Fréttablaðið - 12.07.2014, Side 6

Fréttablaðið - 12.07.2014, Side 6
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 STJÓRNMÁL „Við stefnum nú að því að fyrir árið 2020 verði skuldastaða Íslands orðin ein sú besta í Evr- ópu og það er raunhæft markmið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins á Hótel Sögu í gær. Forsætisráðherra sagði þar enga aðra ríkisstjórn hafa náð viðlíka viðsnúningi, á jafn stuttum tíma, og ríkisstjórn hans. Nefndi hann meðal annars að nýjum störfum hefði fjölgað um fjögur þúsund og kaupmáttur yxi hraðar hér á landi en í nokkru öðru landi Evrópu. Fyrir heit um aðgerðir í skuldamál- um heimilanna hefðu gengið eftir og veiðigjöldum verið breytt til að hlífa minni og meðalstórum fyrir- tækjum. „Við sjáum hvaða afleiðingar áframhaldandi gjaldtaka, með þeirri leið sem var notuð á síðasta kjörtímabili, hefði haft í för með sér í því sem gerðist nýlega á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri,“ sagði for- sætisráðherra. Hormónasprautað sterakjöt Sigmundur sagði ríkisstjórnina undir búa mikla sókn í lýðheilsumál- um og tengdi þau áform við umræðu um hugsanlega komu bandarísku verslanakeðjunnar Costco hingað til lands. „Þarna kom upp umræða um hvort bandarískt stórfyrirtæki ætti að fá að gera kröfu um að hinum og þessum lögum yrði breytt. Því var haldið fram að þeir sem hefðu efa- semdir um þetta væru afturhalds- sinnar eða einangrunarsinnar,“ sagði Sigmundur. Hann sagði reglur EES-samningsins ekki heimila inn- flutning á bandarísku kjöti. „Um 99 prósent af því kjöti sem er framleitt í þessum verksmiðju búum í Bandaríkjunum eru sterakjöt, sprautað með ýmiss konar hormón- um til að láta skepnurnar vaxa hrað- ar í þessum girðingum sem þær eru geymdar í,“ sagði Sigmundur. Hann sagði dýrin fóðruð með korni en ekki grasi. Það leiddi til þess að bakteríumyndun í þeim væri langt umfram það sem eðli- legt er. Við því væri brugðist með því að þvo kjötið upp úr ammoníaki og dæla sýklalyfjum í dýrin til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar bærust á milli þeirra. „Hverjir eru gamaldags og aftur- haldssamir? Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heil- næma, góða matvöru og byggja upp matvælaiðnaðinn fyrir þjóðina og líka til útflutnings? Eða þeir sem vilja láta allt slíkt fara lönd og leið og telja það einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja? Við sjáum til með þessa ágætu verslun, hvort hún kemur. Vonandi gerir hún það og fylgir þá lögum hér og eykur á samkeppnina.“ Nýr lágpunktur Forsætisráðherra sagði einnig stjórnmálaumræðuna hér á landi þurfa að breytast. Þróun hennar að undanförnu væri verulegt áhyggju- efni. Hún væri of persónuleg, byggði á níði og snérist um annað en efnisatriðin. „Ég hefði ekki trúað því að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnar- kosningarnar,“ sagði Sigmundur og bætti við að reynt hefði verið að saka Framsóknarflokkinn um kyn- þáttahyggju. „Flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í farar- broddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar af mestu framförum sem hafa orðið á þeim sviðum. Að menn skuli nýta slík mál til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaum- ræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur. Opinberum störfum fjölgað „Við munum áfram reyna að fjölga opinberum störfum á landsbyggð- inni og gera það á þann hátt að við flytjum einhver störf, einhver ný störf verði til á landsbyggðinni, en allt að sjálfsögðu unnið í samráði við þá sem í hlut eiga,“ sagði Sig- mundur. Hann sagðist fagna því ef jafn- mikil umræða yrði um þau störf sem voru flutt af landsbyggðinni eða lögð niður á undanförnum árum og þau störf sem nú væri verið að flytja út á land með flutningi Fiski- stofu. haraldur@frettabladid.is Skuldastaðan verði ein sú besta í Evrópu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa náð meiri viðsnúningi á einu ári en nokkra aðra í sögu landsins. Hann vill ekki flytja inn bandarískt „sterakjöt“. Umræðan um Framsóknarflokkinn sé nýr lágpunktur. FORSÆTISRÁÐHERRA Sigmundur sagði Costco hafa verið í miklu uppá- haldi á hans yngri árum. Það hefði verið mikil upp- lifun að heimsækja versl- anir keðjunnar þar sem kartöfluflögupokar voru „á stærð við sængurver“ og oststykkin í minningunni „á við rúllubagga“. