Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 12
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 www.fiskikongurinn.is FISKIKÓNGURINN S0GAVEGI 3 HÖFÐABAKKA 1 Sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAG 10 - 15 KOMDU ELSKU NNI ÞINNI Á ÓVART STÓR SEXÝ DJÚSÍ Uppskrift af rækjukokteil er á Facebook síðu Fiskikóngurins VIÐSKIPTI Stilla útgerð ehf., sem fer með minnihlutaeign í Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), hyggst stefna öðrum hluthöfum félagsins vegna sameiningar við útgerðina Ufsaberg, og kaupa á fyrirtækinu Eyjaís. Þetta lá fyrir eftir hluthafafund VSV á miðvikudag þar sem for- svarsmenn Stillu lögðu ti l , og fengu samþykkt í krafti laga um hlutafélög, að einstaklingum og félögum sem fara með meiri- h lutann yrði stefnt í nafni Vinnslustöðvar- innar sjálfrar til að greiða skaða- bætur vegna tjóns sem þeir hefðu orðið fyrir við sameiningu og kaup á félögunum tveimur í Eyjum. Eigendur Stillu, bræðurnir Guð- mundur og Hjálmar Kristjáns- synir, vilja meina að viðskiptin valdi VSV tjóni, og einstaklingar og félög sem mynda meirihlutann hafi hag af viðskiptunum, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvar- innar, segir þá bræður vilja bætur fyrir tjón sem þeir telja sig verða fyrir – nokkuð sem aðrir hluthaf- ar geti ekki fallist á að sé raun- in. „Þvert á móti tel ég viðskiptin mjög hagfelld fyrir félagið,“ segir Guðmundur og bætir við að átök- in innan VSV standi félaginu fyrir þrifum í allri eðlilegri uppbygg- ingu sjávarútvegsfyrirtækis. „Það að hóta meðeigendum sínum með þessum hætti held ég að sé án fordæma,“ segir Guð- mundur og segir deginum ljósara að hluthafalögin séu meingölluð. Hér vísar Guðmundur til þess að samkvæmt hluthafalögum mega eigendur meirihluta hlutafjár ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu vegna mála sem beinast gegn þeim sjálf- um, og þannig hafi minnihlutinn gerræðislegt vald til að ná sínu fram. Spurður hvort málarekstur bræðranna sé til þess að koma í veg fyrir að hlutfjáreign þeirra þynnist út, segir Guðmundur að málið líti þannig út fyrir sér enda hafi þeir lengi reynt að auka hlut sinn í VSV, en enginn í hópi Vest- manneyinganna hafi viljað selja. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims og stjórnarmaður í VSV, segir að málið liggi ljóst fyrir og snúist um tvennt. VSV sé metin allt of lágt, og því hafi verið selt á undirverði. „Svo teljum við að það sé hægt að reka Vinnslu- stöðina miklu betur. En meirihluti hluthafa hefur ekki viljað fara eftir okkar tillögum, t.d. varðandi fjárfestingu í skipum og tækjum,“ segir Guðmundur og nefnir að stór sjávarútvegsfyrirtæki, sam- bærileg við Vinnslustöðina, skili betri afkomu. Því séu möguleikar félagsins vannýttir, og gömul atvinnutæki hluti af þeirri skýr- ingu. svavar@frettabladid.is Hóta málsókn í annað sinn Guðmundur í Brimi og bróðir hans, Hjálmar Kristjánsson, ætla í skaðabótamál gegn öðrum hluthöfum í Vinnslustöðinni hf. Framhald áralangra deilna á milli þeirra og meirihlutahóps Vestmannaeyinga. Tillaga Stillumanna er í raun nýr kafli í átökum innan félagsins sem á sér langa sögu. Um eru að ræða átök eigenda Stillu sem eiga ríflega 30% í VSV, Guðmundar Kristjánssonar, sem er oftast kenndur við útgerð sína Brim, og bróður hans Hjálmars, við hóp Vestmannaeyinga sem á tæp 70%. Átökin náðu hámarki þegar VSV keypti hluti í Ufsabergi árin 2008 og 2011, gegn vilja bræðranna. Þeir fóru með málið fyrir dómstóla og stefndu þáverandi stjórnarformanni ásamt þremur úr eigendahópi félagsins. Þeir féllu síðar frá þeirri kröfu. Í mars 2013 ógilti Hæstiréttur samruna VSV og félaganna tveggja; ný samrunaáætlun var samþykkt af VSV og Ufsabergi í sumar og var sam- þykkt á fundinum á miðvikudag. Málið er því í raun að fara annan hring. FRAMHALD ÁRALANGRA ÁTAKA INNAN VSV VIÐ BRYGGJU Bræðurnir vilja endurnýja skip og tæki – stjórnarformaður segir deilur standa í vegi fyrir því. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON STJÓRNMÁL Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram fyrirspurn á fundi borgarráðs þann 14. ágúst síðast- liðinn um hvernig greiðslum til aðila sem sitja í nefndum borgar- innar sé háttað. Í svörum frá Reykjavíkurborg frá 29. september kemur fram að misjafnt sé eftir nefndum hvern- ig greiðslum sé háttað eða hvort greitt sé fyrir setu í nefnd. Sem dæmi fá fulltrúar í úthlut- unarnefnd barnabókaverðlauna, ferlinefnd fatlaðra og þjónustu- hóps fatlaðra 12.285 krónur fyrir hvern fund en formaðurinn fær tvöfalda þá upphæð. - hó Fyrirspurn um greiðslur: Rúmar 12.000 krónur á fund FYRIRSPURN Borgarfulltrúar Framsókn- ar og flugvallarvina lögðu fram fyrir- spurn um greiðslur vegna nefndarsetu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Heilsugæslu- stöðin í Glæsibæ hefur tekið upp- lýsingagáttina Veru í notkun. Þar getur fólk fengið rafrænan aðgang að upplýsingum um eigið heilsufar. Innleiða á Veru í öllum heilbrigðisumdæmum. - jme Vera í gagnið í Reykjavík: Aðgangur að eigin skrám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.