Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 16
FÓLK|HEIMILI Mig langaði til að sjá hvernig salt væri búið til og skoðaði saltverk- smiðjuna á Reykhólum, Norður- salt. Meðan eigendurnir út- skýrðu fyrir mér vinnsluferlið rak ég augun í litla fötu úti í horni og spurði hvað væri í henni. Það var afgangssalt sem ekki er nýtt í framleiðsluna þar sem það er ríkara af magnesíum og því öðru- vísi á bragðið. Ég ákvað að finna þessu afgangssalti tilgang.“ Þannig lýsir Thelma Hrund Benediktsdóttir vöruhönnuður upphafinu á lokaverkefni sínu frá Listaháskóla Íslands en hún útskrifaðist síðastliðið vor. Loka- verkefnið varð húðsápa úr nátt- úrulegum efnum sem nánast öll falla til við aðra framleiðslu. „Ferlið var í raun tilviljunar- kennt og eitt leiddi af öðru en þó liggur mikil rannsókn að baki. Ég var ekki alltaf að hugsa um sápu sem lokaafurð, það er margt ann- að hægt að gera við salt en við saltframleiðsluna á Reyk hólum er heita vatnið sem kemur frá þörungaræktinni við hliðina nýtt og þegar búið er að nýta vatnið í saltframleiðsluna er það fimmtíu gráðu heitt en það er akkúrat hit- inn sem þarf til að búa til sápu. Í sápugerð þarf einnig vítissóda en hann get ég búið til úr salti. Þetta vann því allt saman.“ Sápan inniheldur tólg, þör- unga, salt og repjuolíu en repju- olían er eina efnið sem ekki er frá Reykhólum. „Ég nota bæði harða og mjúka fitu í sápuna, repjuolíu sem kemur frá Þorvaldseyri fyrir austan. Ég er að vinna í því að finna leið til að sleppa olíunni og geta þannig notað hráefni sem öll koma frá Reykhólum. Í framhaldinu væri draumurinn að sápan yrði aukaframleiðslu- vara í saltverksmiðjunni þar sem hægt væri að nýta hluti sem eru til staðar en ekki nýttir sem stendur,“ útskýrir Thelma. SÁPA ÚR SALTI HEIMILI Thelma Hrund Benediktsdóttir bjó til sápu úr hráefnum sem urðu afgangs við aðra framleiðslu á Reykhólum, sem lokaverkefni sitt frá LHÍ. VERKSMIÐJA Kveikjan að lokaverkefni Thelmu var heimsókn í saltverksmiðjuna á Reykhólum. LOKAVERKEFNI Thelma sýndi framleiðsluferlið við sápugerðina á útskriftarsýningunni í vor og stillti meðal annars hráefnunum upp á borð. SÁPA Thelma nýtti afgangshráefni sem féll til við aðra framleiðslu í sápugerðina. VÖRUHÖNNUÐUR Thelma Hrund Benediktsdóttir bjó til sápu úr salti sem lokaverk- efni frá LHÍ. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Sýningin Ertu tilbúin frú forseti? þar sem sýndur er fatnaður og fylgihlutir frú Vigdísar Finn- bogadóttur fyrrverandi forseta Íslands, hefur verið framlengd fram yfir næstu áramót. Sýn ingin í Hönnunarsafni Íslands hefur notið mikilla vinsælda og sam- kvæmt frétt á vef safnsins hefur mikil aukning orðið á því að vinnustaða- eða vinahópar taki sig saman og panti sér leiðsögn. Þá hafa börn frá leikskólaaldri og upp úr fengið sérsniðnar leiðsagnir þar sem saga Vigdísar er sögð og farið yfir hefðir og reglur er tengjast klæðaburði með skemmtilegu ívafi. Síðar í haust verður boðið upp á fyrirlestra og leiðsagnir sérfræðinga og verður það auglýst sérstaklega á heimasíðu safnsins www.honnunarsafn.is og á Facebook. FÖT VIGDÍSAR ÁFRAM TIL SÝNIS ERTU TILBÚIN FORSETI? Sýning á fatnaði og fylgihlutum Vigdísar Finnbogadóttur, fyrr- verandi forseta Íslands, hefur verið framlengd í Hönnunarsafni Íslands fram yfir áramót. GLÆSIKJÓLAR Af nægu er að taka á sýningunni. MYND/GVA Höfundur metsölubókarinnar Náðarstund (Burial Rites), hin ástralska Hannah Kent, verður gestur á baðstofukvöldi Forlagsins á Café Rosenberg í kvöld kl. 20.00. Komið og hittið þessa mögnuðu ungu konu sem hefur breytt sýn okkar á eitt alræmdasta sakamál Íslandssögunnar! „Ótrúleg bók sem ég sat límdur við ...Vatnsdalurinn verður aldrei samur.“ HALLGRÍMUR HELGASON SJÁUMST! FORLAGIÐ www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.