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VIÐSKIPTI Fyrirtækið Íslenskt eldsneyti hefur sótt um lóð undir nýja lífeldsneytisstöð á Selfossi. Nú þegar hefur það reist eina slíka á Sauðárkróki og nú er beðið eftir starfsleyfi fyrir hana en heilbrigðisráðuneytið er með málið til afgreiðslu. „Það er tíðinda að vænta þaðan á mánudag en þegar leyfið er í höfn er allt til reiðu og við von- umst til að getað byrjað þarna fyrir norðan í næsta mánuði,“ segir Hörður Þór Torfason, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. Hann segir stefnt að því að hægt verði að selja lítrann á 199 krónur. Hvað varðar hugsanlega stöð á Selfossi segir hann málið komið fyrir skipulags- og bygg- ingarnefnd. Þetta er liður í mun stærri áætlun fyrirtækisins sem áformar tíu stöðvar hringinn í kringum landið á næstu árum. Eins eru frekari áform varðandi vinnslu á eldsneytinu. Fyrir- tækið á í samvinnu við sænska efnavinnslufyrir tækið Perstorp sem er leiðandi fyrirtæki á Norð- urlöndunum í framleiðslu lífelds- neytis. Sett hefur verið upp verk- smiðja á Reykjanesi sem getur unnið allt að tvær milljónir lítra af vistvænu eldsneyti á ári. - jse Stefnt er að því að vistvænt eldsneyti verði í boði allan hringveginn: Vilja reisa dísilstöð á Selfossi VISTVÆN ELDSNEYTISSTÖÐ Á SAUÐÁRKRÓKI Hér lætur Gunnar Bragi Sveins- son ráðherra dæluna ganga. Við hlið hans eru Johann Mattsson, Sigurður Eiríksson, Agnese Rizika, Susanne Eckersten og Hörður Þ. Tómasson. ÚKRAÍNA, AP Uppreisnarmenn í Úkraínu skutu í gær flugskeytum á úkraínska hermenn í Austur- Úkraínu þar sem nítján féllu. Þar að auki féllu fjórir hermenn í öðrum árásum. Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, hefur heitið hefndum fyrir aðgerðirnar. „Fyrir líf hvers hermanns munu uppreisnarmenn- irnir gjalda með tugum eða hundr- uðum lífa,“ sagði Pórósjenkó. Hermennirnir sem féllu voru að reyna að ná eftirlitsstöðvum við landamærin við Rússland á sitt vald. Uppreisnarmenn stýra flutn- ingum yfir hluta landamæranna við Rússland. Frá Rússlandi hafa uppreisnarmennirnir fengið vopn og vistir og því hefur herinn reynt að ná aftur stjórn á landamær- unum. Úkraínski herinn hefur verið í mikilli sókn undanfarið. Upp- reisnarmenn hafa tapað um helm- ingi þess landsvæðis sem þeir höfðu undir sinni stjórn fyrir tveimur vikum. Um helgina náði úkraínski herinn borginni Slo- vyansk, einu af helstu vígjum uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn hafa nú hörfað til iðnaðarborgarinnar Donetsk, tæplega hundrað kílómetra suður af Slovyansk. Úkraínski herinn hefur gefið út að öllum samgöngu- leiðum til og frá borginni verði lokað. Milli þrjátíu og sjötíu þús- und manns hafa þegar yfirgefið borgina. - ih Nítján úkraínskir hermenn féllu í árás uppreisnarmanna: Barist um rússnesku landamærin HART BARIST Úkraínski herinn hefur verið í mikilli sókn undanfarið. NORDICPHOTS/AFP Það er tíðinda að vænta þaðan á mánudag. Hörður Þ. Torfason, framkvæmdastjóri Við munum áfram reyna að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og gera það á þann hátt að við flytjum einhver störf, einhver ný störf verði til á landsbyggðinni, en allt að sjálfsögðu unnið í samráði við þá sem í hlut eiga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.