Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 54
Ítarlegt viðtal við Emblu um þessi mál og önnur má sjá í Íslandi í dag í kvöld sem hefst 18:55 á Stöð 2 visir.is Það er særandi og móðgandi að gert sé ráð fyrir að sú stelpa sem verður skotin í mér glími við kyn- röskun sem er viðurkennd geð- röskun innan geðlækninga.“ Þetta segir hin 24 ára Embla Guðrúnar- og Ágústsdóttir sem stundar nám í félags- og kynjafræði við Háskóla Íslands. Embla er hreyfihömluð og segir einkennilegt að fólk geri aldrei ráð fyrir að hún sé á föstu eða langi til þess, hvort hana langi í barn eða börn. „Eðlilegar spurn- ingar sem vinkonur mínar á sama aldri eru iðulega spurðar út í.“ Hlýtur að vera pervert Embla er búin að fá nóg af því hvernig litið er á fatlað fólk, hvern- ig komið er fram við það og hvernig viðmótið virðist lítið breytast þrátt fyrir þá umfjöllun sem á sér stað. „Það er hvorki þægilegt fyrir mig né þær stelpur sem ég á stefnumót við, að vita til þess að það sé viður- kennt að það hljóti eitthvað að vera að þeim, fyrst þær laðist að mér.“ Embla segir þó skipta máli í hvora áttina málið snýr. „Ef ófötluð kona er með fötluðum manni, finnst mörgum hún vera góð og kjörkuð. Þessi kona fær klapp á bakið. Ef ófatlaður maður er hins vegar með fatlaðri konu, hlýtur eitthvað að vera að honum. Hann getur ekki mögulega elskað og virt mann- eskjuna sem hann er með, hann er pervert.“ Ekki litið á fatlaða sem kynverur Á dögunum hélt Embla fyrirlestur í Háskóla Íslands um samspil kyns og fræðslu og þá upplifun hennar að fá í raun ekki að vera kyn. „Fólki lítur ekki á fatlað fólk sem kynver- ur og gerir ekki ráð fyrir að við séum það. Það er ergjandi. „Það er litið á mig og komið fram við mig eins og ég sé þriggja ára. Fólk spyr manneskjuna með mér hvort eða hvað ég vilji, frekar en að spyrja mig sjálfa. Þá finnst fólki ekkert að því að snerta mig, snerta hárið á mér og klappa mér á bakið. Þetta er eitthvað sem það myndi aldrei gera við aðra ófatlaða manneskju, nema hún sé þá þriggja ára.“ Þá segir Embla einkennilegt að ófötluðum finnst þeir þurfa að hrósa fötluð- um í tíma og ótíma. „Það er allt- af verið að segja við mig, og það á mjög barnslegan hátt, að ég sé svo fín og mikið krútt svo ekki sé talað um hvað ég sé dugleg. Orðið dug- leg hefur í dag enga merkingu fyrir mér því ég er sögð dugleg fyrir það eitt að kaupa í matinn.“ Vinkonunum hrósað fyrir að umgangast hana Embla segir ekki vandamálið vera að fólk vilji ekki fötluðum vel. Það kann þó illa að umgangast fatl- aða og segir hún til að mynda sárt þegar sussað er á barn sem spyr foreldri sitt hvers vegna hún gangi skringilega eða hvers vegna ein- hver sé í hjólastól. „Þegar svona er brugðist við upplifir barnið eitt- hvað rangt og neikvætt. Betra væri að segja við barnið að allir séu ekki eins og jafnvel spyrja barnið hvort því finnist hjólastóllinn ekki flott- ur.“ Það er ljóst að Embla og annað fatlað fólk þarf að takast á við hluti sem aðrir leiða varla hugann að. „Það upplifa til dæmis fáir að vinir þeirra fái sérstakt hrós fyrir að fara með þeim út á lífið. Fólk gerir ráð fyrir að ég hafi ekkert fram að færa og að vinirnir taki mig með af tómri góðmennsku. Þetta pirrar.“ Betra í útlöndum Embla segist finna mun minna fyrir því að vera fötluð þegar hún er erlendis, til að mynda í Svíþjóð. „Þar eru menn einfaldlega komnir mun lengra en hér heima. Þar er fólk mun sýnilegra. Það vinnur í bönkum, á veitingahúsum o.s.frv. Þetta sérðu ekki hér heima.“ Hún segist þó vongóð um að viðhorf fólks og framkoma þess í garð fatlaðra breytist í náinni framtíð. „Hún þarf að gera það og hlakka ég mikið til þess dags þegar eng- inn tekur sérstaklega eftir mér þó ég sé aðeins öðruvísi,“ segir Embla. Er eitthvað að stelpum sem eru skotnar í mér? „Það er litið á mig og komið fram við mig eins og ég sé þriggja ára. Fólk spyr manneskjuna með mér hvort eða hvað ég vilji, frekar en að spyrja mig sjálfa.“ KOMIN MEÐ NÓG Embla er komin með nóg af því hvernig litið er á fatlað fólk. FRÉTTBLAÐIÐ/VALLI Ef ófötluð kona er með fötluðum manni, finnst mörgum hún vera góð og kjörkuð. Sindri sindrason sindri@stod2.is PI PA 40 MILLJÓNIR Á EINN MIÐA! Vænlegast til vinnings MILLJÓNAVELTAN AÐALÚTDRÁTTUR 70 MILLJÓNIR 3.000 manns fá allt frá 5 þúsund á einn miða. A 40 A R\ TB W krónum upp í 25 milljónir. W A • S ÍA • 1 43 26 0 DRÖGUM Í DAG 10. OKTÓBER Tryggðu þér miða fyrir kl. 18 í dag! miða áTryggðu þér www.hhi.is síma , í 563 83OO næsta eða hjá boðsmanni.um averððMi 00 kr.3er aðeins 1. KAREINN MIÐI, ÞREFALDIR MÖGULEI MILLJÓN Á MANN 5 x 1 MILLJÓN 5 heppnir vinningshafar fá eina milljón króna hver. 1 10. október 2014 FÖSTUDAGUR LÍFIÐ 10. október 2014 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.