Fréttablaðið - 09.09.2014, Síða 46

Fréttablaðið - 09.09.2014, Síða 46
9. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 26 Það er kaffi, bæði af því að það er svo gott en líka af því að það hefur félagslega tengingu. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrar- kirkju. UPPÁHALDSDRYKKUR „Við kynntumst Andy Butler í Hercules and Love Affair þegar hann kom til landsins til þess að spila á eins árs afmæli skemmti- staðarins Dolly,“ segir Elín Eyþórsdóttir, meðlimur í stuð- sveitinni Sísý Ey, en hljómsveit- in er á leið til Lundúna að spila með hljómsveit Andys sem nýtur mikilla vinsælda í Evrópu og þótt víðar væri leitað. „Það var tónlistarmaðurinn og sameiginlegur vinur okkar John Grant sem kynnti okkur almennilega fyrir honum,“ held- ur Elín áfram, og systir hennar, Sigríður, sem er einnig meðlimur í sveitinni, tekur í sama streng. „Við erum mjög spennt fyrir þessu, en við komum til með að gefa út smáskífu hjá plötufyrir- tæki Andys, Mr. International, í nóvember. Þá spilum við á tón- leikunum, á tónleikastaðnum Oval Space. Svo er stefnan sett á að spila á fleiri stöðum í Evrópu í framhaldinu.“ Sísý Ey saman- stendur af systrunum Elínu, Sig- ríði og Elísabetu Eyþórsdætrum, ásamt plötusnúðnum Friðfinni Sigurðssyni, betur þekktum sem DJ Oculus. Þær vöktu fyrst athygli með smellnum Ain‘t got nobody, sumarið 2012, en hafa síðan spilað á fjölmörgum tón- leikum á Íslandi og víðar, meðal annars á raftónlistarhátíðinni Sonar í Barselóna. - ósk Sísý Ey í samstarf við Andy Butler Hljómsveitin Sísý Ey spilar á tónleikum með Hercules and Love Aff air, hljóm- sveit Andys Butler. Sísý Ey gefur svo út smáskífu hjá plötufyrirtæki Butlers. GEFA ÚT SMÁSKÍFU HJÁ PLÖTUFYRIR- TÆKI BUTLERS Hljómsveitin Sísý Ey er á leið til London. MYND/ÚR EINKASAFNI „Okkur þykir afar leitt hversu hefur dregist að greiða þeim hæfileikaríku og duglegu börnum sem tóku þátt í gerð myndarinnar Sumarbörn,“ segir annar framleiðandi myndarinnar, Anna María Karlsdóttir. „Við biðj- um börnin og aðstandendur þeirra innilega afsökunar á þessum drætti. Vanhöld þessi eru algerlega á okkar ábyrgð,“ útskýrir hún. Ljósband ehf., sem framleiðir Sumarbörn, er í eigu Hrannar Krist- insdóttur og Önnu Maríu Karlsdótt- ur. Fyrirtækið hefur áður framleitt kvikmyndir á borð við Desember og síðast, Okkar eigin Ósló með Þor- steini Guðmundssyni í aðalhlutverki. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að hraða því að hægt verði að greiða börnunum fyrir þeirra góðu vinnu og munum halda því áfram þar til greiðslur eru í höfn,“ segir Anna María og bætir við að hún og samstarfskona hennar, Hrönn, hafi gert alla samninga við starfsfólk í góðri trú þar sem byggt var á hefðbundinni fjármögnun sem hefur gengið eftir í þeirra fyrri verkum. „Tafir á afgreiðslu fjármagns, meðal annars frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, til myndar- innar var eitthvað sem við sáum ekki fyrir,“ heldur Anna María áfram. „En við ítrekum að það er á okkar ábyrgð að standa við gerða samninga og að því vinnum við öllum árum. Við viljum biðja alla hluteigandi afsökunar á að hafa gert samningana í þeirri trú að afgreiðsla á fjármagni yrði með vanabundnum hætti. Það voru greinilega mistök af okkar hálfu.