Fréttablaðið - 12.07.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 12.07.2014, Síða 16
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 16 Nú er ár liðið frá því Róbert Wessman, for-stjóri lyfjafyrirtækis-ins Alvogen, lenti í hjólreiða slysi. Hann slasaðist alvarlega og brotnuðu meðal annars tveir efstu hryggjarliðirnir. Róbert man ekk- ert eftir slysinu. Hann lá meðvit- undarlaus í götunni eftir að hafa hjólað á 47 kílómetra hraða aftan á kyrrstæðan bíl. Hann lá í tólf daga á spítala eftir slysið og var rúmfast- ur í þrjá mánuði heima. Hann segir bataferlið hafa verið erfitt en lær- dómsríkt og að forgangsröðunin hafi breyst eftir slysið. Róbert stundaði á þessum tíma hjólreiðar af miklu kappi og gekk vel í keppnum hér heima og erlend- is. Eins og flestir þekkja hafði hann einnig náð miklum árangri í við- skiptalífinu, en aðeins 29 ára var hann ráðinn forstjóri lyfjafyrir- tækis ins Delta sem síðar varð Actavis. Þessi kappsami maður varð að vera rúmliggjandi í rúma hund- rað daga vegna slyssins. „Ég gerði ekki ráð fyrir því að lenda í slysi,“ segir hann og bætir því við að gildis- mat hans hafi breyst í kjölfarið. Róbert nálgaðist endurhæfinguna eins og verkefni sem hann leysti með góðri hjálp eiginkonu sinnar. Hann er þakklátur mörgum fyrir hjálpina; fjölskyldu, vinum og sam- starfsmönnum sem tóku á sig aukna ábyrgð í fjarveru hans. Hann er nú kominn aftur á fulla ferð og segist ekki hugsa mikið um að hlutirn- ir hefðu getað endað öðruvísi. „En ég held að bæði ég sjálfur og allir læknarnir sem önnuðust mig séu sammála um að ég hafi verið ein- staklega heppinn.“ Man lítið eftir slysinu Róbert man lítið eftir slysinu og hefur notað Garmin-úr og önnur tæki sem hann var með á hjólinu til að kortleggja ferðir sínar fyrir slys- ið. „Ég man fyrst eftir mér þegar ég er í sjúkrabílnum. Ég missti með- vitund í einhvern tíma. Ég rankaði víst við mér rétt áður en sjúkrabíll- inn kom en man ekkert eftir því. En þeir sem komu að mér pöss- uðu upp á að ég hreyfði mig ekki. Ég var með óstöðugt hryggbrot. Það þarf mjög lítið til að mænan skaðist við þannig aðstæður og að maður lamist. Ég var því heppinn að menn pössuðu vel upp á það. Svo sá ég á Garmin-tækinu að það tók um klukkustund að koma mér fyrir í sjúkrabílnum. Þeir hafa séð hvað ég var alvarlega slasaður og tóku sér greinilega góðan tíma. Ég hef ekki hitt þá sem komu mér til aðstoðar eftir slysið en vil þakka þeim fyrir að hafa passað vel upp á mig.“ Góður tími þrátt fyrir allt „Enginn óskar þess að lenda í svona alvarlegu slysi og vera rúmfastur í þrjá mánuði. En þrátt fyrir það var þetta að mörgu leyti góður tími. Ég var til dæmis alltaf heima þegar börnin mín komu úr skólanum sem ég hef aldrei áður haft tækifæri til. Vegna vinnu minnar hef ég verið mikið á ferðalögum erlendis og gat því eytt meiri tíma með eiginkonu minni og börnum. Þó að þetta hafi verið erfiður tími þá var hann samt gefandi og jákvæður,“ segir Róbert Wessman um tímann sem hann var rúmfastur eftir slysið. Hann er þakklátur fyrir alla hjálpina sem hann fékk frá fjöl- skyldu og vinum í kjölfar slyssins og þakkar þar sérstaklega eigin- konu sinni, Sigríði Ýr Jensdóttur lækni. Hún tók sér þriggja mán- aða frí frá vinnu til að hugsa um Róbert. „Hjálpin hennar var algjör- lega ómetanleg og ég hefði átt erfitt með að komast í gegnum þetta án hennar. Dagarnir eru lengi að líða þegar maður er rúmliggjandi og með mikla verki. Mikilvægast fannst mér að vera jákvæður og trúa því að þetta færi allt vel að lokum, án þess þó að vita nákvæmlega hvar þetta myndi enda.