Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Mæðgur með matarblogg. Dísukökur. Skóhönnuðurinn Marta Jónsson. Fataskápurinn. Tíu spurningar og tíska. Bloggarinn. 2 • LÍFIÐ 10. OKTÓBER 2014 Þ að er aldrei lognmolla í kringum orkuboltann Sollu Eiríks en hún og Hildur dóttir hennar stofnuðu fal- legt og girnilegt matarblogg á dög- unum. „Við mæðgurnar höfum báðar brennandi áhuga á matargerð, um- hverfisvernd og lífrænni matjurtarækt. Samverustundum okkar snarfjölgaði fyrir nokkrum árum þegar barnabörnin komu til sögunnar og gafst þá tími til að sinna þessum sameiginlegu áhugamálum. Í kjöl- farið ákváðum við að deila afrakstrinum með ykkur sem hafið svipuð áhugamál.“ segir Solla. Mæðgurnar hafa frá unga aldri haft mikinn áhuga á listum og hafa báðar lagt stund á listnám, Solla lærði myndlist, text- íl og hannyrðir en Hildur lagði tónlistina fyrir sig. Matarblogg mæðgnanna endurspeglar þessa listhneigð þeirra en það er skreytt fögrum ljósmyndum og fróðlegum frá- sögnum. Solla er einnig hluti af sjónvarpsteymi Heilsugengisins en ásamt henni eru í hópn- um Valgerður Matthíasdóttir sjónvarps- kona og Þorbjörg Þorsteinsdóttir, hjúkrun- arfræðingur og næringarþerapisti. Þátturinn hóf göngu sína á Stöð 2 síðast- liðinn fimmtudag en í honum fá áhorf- endur að heyra og sjá magnaðar reynslu- sögur fólks sem veikist og fær oft ekki bót meina sinna hjá læknum með hefðbundinni lyfjameðferð. Þessir einstaklingar taka þá málin í sínar hendur og breyta um lífs- stíl og mataræði og ná þannig ótrúlegum bata. Solla kennir áhorfendum að búa til dýrindis heilsurétti sem hægt er að nota sem lækningu við ýmsum kvillum sem hafa verið til umræðu í þættinum og Þor- björg gefur heilsuráð og hugmyndir um vítamín, bætiefni og mat sem gera okkur gott og hjálpa til við að halda góðri heilsu og í sumum tilfellum til að ná betri heilsu. „Láttu matinn verða meðalið þitt og með- alið vera matinn, var setning sem Hippó- krates, faðir læknisfræðinnar, sagði fyrir meira en tvö þúsund árum. Þetta er flott setning og er öllum hollt að vera minntur á þennan gamla fallega boðskap en við í Heilsugenginu endurspeglum einmitt þetta í þáttaröðinni,“ segir Solla. Rikka@365.is Við á Heilsuvísi erum búin að taka saman frábæran lagalista frá níunda áratugnum fyrir ræktina. Nú geturðu hlaðið niður svo- kölluðum QR-kóða í snjallsím- ann þinn. Byrjaðu á því að ná í svokallað smáforrit sem les QR-kóða og beindu síman- um að kassanum hér við hlið- ina. Síminn nemur kassann og bætir þá lagalistanum hérna fyrir neðan sjálfkrafa við Spoti- fy-forritið þitt. MANIAC MICHAEL SEMBELLO EYE OF THE TIGER SURVIVOR HOLDING OUT FOR A HERO BONNIE TYLER FOOTLOOSE KENNY LOGGINS FLASHDANCE IRENE CARA I’M SO EXCITED THE POINT- ER SISTERS JUMP VAN HALEN TAKE ON ME A-HA THE FINAL COUNTDOWN EUROPE WALKING ON SUNSHINE KATRINA & THE WAVES FJÖRUGUR LAGA LISTI FRÁ 9. ÁRATUGNUM BEINT Í SÍMANN LÁTTU MATINN VERA MEÐALIÐ OG MEÐALIÐ VERA MATINN Sollu Eiríks þarf vart að kynna fyrir þjóðinni en hún hefur verið frumkvöðull á sviði heilsumatreiðslu á Íslandi og þó að víðar væri leitað en hún hefur verið kosin besti hráfæðiskokkur heims í tvígang. Nýlega setti hún á laggirnar matarblogg með dóttur sinni og stýrir sjónvarpsþætti sem hefur það að markmiði að leiða landann að betra lífi . Heilsuvísir mælir með því að þú fáir þér engifer nú þegar fer að kólna og haustpest- irnar farnar að ganga. Engiferjurtin er talin hafa lækn- andi eiginleika og geta hjálpað til við hina ýmsu heilsufarskvilla. Hún er sérstaklega góð við kvefi, hálsbólgu og magavandamálum. Heilsuvísir mælir með því að setja engifer frekar í blandara en í safa- pressu til þess að engin næringar- efni jurtarinnar tapist og hún nýtist sem best. LÍFIÐ MÆLIR MEÐ ● Að í líkamanum eru um 640 vöðvar. ● Að hraði taugaboða er allt að 300 km á klukkustund. ● Að lærbeinin eru lengstu, þyngstu og sterkustu beinin í líkama okkar. ● Að hjartað slær um það bil 100.000 sinnum á sólarhring. ● Að hver maður hefur alls um fimm milljón- ir hára á líkamanum. VISSIR ÞÚ... Heilsuvísir Sólveig Eiríksdóttir ásamt dóttur sinni, Hildi Ársælsdóttur. ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Umsjón Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Valgarður Gíslason Lífi ð www.visir.is/lifid … ENGIFER HEILSUVÍSIR Á SPOTIFY Skannaðu kóðann og tónlistar- heimur Heilsuvísis opnast þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.