Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 40
9. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Álfrúnar Pálsdóttur Stuðmannaveisla í Hörpu Hljómsveitin Stuðmenn lagði undir sig Hörpu um helgina og kom þar fram á tvennum tónleikum í Eldborg, ásamt því að halda dansleik í Silfurbergi fram eft ir nóttu. Stuðmenn slógu þar með eigið met í lengstu törn á einum sólarhring í spilamennsku er sveitin lék meira og minna linnulaust frá klukkan 19.30 til 3.00. MIKIL GLEÐI Stuðmenn voru í góðum gír og virtust njóta þess í botn að spila saman. MYNDIR/ÞÓRARINN ÓSKAR ÞÓARINSSON HRESS Valgeir Guðjónsson fór á kostum með hressum bröndurum á milli laga. TRUMBUSLÁTTUR Ásgeir Óskarsson hafði í nógu að snúast í Hörpu um helgina. Í GÓÐUM GÍR Egill Ólafsson kann sitt fag og var mjög hress á sviðinu. GLÆSILEG Ragnhildur Gísladóttir er alltaf jafn glæsileg. FAGMENN Jakob Frímann Magnússon og Tómas Tómasson einbeittir á svip. TÓNLIST ★★★★ ★ Stuðmenn Tívolí Tónleikar ELDB0RG Í HÖRPU 6. SEPTEMBER Stuðmenn kom fram á tvennum tón- leikum í Eldborgarsalnum Hörpu og á dansleik í Silfurbergi um liðna helgi. Efni tónleikana var eins og titillinn gefur til kynna, Tívolíplata sveitarinnar sem kom út árið 1976. Umgjörðin var til fyrirmyndar en Benedikt Erlingsson leikstýrði tónleikunum og tókst vel til því tónleikarnir voru virkilega flott „show“ og mikið að gerast á svið- inu. Stuðmenn voru þó yfirvegaðir í sinni spilamennsku og fannst mér um stund meðlimir sveitarinnar fullrólegir. Gunnar Leó Pálsson NIÐURSTAÐA: Fágaðir tónleikar sem minntu um stund á leiksýningu. Mikið stuð í mönnum ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK RICHARD ROEPER-CHICAGO SUN TIMES DENOFGEEK.COM SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas MIÐASALA Á PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15 PARÍS NORÐURSINS LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 TMNT 2D KL. 3.30 - 5.45 TMNT 3D KL. 3.30 - 8 THE GIVER KL. 5.45 - 10.15 LET́S BE COPS KL. 3.30 - 5.40 - 8 -10.20 EXPENDABLES KL. 8 - 10.40 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15 THE GIVER KL. 8 - 10.15 ARE YOU HERE KL. 10.40 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 NIKULÁS Í FRÍI KL. 5.45 DAWN . . . PLANET OF THE APES KL. 10.15 VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI KL. 5.20 VONARSTRÆTI KL. 8 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ PARÍS NORÐURSINS 5:30, 8, 10:10 LIFE OF CRIME 8 TMNT 3D 5:30 LET’S BE COPS 10:10 THE EXPENDABLES 10 LUCY 8 AÐ TEMJA DREKAN SINN 2D 5:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is „MAMMA, um hvað er verið að syngja?“ Þessa spurningu fæ ég nánast í hverri bíl- ferð þegar útvarpið er í gangi og þarf að hafa mig alla við í akstrinum á meðan ég rembist við að þýða dægurlagatexta yfir á íslensku af ensku fyrir þessa sex ára. UM daginn ómaði Drunk in love með Beyoncé á leiðinni í Bónus. Milli þess sem poppdrottningin stundi og rúðuþurrkurn- ar ískruðu á framrúðunni reyndi ég að snara ritskoðaðri útgáfu af laginu yfir á íslensku fyrir frökenina. „Við vöknuð- um í eldhúsinu, einn daginn og sögð- um: Hvernig í ósköpunum gerðist þetta? Ó, elskan við verðum ástfang- in í alla nótt.“ Já, dægurlagatext- arnir verða oft ansi kostulegir og tormeltir á okkar ástkæra ylhýra. Í þessari þýðingarvinnu minni er ég búin að komast að því að allir dægurlagatextar fjalla á einn eða annan hátt um ástina. Eða það er auðvelda svarið mitt: „Hún er svo ástfangin að hún vill bara syngja, gullið mitt.“ MAÐUR nefnilega spáir ekkert oft í texta – þannig – það er yfirleitt bara sungið með í takt við lagið og annaðhvort ertu hrifinn af taktinum eða ekki. Eins og í laginu Mér finnst rigningin góð flutt af SSSÓL, það var víst samið í einu rigningar- sumrinu til að létta fólki lundina, eða það las ég einhvers staðar. Auðvelt að syngja hástöfum með í stað þess að bölva vætu- samri tíð. „Hárið á mér er ljóst, þakið á hús- inu er grænt, ég Íslendingur, það Græn- lendingur,“ er hins vegar setning sem ég get ómögulega sett í samhengi. En ég syng með án þess að blikna. Ef ég ætti að útskýra það fyrir fröken Fix kæmi ég mér fljótt í vandræði. Svo eru það ástföngnu flugvél- arnar, þær skjóta stundum upp kollinum. TIL að lagatexti hitti í mark er best að skrifa um eitthvað sem hlustendur sam- sama sig við, eins og ástina, hver kannast ekki við hana? Það væri lítið varið í laga- texta um gráan hversdaginn. Eða hvað? Undirrituð mundi syngja með lagi sem fjallaði um barnagrát, andvökunætur, Bónus ferðir, uppvask og íbúðalán. Væri það ekki ágætis tilbreyting? Því lífið er ekki bara ástfangnar flugvélar sem kyssast í fimm þúsund fetum. Ástin, lífi ð og fl ugvélar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.