Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2014, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 10.10.2014, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 10. október 2014 | SKOÐUN | 15 Þegar dóttir mín varð eins árs á dögunum uppgötvaði hún kær- leikann. Okkur foreldrunum til gremju eru það þó fyrst og fremst leikföngin hennar sem fá að njóta ástúðarinnar, tuskudýr sem hún knúsar af innlifun. Það kemur þó fyrir, þegar ekkert tuskudýr er tiltækt, að hún beini atlotum sínum að okkur. „Aaa,“ segir hún og strýkur okkur um vangann. Eða það er það sem hún heldur að hún sé að gera. Í raun eru handtökin meira í ætt við bardagabrögð Gunnars Nel- sonar. Kinnhestur, munnkrækja, augnpot, „rear naked choke“. Mér varð hugsað til þessara skaðræðisatlota þegar ég fylgd- ist með fréttum vikunnar. Gjafmildi pólitíkusa Fréttablaðið greindi frá því í upphafi viku að velferðarráðu- neytið hygðist fela Barnavernd- arstofu að endurnýja tæplega 500 milljóna króna þjónustu- samning við meðferðarheim- ilið Háholt í Skagafirði. Barna- verndarstofa er hins vegar eindregið á móti endurnýjun samningsins. Telur stofan að tilhögunin sé ekki í samræmi við faglegar kröfur og með- ferðarþörf barna sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda. Þykir heimilið afskekkt, of fjarri fjölskyldum unglinganna og nauðsynlegri fagþjónustu. Auk þess hefur komið fram í fjölmiðlum að heimilið sé lítið notað og standi gjarnan tómt. Þar sem hvorki nytsemi heim- ilisins né hagsmunir vistmanna þess virðast spila inn í tilskipun velferðarráðuneytisins er erfitt að draga aðra ályktun en þá að byggðasjónarmið ráði för. Slík gjafmildi pólitíkusa þegar kemur að landsbyggðinni er ekki ný af nálinni. Og það eru ekki aðeins framsóknarmenn sem senda bitlinga heim í hérað eins og ríkissjóður sé jafnendur- nýjanleg auðlind og mjöðurinn sem rann úr spenum geitarinn- ar Heiðrúnar forðum. Skemmst er að minnast eins af síðustu verkum Steingríms J. Sigfús- sonar í ráðherrastóli er hann lagði grunninn að kísilmálm- verksmiðju á Bakka með því að senda 2,6 milljarða norður sem nota átti í vegaframkvæmdir, jarðgöng og hafnarbætur við Húsavík. Rausnarlegar sálir leyfa póli- tíkusum að njóta vafans og trúa því að framferði þeirra ráðist aðeins af kærleik í garð sveita landsins. Meinhæðnara fólk kann að halda því fram að þarna sé keyptur fyrir skattfé almenn- ings sigurinn í næsta prófkjöri. En hver svo sem hvatinn er efast enginn um að stjórnmálamenn trúi því að með gjöfum sínum strjúki þeir landsbyggðinni um vangann. Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að atlotin eru, rétt eins og þegar dóttir mín hyggst sýna mér væntumþykju, nær því að teljast „rear naked choke“. Þau eru kverkatak. Íslenska mafían Merkilegustu fréttir vikunn- ar eru þær að það hafi þótt merkilegustu fréttir vikunnar að Mjólkursamsalan er ruddi. Lengi hefur legið fyrir að starfs- hættir MS eiga meira sammerkt með ítölsku mafíunni en venju- legum viðskiptaháttum. Árið 2008 komst borgin Nap- ólí í heimsfréttirnar fyrir að vera sokkin á bólakaf í rusl. Ástæðan var sú að glæpasam- tökin Camorra, mafía Kamp- aníuhéraðsins á Suður-Ítalíu, höfðu sölsað undir sig alla sorp- hirðu. Sorphirða er arðvæn- legur bransi og með ógnunum og samráði tókst þeim að hrekja aðra keppinauta af markaðinum. Ein um hituna gátu glæpageng- in