Fréttablaðið - 12.07.2014, Síða 36

Fréttablaðið - 12.07.2014, Síða 36
| ATVINNA | Heilsugæslulæknar við Heilsugæsluna Grafarvogi Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta - Framþróun Heilsugæslulæknar Laus eru til umsóknar tvö störf heilsugæslulækna við Heilsugæsluna Grafarvogi. Annars vegar er um ótímabundið starf að ræða og hins- vegar tímabundið í eitt ár. Ráðið verður í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 80-100%. Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt barnalækni, hjúkrunarfræðing- um, ljósmæðrum, sálfræðingi, félagsráðgjafa og riturum. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). Helstu verkefni og ábyrgð Starfssvið heilsugæslulækna er víðtækt og felst m.a. í almennum lækningum, heilsuvernd, vaktþjónustu og kennslu nema. Þeir veita fræðslu og upplýsingar, leiðbeina skjólstæðingum og aðstandendum og eru virkir þátttakendur í teymisvinnu innan stöðva. Hæfnikröfur: Þess er krafist að umsækjendur hafi sérfræðimenntun í heimilislækningum, búi yfir mikilli skipulagshæfni, séu sjálfstæðir í starfi og viðhafi öguð vinnubrögð. Mikil hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði og reynsla af teymisvinnu er æskileg. Til greina kemur að ráða lækni án sérfæðileyfis í tímabundið starf, fáist ekki sérfræðingur til starfa. Frekari upplýsingar um starfið: Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Stéttarfélag er Læknafélag Íslands. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningar- bréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf, vísinda- og rannsóknarstörf. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðs- stjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins við ráðningu í starfið. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. Sækja skal um starfið á vef Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins (www.heilsugaeslan.is) undir laus störf eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is) Umsóknarfrestur er til og með 28.júlí 2014. Nánari upplýsingar veitir Guðbrandur E Þorkelsson, yfirlæknir Heilsugæslunni Grafarvogi í síma: 585-7600 eða í gegnum tölvupóst: gudbrandur.e.thorkelsson@heilsugaeslan.is Skipstjóri, vélstjóri, vinnslustjóri Vinnsluskipið Ísbjörn sem er við Grænland óskar eftir skipstjóra ( A.6 2. stig ), afleysingayfirvélstjóra ( VS-1) Æskilegt er að viðkomandi hafa a.m.k. lágmarks tungu- málaþekkingu í dönsku. Vantar einnig vinnslustjóra fyrir grálúðu, dönsku kunnátta nauðsynleg Uppl. Elli í s. 899 0910 100% starf í veitingasal - Nýbýlavegur - Okkur vantar duglega og drífandi starfsmenn á Nýbýlavegi, til að vinna í veitingasal - í fullu starfi á vöktum. Leitum að metnaðargjörnu og drífandi fólki með mikla þjónustu- lund. Eingöngu er leitað að fólki í fullt starf. Umsækjandi þarf að vera eldri en 18 ára. Sendu okkur umsókn á tokyo@tokyo.is og láttu fylgja ferilskrá og mynd. Nánari upplýsingar um Tokyo sushi eru á tokyo.is Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi auglýsir eftir Matráð Starfið felur í sér yfirumsjón með starfsemi eldhúss og eldamennsku fyrir íbúa Dvalarheimilisins og annara sem kaupa mat á heimilinu. Auk þess er á veturnar eldaður matur fyrir nemendur og starfsfólk Grunnskólans og hann fluttur í skólann. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja menntun í matreiðslu og næringarfræði og góða reynslu af starfi í mötuneyti. Umsóknarfrestur er til 25. júlí, ráðið verður í starfið frá og með 15. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Stykkishólmsbæjar – www. stykkisholmur.is og á skrif- stofu Stykkishólmsbæjar. Umsóknir berist undirritaðri á Dvalheimili aldraðra, Skólastíg 14, 340 Stykkishólmur eða á netfangið hildigunnur@stykkisholmur.is. Allar nánari upplýsingar á staðnum eða í síma: 4338165 alla virka daga. Hildigunnur Jóhannesdóttir Forstöðumaður Dvalarheimilis aldraðra kopavogur.is Kópavogsbær Leikskólastjóri Grænatún 100% starf frá 1. október 2014 eða eftir nánara samkomulagi. Grænatún er þriggja deilda leikskóli þar sem dvelja 65 börn. Menntunar og hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun skilyrði Framhaldsmenntun í stjórnun eða leikskólafræðum æskileg Reynsla af starfi í leikskóla skilyrði Reynsla af stjórnun og rekstri mikilvæg Góð tölvukunnátta Forystuhæfileikar og góð samskiptahæfni skilyrði Frekari upplýsingar Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL. Starfað er skv. starfslýsingu Kópavogsbæjar og Félags stjórnenda leikskóla. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi, sesselja@kopavogur.is gsm: 6923919, Sigurlaug Bjarnadóttir, leikskólafulltrúi, sigurlaugb@kopavogur.is gsm: 8615440 og Gerður Guðmundsdóttir leikskólaráðgjafi, gerdur@kopavogur.is gsm: 6617027 Sími á skrifstofu Kópavogsbæjar er: 570-1500 Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2014. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Umsækjendur athugið að ekki er tryggt að umsókn hafi borist, nema þið fáið svar þess efnis að hún hafi verið móttekin. Þjónustustöð Mosfellsbæjar auglýsir eftir • Verkefnastjóra garðyrkju. • Almennum starfsmanni. • Verkstjóra veitna. Umsóknarfrestur er til 15.ágúst 2014. Upplýsingar um laus störf hjá Mosfellsbæ er hægt að sjá á www.mos.is Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði tækni og umhverfismála, svo sem snjóruðning, viðhald og rekstur gatna, holræsa, veitna, umferðarmannvirkja og opinna svæða, auk þess að aðstoða garðyrkjudeild og vinnuskóla. HJÚKRUNARHEIMILI Aðstoðardeildarstjóri Laus er staða aðstoðardeildarstjóra 5.hæðar frá 1.september 2014 eða eftir samkomulagi. Hæfniskröfur : Hjúkrunarfræðingur með íslenskt starfsleyfi. Reynsla í stjórnun æskileg. Hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. ágúst n.k. Skjól er hjúkrunarheimili aldraðra þar sem hjúkrun er veitt í hlýlegu umhverfi. Upplýsingar veitir: Guðný H. Guðmundsdóttir Framkvæmdarstjóri hjúkrunar Sími 522 5600, netfang gudny@skjol.is Hjúkrunarheimili Kleppsvegi 64. 104 Reykjavík. Sími. 522 5600 Skjól er reyklaus vinnustaður Ungmennafélag Kjalnesinga óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling til starfa. Íþróttafulltrúi sér um skipulagningu og framkvæmd íþróttastarfs á Kjalarnesi. Starfssvið: • Skipulagning á íþróttastarfi félagsins • Stefnumótun og verkefnastjórnun • Þjálfun • Forvarnarstarf • Samstarf við önnur félög • Samstarf við aðrar stofnanir á svæðinu Hæfniskröfur: • Háskólapróf á sviði íþrótta og tómstundamála • Reynsla er nýtist í starfi æskileg • Skipulagshæfileikar • Frumkvæði • Þjónustulund • Samviskusemi Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um félagið er að finna inn á www.umfk.is. Umsókn, ásamt ferilskrá sendist til gudrun.formadur@gmail.com fyrir 20. júlí n.k. Íþróttafulltrúi / þjálfari 12. júlí 2014 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.