Fréttablaðið - 10.10.2014, Page 2

Fréttablaðið - 10.10.2014, Page 2
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 BANDARÍKIN, AP „Fólkið okkar er að deyja,“ segir Ernest Bai Koroma, forseti Síerra Leóne, og óskar eftir aðstoð umheimsins við baráttuna gegn ebólufaraldrinum í vestan- verðri Afríku. Koroma ávarpaði í gær í gegnum fjarfundabúnað, ásamt forsetum Líberíu og Gíneu, ársfund Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í Washington. Koroma lýsti fyrir fundarmönnum bæði skelfilegum áhrifum veirunnar og vanmætti heilbrigðiskerfis landanna þriggja gagnvart þessari vá. Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, tók undir áskoranir forset- anna þriggja og hvetur ríki heims til að tvítugfalda fjárframlög sín til baráttunnar gegn ebólu. „Við þau ykkar, sem enn hafa ekki heitið framlögum, segi ég: Vinsamlega gerið það fljótt,“ sagði hann. „Þetta er sjúkdómur sem engu eirir.“ Alls hafa nú meira en átta þúsund manns veikst, svo vitað sé. Um fjög- ur þúsund hafa látið lífið. - gb Forsetar þriggja Afríkuríkja kalla á aðstoð í baráttunni við ebólu: Flestir hafa brugðist seint við MUNAÐARLAUS Í MONRÓVÍU Emm- anuel Junior Cooper er einn fjölmargra barna sem misst hafa foreldra sína í Líb- eríu og nágrannaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR Baldur Helgi Benja- mínsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda, telur orðspor Mjólkursamsölunnar hafa beðið hnekki. Það sé ekki til hagsbóta fyrir kúabændur í landinu. Baldur vill endurskoða búvörulögin. Guðmundur Steingrímsson, for- maður Bjartrar framtíðar, gagn- rýndi Mjólkursamsöluna harðlega á þingi í gær. Telur hann Mjólkur- samsöluna ekki haga sér nægilega vel á þeim markaði sem fyrirtækið starfar á. „Þetta horfir þannig við mér að MS er í rauninni ekki afurða- stöð. Að mínu viti eru tvær afurða- stöðvar í landinu, Auðhumla og KS. Mjólkursamsalan er svo bara fram- leiðandi á afurðum úr mjólk. Þetta fyrirtæki, Mjólkursamsalan, er í algjörri einokunarstöðu og það er höfuðverkefni okkar stjórnmála- manna núna að koma í veg fyrir svona stöðu og fyrirbyggja að fyr- irtæki með svona markaðsráðandi stöðu á úrvinnslustigi beiti alla ofríki á markaði. Um þessa fram- leiðslu, eins og aðra, eiga að gilda samkeppnislög,“ sagði Guðmundur. Baldur Helgi telur mjólkur- framleiðsluna í heild hafa beðið hnekki síðustu daga og vikur. „Ég er hræddur um orðspor Mjólkur- samsölunnar og það er ljóst að það hefur beðið hnekki síðustu daga. Bændur þurfa að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir hann. „Það er mjög mikilvægt að mjólkuriðnaðurinn endurheimti traust landsmanna. Landssamband kúabænda hefur af þessu miklar áhyggjur. Staðan er slæm.“ Baldur Helgi segir Landssam- bandið tilbúið til þess að setjast yfir búvörusamningana og gera nauð- synlega breytingar. „Það er okkar mat að mikilvægt sé að mjólkur- framleiðslan í landinu sé í sátt við samfélagið og það skiptir máli fyrir bændur að tryggð sé fjölbreytni í úrvinnslu á mjólkurafurðum og að þeir sem vilja starfa við það hafi til þess rekstrargrundvöll,“ segir hann. „Það þarf að yfirfara allt mjólk- urframleiðslukerfið,“ heldur Bald- ur Helgi áfram. „Við erum tilbúnir til þess og bendi ég á að við settum inn í búvörusamningana árið 2012 að það þyrfti að fara ofan í saumana á skipulagi mjólkurframleiðslunn- ar. Það er ekkert heilagt í þessum efnum. Það eru þessi grundvallar- atriði sem verða að vera í lagi, fjöl- breytni í úrvinnslu og að bændur fái gott verð fyrir afurðir sínar og hafi jafna aðstöðu gagnvart mark- aði, hvar sem þeir búa.