli vakti að stjórnendur eru lang- öflugastir í því að nota netið á vinnutíma. Talsmaður könnunarinnar telur að það sé vegna þess að þeir eyði mestum tíma í vinnunni. Margir sem svöruðu í könnun- inni töldu að notkun á samfélagsmiðlum á vinnutíma gæti gefið þeim góðar hugmyndir fyrir vinnuna. Ekki eru þó allir sáttir við að fólk sé á Facebook eða Twitter heilu og hálfu dagana í vinnunni, enda fer mikill tími þá í annað en vinnu. Fleiri karlar en konur nota samfélagsmiðla á vinnutíma. Þá sýnir könnunin að ein- hleypir nota netið meira en þeir sem eru í hjónabandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.