sinnt verkinu með hangandi hendi og losað sig við ruslið í vegaköntum og á víðavangi. Gerði einhver sig líklegan til að stofna sorphirðufyrirtæki til höfuðs þeim var viðkomandi ofsóttur af glæpagenginu og beittur fjárkúgunum uns hann gafst upp. Hljómar kunnuglega, ekki satt? Sveitirnar húðstrýktar Rétt eins og þegar kemur að því að senda bitlinga heim í hérað er það ekki aðeins Framsóknar- flokkurinn sem stendur vörð um Mjólkursamsöluna. Þessi ríkis- varða einokun er í boði allra flokka. En með því að halda hlífiskildi yfir hinni ógnvæn- legu og áhrifamiklu mjólkur- mafíu, til að mynda með því að undanskilja hana frá samkeppn- islögum, eru stjórnmálamenn að húðstrýkja sveitir landsins. Samantekt Kastljóssins fyrr í vikunni á öllum þeim fyrirtækj- um á sviði mjólkuriðnaðar sem Mjólkursamsalan hefur kveð- ið í kútinn með bolabrögðum var fróðleg. Við nánari skoðun kemur í ljós að eitt eiga mörg þessara fyrirtækja sameigin- legt. Þau voru starfrækt úti á landi. Vel má vera að ríkisstjórn- in telji sig sýna landsbyggðinni ástúð með því að moka krónum í að búa til gervistörf í hnign- andi byggðum landsins. En í stað þess að vera landsbyggð- inni knús jafnast þessi stefna á við kjaftshögg. Hversu lengi er hægt að viðhalda byggðunum með því að láta fólk gæta þar tómra stofnana? Hversu freist- andi atvinnumöguleikar er stór- iðja fyrir æsku landsins? Nær væri að stjórnvöld hættu að taka þátt í að berja niður nýsköpun í matvælaiðnaði – alvöru nýsköp- un sem býr til alvöru störf – sem náttúrulegt væri að ætti sér stað í sveitum landsins. Í stað þess að gefa sveitum landsins rothögg, hvernig væri að gefa einokun Mjólkursamsölunnar náðar- högg? Knús eða kjaftshögg Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Vel má vera að ríkis- stjórnin telji sig sýna landsbyggðinni ástúð með því að moka krónum í að búa til gervistörf í hnign- andi byggðum landsins. En í stað þess að vera lands- byggðinni knús jafnast þessi stefna á við kjaftshögg. AF NETINU Tíðindi úr Neanderdal Fyrir stuttu sá ég mynd af Neander- dalskonu sem er svo sem ekki í frásögur færandi fyrir utan það að fram að því hafði ég bara séð myndir af Neanderdalskörlum. Miðað við grunnþekkingu á því hvernig tegundir fjölga sér myndi ég varlega áætla að það hafi verið álíka margar konur og karlar til að viðhalda tegundinni, nema þarna sé komin skýringin á því hvernig fór fyrir Neanderdals- mönnum. Af einhverjum ástæðum virðist karlkyn yfirleitt vera hið sjálfgefna kyn í aðstæðum þar sem ekki skiptir máli hvort kynið er sýnt. Til dæmis voru nánast allir brandarar sem ég lærði sem barn um einhverja kalla, nema auðvitað ljósku- brandarar Um daginn sagði ég sex ára dóttur minni hinn sígilda brandara um vinnu- mennina Við og Vind. Í minni útgáfu var bóndakona sem réð þá sem vinnumenn og endaði hún svo á að leysa Vind og reka Við. Ég biðst afsökunar á að eyðileggja punch line-ið ef ein- hver hefur ekki heyrt þennan brandara. Nokkrum dögum síðar kom dóttir mín frekar skúffuð til mín og sagðist hafa lesið sama brandara í blaði og þar var þetta bóndi sem réð vinnumennina. Var þetta álitin klár sögufölsun hjá móðurinni. www.deiglan.is Sigríður Dögg Guðmundsdóttir Á R N A S Y N IR Bíldshöfða 10 S: 5878888 br.is Engin lántökugjöld á bílafjármögnun í október Bílaleiga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.