“ Til stendur að frumsýna kvik- myndina um áramótin, en hún er langt komin í eftirvinnslu. alfrun@frettabladid.is Vanhöld algerlega á ábyrgð framleiðenda Anna María Karlsdóttir og Hrönn Kristinsdóttir, framleiðendur kvikmyndarinnar Sumarbarna, hafa ekki greitt börnum sem fóru með hlutverk í myndinni laun. FRAMLEIÐENDUR MYNDARINNAR Anna María Karlsdóttir og Hrönn Kristins- dóttir eru þaulreyndir kvikmyndaframleiðendur á Íslandi, en ellefu manns sem unnu við kvimyndina Sumarbörn hafa leitað til lögfræðings vegna vangoldinna launa fyrir vinnu sína við myndina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Klipparinn Stefanía Thors deildi á Facebook-síðu fyrir nokkru svokallaðri mínútumynd þar sem aðalleikkona kvikmyndarinnar Sumarbarna, sem framleidd er af Ljósbandi ehf., spyr áhorfandann hvenær hún fái eiginlega greitt fyrir sína vinnu. Í kjölfarið greindu DV og Kjarninn frá því að fjórtán börn undir tíu ára aldri, sem léku í kvikmyndinni, hafa ekki fengið greitt fyrir sína vinnu. Myndin fékk 90 milljón króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands árið 2012, en heildarkostnaður við myndina er 214 milljónir. Sumarbörn er frumraun Guðrúnar Róbertsdóttur leikstjóra við kvikmynd í fullri lengd. Ellefu manns í Félagi kvikmyndagerðarfólks hafa leitað til lög- fræðings vegna vangoldinna launa fyrir vinnu sína við myndina. Sumarbörn D-vítamínbætta léttmjólkin er komin í spariföt til stuðnings beinheilsu þjóðarinnar. Í hvert skipti sem þú velur D-vítamínbætta léttmjólk renna 15 krónur til kaupa á beinþéttnimæli handa Landspítalanum, en með honum er hægt að meta ástand beina á augabragði. Um leið hleðurðu inn kalki og D-vítamíni í beinin þín sem verða sterkari með hverju glasi. D-vítamínbætt léttmjólk breytir tímabundið um útlit Stöndum saman – styrkjum beinin Í gær var tilkynnt um útgáfu nýrrar plötu írska tónlistarmannsins Dami- ens Rice en eins konar hlustunar- partí fór fram á Kexi Hosteli í gær, þar sem blaðamenn hvaðanæva að ljáðu plötunni eyra. Platan ber titil- inn My Favourite Faded Fantasy og kemur út þann 3. nóvember næst- komandi. „Af því að meirihluti plötunnar var tekinn upp og mixaður á Íslandi og platan var unnin með mörgu íslensku tónlistarfólki, var hlustun- arpartíið hér. Ísland er sá staður þar sem Damien kann hvað best við sig í heiminum,“ segir Kári Sturluson, samstarfsmaður Damiens Rice. Nýja platan er sú fyrsta sem Rice sendir frá sér í átta ár, en hann sendi síðast frá sér plötuna 9 árið 2006 en frumburður hans, 0, kom út árið 2002. Sannkallaðar kanónur komu að vinnslu plötunnar og ber þar hæst að nefna Rick Rubin sem hefur unnið með mörgum af þekkt- ustu listamönnum heims og hefur meðal annars fengið sjö Grammy- verðlaun. Rick og Damien pródú- sera sjö af átta lögum plötunnar saman og hafa þeir verið í sam- skiptum varðandi plötuna og unnið saman í þrjú til fjögur ár. Rick Rubin hefur unnið með nöfnum á borð við Metallica, Aerosmith, Adele, Jay Z, U2 og ótal fleirum. Þá á Joel Shearer einnig þátt í plötunni og leikur á fjölda hljóðfæra á henni. Shearer er best þekktur fyrir störf sín með Alanis Morissette, Micha- el Bublé, Nelly Furtado og mörgum fleirum. Platan er tekin upp í Los Ange- les og á Íslandi en í gærkvöldi fóru fram tónleikar í hljóðverinu Sund- lauginni í Mosfellsbæ þar sem hluti plötunnar var tekinn upp. „Þetta voru svona tónleikar fyrir press- una, vini og vandamenn, það var bara verið skála og fagna útgáf- unni,“ bætir Kári við. Ekki liggur fyrir hvort Rice haldi tónleika hér á landi í kjölfar útgáf- unnar. gunnarleo@frettabladid.is Fyrsta platan í átta ár Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice sendir frá sér nýja plötu. Hann nýtur aðstoðar mikilla kanóna. ÍSLANDSVINUR Damien Rice kann best við sig á Íslandi af öllum stöðum í heiminum. NORDICPHOTOS/GETTY Rick Rubin hefur hlotið sjö Grammy-verðlaun, meðal annars fyrir upptökustjórn á plötum á borð við: ■ Stadium Arcadium með Red Hot Chili Peppers ■ 21 með Adele ■ Taking The Long Way með Dixie Chicks. Hann hefur unnið með lista- mönnum á borð við: Lady Gaga, Kanye West, Eminem, System of a Down, Rage Against the Machine. Brot af ferli Ricks Rubin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.