Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 84

Fréttablaðið - 28.06.2014, Síða 84
28. júní 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN GUNNAR HARALDSSON Víðidal, Skagafirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 24. júní. Aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KOLBRÚN ÁRMANNSDÓTTIR frá Tindum, Neskaupstað, Funalind 7, Kópavogi, andaðist fimmtudaginn 26. júní á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin verður auglýst síðar. Hallveig Hilmarsdóttir Ingimundur Sigurpálsson Birna Hilmarsdóttir Samir Hasan Tómas Hilmarsson Valgerður Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BÁRA KJARTANSDÓTTIR lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt föstudagsins 27. júní. Guðni Adolfsson Pálmar Ingi Guðnason Kristjana Jenný Ingvarsdóttir Gunnar Bjarki Guðnason Rúna Gunnarsdóttir Kristinn Geir Guðnason Eva Björg Jónsdóttir og barnabörn. 551 3485 • udo.is Óli Pétur út fararstjóri Jóhanna Erla guðfræðingur út fararþjónusta Davíð út fararstjóri Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og stuðning, í orði og á borði, vegna fráfalls okkar elskuðu og einstöku dóttur, systur, unnustu og barnabarns, TINNU INGÓLFSDÓTTUR f. 6.7.1992, d. 21.5.2014. Inga Vala Jónsdóttir Ingólfur Samúelsson Steinar, Logi og Ragnhildur Ingólfsbörn Kristján Helgi Hjartarson Sólveig Guðmundsdóttir Ragnhildur Ingólfsdóttir Samúel Jóhannsson önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn „Pælingin er að vera með smá kapp- hlaup þar sem fólk keppist um að safna ýmsu efni sem þarf að skila og flokka á ákveðinn stað. Hér reynir því á kunn- áttu og getu í flokkun og vistvænni hugsun,“ segir Helga Maureen Gylfa- dóttir, safnvörður á Árbæjarsafni, en í tilefni nýrrar sýningar sem ber heitið NEYZLAN – Reykjavík á 20. öld, verður efnt til neyslukapphlaups kl. 14 á sunnu- daginn. Helga segir að um liðakeppni verði að ræða en þar sækja keppendur efni víða af safnsvæðinu og skila því og flokka á ákveðna staðni. „Við dreifum efninu um safnsvæðið og inn í húsin og svo fær fólk fjölnota poka til þess að safna efninu saman. Gefin verða stig fyrir rétta flokkun og munu stigahæstu liðin eiga möguleika á vinningum,“ segir Helga og bendir á að verðlaunin muni ekki enda á ruslahaugunum. „Við viljum ekki stuðla að enn frekari sor- paukningu,“ segir hún í léttum dúr. Hún segir tuttugustu öldina hafa verið tíma mikilla breytinga. Á Íslandi þróaðist samfélagið frá sjálfsþurftar- búskap til tæknivædds markaðs- búskapar á nokkrum áratugum. Með þessu hafi neyslan aukist til muna. „Sýningin er ætluð til að vekja fólk til umhugsunar. Maður upplifir það bara sjálfur í þjóðfélaginu í dag að fólk er að vakna meira til vitundar um umhverf- ið og verndun þess. Fæðuframleiðsla hefur mikil áhrif á umhverfið, þessu fylgir mengun og ýmislegt fleira. Við sóum ofboðslega miklum mat og er áætlað að um 1,3 milljarðar tonna af matvælum fari til spillis árlega. Ég er ansi hrædd um að forfeður okkar væru gapandi ef þeir vissu þetta.“ Neyslukapphlaupið hefst kl. 14 á morgun en einnig verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýninguna kl. 13. Helga hvetur fólk til þess að mæta og undirstrikar að það sé alltaf heitt á könnunni á Árbæjarsafninu. kristjana@frettabladid.is Verðlaunin munu ekki enda á ruslahaugunum Árbæjarsafn efnir til neyslukapphlaups á sunnudaginn í tilefni sýningarinnar NEYZLAN– Reykjavík á 20. öld. Keppendur safna ýmsum efnum sem skila þarf og fl okka. UMHUGAÐ UM UMHVERFIÐ Helga segir að þjóðfélagið sé smám saman að vakna meira til vitundar um umhverfið og verndun þess. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SELUR ÓDÝRAST Thomsens Magasin stóð lengi vel við Hafnarstræti 17 og þar var þó nokkuð vöruúrval. Myndin er tekin árið 1910 af óþekktum frönskum ferðamanni. Það var að kvöldi laugardagsins 28. júní árið 1997 að tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar, Mike Tyson og Evander Holyfield, mættust í hringnum í MGM Grand Garden Arena-höllinni í Las Vegas. Keppt var um WBA-beltið í þunga- vigt og átti bardaginn svo sannar- lega eftir að verða eftirminnilegur. Hinn 35 ára Holyfield hafði fram að þessum bardaga þrisvar unnið þungavigtarbeltið eftirsótta og vildi hinn 31 árs gamli Tyson freista þess að ná því af honum. Kapparnir höfðu mæst í hringnum tæpum sjö mánuðum fyrr og vann Holyfield þá sannfærandi sigur. Bardaginn þetta laugardagskvöld fór vel af stað og hafði Holyfield betur í fyrstu tveimur lotunum. Það var svo í þriðju lotu sem allt sauð upp úr, Tyson lét höggin dynja á Holyfield og þegar 40 sekúndur voru eftir af lotunni beit Tyson stykki af hægra eyra Holyfields. Bardaganum var þó haldið áfram um stund eða þar til Tyson endurtók leikinn og beit nú í vinstra eyra Holyfields. Dómarinn endaði bardagann og dæmdi Mike Tyson úr leik. Tyson var sektaður um 3 milljónir Bandaríkjadala fyrir atvikið og settur í keppnisbann. Árið 2009 bað hann Holyfield opinberlega afsökunar á hegðun sinni hjá spjallþáttadrottningunni Opruh Winfrey. ÞETTA GERÐIST: 28. JÚNÍ 1997 Mike Tyson beit í eyra Evanders Holyfi eld
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.