“ Róbert rifjar upp einn af löngu dögunum þegar hann var rúmliggjandi. „Ég taldi dagana og þessir þrír mánuðir voru eins og heil eilífð. Ég man enn þegar eigin- konan kom inn til mín og sagði mér að nú væru fimmtán dagar liðnir af rúmlegunni. Ég hélt að þeir væru sextán og þarna örlaði sennilega á tár á kinn yfir því að hafa tapað heil- um degi á þessu langa þriggja mán- aða ferðalagi.“ Róbert var fljótt farinn að senda tölvupóst á samstarfsmenn, en hann fékk búnað til að halda spjaldtölvu fyrir ofan rúmið sitt og gat skrifað þar sem hann lá á bakinu. „Ég var í daglegu sambandi við nokkra lykil- starfsmenn fljótlega eftir að ég kom heim af Landspítalanum enda mikið að gerast hjá Alvogen á þessum tíma. Flestir tölvupóstarnir sem ég sendi voru mjög stuttir og laggóðir en áttu það flestir sameiginlegt að vera illskiljanlegir vegna stafsetn- ingarvillna. Það þurfti því oft fleiri en einn til að ráða í táknmálið.“ Varð ungur forstjóri Róbert var aðeins 29 ára þegar hann var ráðinn forstjóri lyfja- fyrirtækisins Delta, sem síðar varð Actavis, eftir að hafa starf- að hjá Samskipum frá því að hann útskrifaðist úr háskóla. Á aðeins sjö árum var Actavis komið í hóp fjög- urra stærstu samheitalyfjafyrir- tækja heims. „Fyrirtækið óx hratt en skapaði líka mikil verðmæti fyrir íslenskt atvinnulíf. Það voru um 100 starfsmenn hjá fyrirtæk- inu árið 1999 en árið 2007 voru þeir 11.000 talsins í fjörutíu löndum og fyrirtækið skilaði líka miklum arði til íslenskra fjárfesta og lífeyris- sjóða.“ Vill endurtaka leikinn Róbert varð forstjóri Alvogen árið 2009 eftir að hafa leitt uppbygg- ingu Actavis. Hann segir það hafa blundað í sér að byggja upp leiðandi alþjóðlegt lyfjafyrirtæki á nýjan leik. „Uppbygging Actavis var draumi líkust en ég var meðvitaður um að það yrði mun stærri áskor- un að endurtaka leikinn. Umhverfið var mikið breytt, mikil samþjöpp- un hafði átt sér stað og samkeppnin harðnað. Við settum strax stefnuna á að koma Alvogen í fremstu röð og það hefur gengið mjög vel. Fyrir- tækið var aðeins starfandi í Banda- ríkjunum þegar ég kom að því en er í dag í 34 löndum, með um tvö Kominn aftur á fulla ferð Róbert Wessman lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi fyrir ári. Hann segir bataferlið hafa verið erfitt en einnig gefandi. Hann þakkar eiginkonu sinni fyrir dyggan stuðning og segist vera skilningsríkari eftir reynsluna. Samhliða endur hæfingunni hefur Róbert byggt upp samheitalyfjafyrirtækið Alvogen og hann vill að Ísland spili stórt hlutverk í vexti þess. LEIT Á BATAFERLIÐ SEM VERKEFNI Róbert var lengi rúmliggjandi eftir slysið. Hann leit á endurhæfinguna sem verkefni sem hann kláraði með góðri hjálp eiginkonu sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.