“ sveinn@frettabladid.is Orðspor MS beðið hnekki síðustu daga Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda telur orðspor Mjólkursamsölunnar hafa beðið hnekki. Mjólkuriðnaðurinn verði að endurheimta traust almennings. Fara þurfi í saumana á mjólkurframleiðslukerfinu. Ekkert sé heilagt í þeim efnum. ÁHYGGJUR Í MJÓLKURFRAMLEIÐSLU Framkvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda hefur áhyggjur af stöðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það er mjög mikil- vægt að mjólkur- iðnaðurinn endurheimti traust sitt. Landssamband kúabænda hefur af þessu miklar áhyggjur. Staðan er slæm. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda. STJÓRNSÝSLA Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, hefur boðað Eygló Harðardóttur velferð- arráðherra á fund fjárlaganefnd- ar vegna meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði. Fundurinn verður haldinn 22. október. Það var Oddný Harð- ardóttir, þingkona Samfylking- ar og meðlimur í fjárlaganefnd, sem krafðist þess að fundurinn yrði haldinn eftir að Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að vel- ferðarráðuneytið hygðist gera tæp- lega 500 milljóna króna samning til þriggja ára í óþökk Barnavernd- arstofu. - hó Fer á fund fjárlaganefndar: Eygló á fund vegna Háholts SAMFÉLAGSMÁL Jón Gnarr var einn fjögurra sem hlutu Lennon Ono-friðarverðlaunin við hátíð- lega athöfn í Hörpu í gær. Jón hlaut verðlaunin ásamt Jann Wenner, stofnanda og útgef- anda tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley, upphafsmanni samtakanna Peace One Day, og Doreen Remen og Yvonne Force Villareal, stofnendum Art Pro- duction-sjóðsins. Jón Gnarr tilkynnti við afhend- ingu verðlaunanna að hann myndi veita Kvennaathvarfinu verðlaunafé sitt, alls sex millj- ónir króna. „Við erum í sjöunda himni með drenginn. Við höfum ekki haft mikinn tíma til að melta þessar fréttir en við erum óskaplega kátar og þakklátar,“ segir Sig- þrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. „Þetta þýðir að við getum hrint í framkvæmd ýmsum verkefnum sem okkur hefur lengi dreymt um en ekki haft fjármagn til að framkvæma,“ segir Sigþrúður. „Okkur finnst eðlilegt að fé sem er svona til komið nýtist út í sam- félagið.“ Friðarsúlan var tendruð á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon í gær og er þetta í áttunda sinn sem sá viðburður fer fram í Viðey. - sko Jón Gnarr tók við friðarverðlaunum úr hendi Yoko Ono við hátíðlega athöfn: Kvennaathvarfið fékk peningana FRIÐARMARKIÐ Borgarstjórinn fyrrverandi tók við friðarverðlaunum Lennon Ono-sjóðsins. Hann tilkynnti að Kvennaathvarfið fengi verðlaunaféð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR DÓMSMÁL Jón Steinar Gunnlaugs- son segir að hann hafi verið höf- undur greinarinnar „Einnota réttarfar“ sem fór eins og eldur um sinu um internetið árið 2007 þegar dómar um frávísun ákæru- liða í Baugsmálinu höfðu verið kveðnir upp. Þetta kemur fram í nýrri bók Jóns Steinars. Í bréfinu sagði að Hæstirétt- ur gerði miklu strangari kröf- ur til ákæruskjala í Baugsmál- inu en rétturinn gerði almennt. Hæstiréttur hefði sveiflast með almenningsálitinu og fjölmiðlum. Jón Steinar var dómari í Hæstarétti þegar hann skrifaði bréfið. - þþ Höfundur nafnlauss bréfs: Hörð gagnrýni á meðdómara Páll, eru bara vistaðir smygl- arar á Kvíabryggju? „Þetta var sá eini.