Fréttablaðið - 12.07.2014, Síða 37

Fréttablaðið - 12.07.2014, Síða 37
| ATVINNA | DRAFNARHÚS LEITAR EFTIR ÞROSKAÞJÁLFA Í 70 – 80 % STÖÐU. Drafnarhús er sérhæfð dagþjálfun fyrir 20 einstaklinga með heilabilun. Umönnun og þjálfun skjólstæðinga Drafnarhúss er byggð á hugmyndafræði Tom Kitwoods þar sem einstaklingurinn er ávallt í öndvegi. Með þverfaglegri samvinnu leggjum við áherslu á vellíðan og gleði í öllum okkar störfum. Við í Drafnarhúsi höfum mikinn áhuga á að fá þroskaþjálfa til liðs við okkur, við teljum þroskaþjálfa geta komið með nýjar og góðar hugmyndir inn í starfið og þar með stuðlað að enn betri þjálfun og umönnun. Reynsla af starfi með einstaklinga með heilabilun er mikill kostur en ekki skylda. Starfið er fjölbreytt og krefjandi þannig að aðalatriðið er að vera opinn, áhugasamur og hugmyndaríkur. Vera tilbúinn að læra eitthvað nýtt og miðla þekkingu sinni inn í samstarfshópinn. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2014. Nánari upplýsingar veitir Erla Einarsdóttir, forstöðumaður í síma 695 3464 og á netfanginu erla@alzheimer.is Umsóknir sendist fyrir 28.júlí 2014 til forstöðumanns Drafnarhúss, Strandgötu 75, 220 Hafnarfirði eða á netfangið erla@alzheimer.is Húsvörður óskast til starfa strax Starfið felst í umsjón og viðhaldi á eignum Leiguherbergja ehf, sem leigir út herbergi á fjórum stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Einnig sér húsvörður um öryggisgæslu og samskipti við leigutaka. Viðkomandi þarf að vera laginn, útsjónarsamur, skipulagður, heiðarlegur og reglusamur. Viðkomandi þarf einnig að hafa bílpróf, bíl til umráða og hreint sakavottorð. Kostur er ef viðkomandi hefur reynslu í viðhaldi fasteigna eða á sviði öryggisgæslu. Umsóknir á að fylla út á heimasíðu okkar www.leiguherbergi.is AJ-vörulistinn auglýsir efir sölu- og vefumsjónarmanni í fullt starf. Hæfniskröfur eru starfsgleði, samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæði og góð tölvu- og tungumálakunnátta (íslenska og enska eru æskileg, norðurlandamál er kostur). Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi um hvernig hæfni þín nýtist AJ-vörulistanum sendist fyrir 20. júlí nk. á bender@simnet.is. Allar frekari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á www.ajvorulistinn.is. Þjónustustjóri/útgerð Útgerðaryrirtæki óskar eftir að ráða þjónustustjóra. Starfið felst í þjónustu við frystiskip félagsins og birgja ásamt tilfallandi störfum. Æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu á sjávarútvegi. Umsóknir sendist á box@frett.is merkt Útgerð-1207 MÓTTÖKURITARI HJARTAMIÐSTÖÐIN ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA MÓTTÖKURITARA Í 50% HLUTASTARF. Starfið felst m.a. í símsvörun, móttöku, bókunum sjúklinga og ýmsum tilfallandi verkefnum. Í umsókn komi fram upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf. Hæfniskröfur: • Góðir samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót • Góð almenn tölvukunnátta • Nákvæm vinnubrögð • Sveigjanleiki og stundvísi • Góð tök á íslensku og ensku Umsóknir berist til ella@hjartamidstodin.is aeð Elínborg Sigurðardóttir rekstrarstjóri, Hjartamiðstöðin, Holtasmára 1, 201 Kópavogur Umsóknarfrestur er til 1.ágúst 2014 Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað Hagkaup óskar eftir að ráða í starf umsjónamanns upplýsingakerfa fyrirtækisins. UMSJÓNAMAÐUR UPPLÝSINGAKERFA Starfssvið: Framfylgja upplýsinga- og öryggisstefnu Haga Rekstrarumsjón upplýsingakerfa í samstarfi við Haga Verkefnastjórnun minni verkefna og þjónustuviðvika Forgreining minni verkefna og þjónustuviðvika Úrlausn verkefna og þjónustuviðvika, eftir því sem við á Kostnaðareftirlit Skjölun viðskiptaferla Ráðgjöf til stjórnenda Hæfniskröfur: Háskólamenntun æskileg Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla við rekstur upplýsingakerfa Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð Þekking á greiningavinnu í upplýsingatækni Þekking á viðskiptaferlum ásamt skilningi á rekstrarumhverfi Mjög góð innsýn í upplýsingatækni og kerfisstjórnun Mjög góð þekking á Dynamics Nav eða öðrum ERP kerfum Þekking á rekstri upplýsingakerfa verslanafyrirtækja er æskileg Góð enskukunnátta Þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknum skal skilað inn á skrifstofu Hagkaups í Holtagörðum eða í tölvupósti á starfsmannahald@hagkaup.is fyrir 31. júlí Allar nánari upplýsingar veitir Arndís Arnarsdóttir starfsmannastjóri í síma 563 5000 Hagkaup er smásölufyrirtæki, sem býður íslenskum heimilum breitt úrval af vörum til daglegra þarfa, jafnt í matvöru, sem fatnaði, húsbúnaði og vörum til tómstundaiðkunar. Hjá Hagkaup starfar samhentur hópur fólks, um 850 manns í 500 stöðugildum. MÚRBÚÐIN LEITAR STARFSMANNA Múrbúðin óskar að ráða í eftirtalin störf: Sölumaður í verslun. Leitað er að einstaklingi 25 ára eða eldri. Samviskusemi, þjónustulund og metnaður. Reynsla af sölustörfum æskileg. Starfsfólk á kassa í fullt starf og 60% starfshlutfall. Reynsla, metnaður, samsviskusemi og þjónustulund. Umsóknir ásamt ferilsskrá óskast sendar á netfangið: ragnar@murbudin.is Öllum umsóknum svarað. TANNLÆKNASTOFA Aðstoðarmann vantar á Tannlæknastofunni Vegmúla 2 í Reykjavík.Um er að ræða fullt starf. Vinnutíminn er til 17 virka daga. Vinsamlegast sendið umsóknir á box@frett.is merktar „Tannlæknastofa“ Um ós knafrestur e r til 31. júlí. LAUGARDAGUR 12. júlí 2014 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.