“ Páll Winkel er fangelsismálastjóri. Nýlega komst upp um fanga sem skipulagði smygl úr fangelsinu á Kvíabryggju. Málið telst upplýst. ÍÞRÓTTIR Liðsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu tóku í spil á milli æfinga í gær en í kvöld bíður mikilvægur leikur í Evrópu- keppninni gegn Lettum í Ríga. Ísland er í efsta sæti síns riðils eftir eina umferð og leikmenn vilja halda sér þar um helgina fyrir næsta leik sem verður á móti Hollandi á Laugardalsvelli á mánudagskvöld. Eins og kunnugt er urðu Hollend- ingar í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar og liðið er því geysisterkt. - gar Mikilvægur leikur hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta: Spilað á spil fyrir stóru stundina AFSLAPPAÐIR Undirbúningur leikmanna Íslands fer ekki allur fram á fótboltavell- inum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ELDGOS Það dregur ekkert úr gos- inu í Holuhrauni samkvæmt Veð- urstofunni. Nýja hraunið fer enn stækk- andi og er nú rúmir 53 ferkíló- metrar. Askjan í Bárðarbungu hefur sigið um 30 metra og hefur dregið úr siginu. Frá því klukk- an sjö í gærmorgun og fram að kvöldmat urðu 25 jarðskjálftar í Bárðarbungu. Sá stærsti var eftir hádegið, 4,1 að stærð. Veðurstof- an segir að enn stafi lífshætta af eldfjallagasi við hraunið. - jme Hraunið er 53 ferkílómetrar: Ekkert dregur úr eldgosinu SPURNING DAGSINS Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð f m eð m e yr irv ar a u ar re m p re m p nt vi l n lu r. H slllslsllslsllslslslllsl á ssss áá sssss á s á s á sss á sss á sss á ááááááá áááááááááááááááá ku . ík u.. ík u. ík u. u. ík u. ík u ík u. ík u.. ík u. ík u. ík u. ík uku . ík u. ík u. ík u. ík ukuku . ík u. ík u. ík u..u.kuuuuuuuuuík u ík u íkkíkkíkí . A h A th A th . A th .. A th A thh A thh ..h.thhh A th A th . A th . A th .h A th . A th .h.h A th A th A thth A thh A thhhh A thhh A thh A thh A thhth A thhhth A th A thhhhhh A thhhhhhhhhhhththhhhhththtttt A t AA t A t AAA veveeveveveeeeeeeeveeeveeeeeeveveeveveveeeeeeve að v eveveve að v eveveveve að vvvvvv að vvvvvvvvvvvvvv aað v að að ðððð g ee g e ðrð g e rð g e rð g e rð g e rð g e ð g e rð g e ð g e g e g ee g eee rð g e rð g eeee g e g ee g e g ee g e ð g e g e g eeeee g ee ð g e g e ð g e rð g e ð g eee rð g e ð g e ð g ee g e rð g ee ð g e g e g e g e g e ð g e g e ð g e g e g e ð g e g e g e rð g ee g e g e gggg ggggggggggggð ggggg ðrðððð ððððððððððððr bbbbbbbb tu rbr bbbbb tu rbb tu rb tu r b tu r bbb tu r bur b t bb ur b tu r bbur bbb tu rb tu r b tu r b tu rbur b tu rb tu r tu r ttu rrrrurrtu rurrtu rurtu r tuu rrrutuuuttuuuutt stys t re ys t ys t ey st re ys t ey stys t re ys tstysyssey ssssy re yss re ysys re yssy re ysys re ys re ysysy re ys re ysys re yseyre y re yeyyyre y re yy re yy re y re yyyy re yeyeyeyre y re yeyeyeyeyereeeeereeeereeeereerrr á n fy rir v yr irv yr i ar a.ra sssss m s m s m s mmm ei miee H e HHHH iðiiiiðiiiiiiiiiðiiððrðððððerfefefff kkk ás k rá skk rá skkkk rá sk rá skkás k ás k r á skká kk rá skkkkás k r k á k rá skkás kkkk ás k rá s r á skkkkás k rá skkká kk r á skskkká k á kkkk r á sk rá skksk rá sk rá skkkk r á sksk r á skskás k rá ssásssásásárá ssásssásásrá s rá sásááááááááááááááááááááááááár rr rrrrrrrr illj a ilj ajaja ja ilj aa ilj a ilj a ilj a ilj ajailj aaljaljailj ajiljiljjjjjljiljiljljjjiiljiljjjjjjjiljjljjjljjjljjjjliljljiljiljiljljljjlllllllllilllililillilililiiiiiiiiiiiii rr rrrrrrrrrrr rrrérsé réérsé r sé r sé rérééséésssssssssssssss tt tt t ét t ttt t ét t ét ttttét tttéttétttétéététététéééééééééééééééééééé il leeee il tt ré t ðr étré tétré té ðiðiððiii a g aaa tin g a g a g aa g a tin g a g aaaa g aa ng a g a g a ng aaaa g a g aa ng aaa áááááááááááá áááááááááááááááááááááááááááááááááááá Frá kr. 19.900 aðra leið með sköttum Alicante

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.