Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 56
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 32 BAKÞANKAR Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Þegar Stefán Jón Haf-stein kvaddi samstarfs-menn sína í Malaví sagði hann að gæti hann tekið eitthvað eitt með sér frá Afríku þá væri það brosið. Það gerði hann því fyrsti kaflinn í bók, sem hann skrifaði eftir að heim var komið, Afríka – ást við aðra sýn, nefnist Bros og er helgaður brosi fólksins í sunn- anverðri álfunni í máli og mynd- um. Eða eins og hann skrifar: „Ég tók með mér öll þessi bros og vildi geta endurgoldið þau.“ Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem hann tók þegar hann var verkefnis- stjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu í eitt ár og síðan umdæmisstjóri sömu stofnunar í Malaví frá 2008-2012. „Ég þurfti að fá meiri fjar- lægð frá Afríku og tækifæri til að melta ýmislegt sem ég sá og upplifði þar og fannst því gott að skrifa bókina hérna heima,“ segir Stefán Jón. Hann kveðst hafa gert sér far um að skoða Afr- íku með augum Íslendingsins og horfa jafnframt á Ísland úr suðri. „Þetta eru oft persónulegar pæl- ingar, ég ber saman lífskjör og náttúru frá báðum sjónarhornum, skyggnist undir yfirborðið í dag- legu lífi fólksins og býð upp á aðra sýn en þessa fréttatímasýn, sem er bara skyndimyndir af hörm- ungum. Í bókinni eru frásagnir af lífi fólks sem býr við hlutskipti svo gjörólíkt okkar hérna á Íslandi,“ segir Stefán Jón og nefnir dæmi um hugleiðingar sínar í bókinni um börn í heyrnleysingjaskóla í Namibíu: „Börnin lifa í svartnætti, eiga sér hvorki tungumál, sögu, söngva né menningu. Varla er hægt að ímynda sér meiri einsemd. Samt er alltaf stutt í brosið. Ég fór að velta því fyrir mér af hverju við Íslendingar brosum svona lítið. Hvar týndum við brosinu? Var það í öllu tímahrakinu eða af því að hér er alltaf svo kalt? Ef svona útskúfuð börn geta brosað hljótum við að geta brosað meira.“ Að þessu sögðu er Stefán Jón spurður hvort sjálfur sé hann orð- inn brosmildari eftir dvölina í Afr- íku. „Já, ég brosi meira, kannski ekki nóg, en ég reyni að halda bros- inu við. Vera glaðlegri og minna pirraður,“ segir hann – brosandi. Enda rík ástæða til í ljósi þess að honum gengur vel að safna fyrir prentkostnaði bókarinnar gegn- um söfnunarsíðuna Karolina- fund. „Sjóðurinn býður upp á mjög Hvert fór brosið? Stefán Jón Hafstein gefur út hugleiðingar sínar í bókinni Afríka– ást við aðra sýn. Hann bjó í Namibíu og Malaví, þar sem hann tók ljósmyndirnar í bókinni. SKRIFAÐI BÓKINA HÉR HEIMA Stefán Jón Hafstein fjallar um daglegt líf Afríkubúa eins og það kom honum fyrir sjónir þegar hann bjó og starfaði þar ytra. Týndum við brosinu í neytendafrekjunni sem okkur er innrætt? Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér og þarf ekki að brosa, hann borgar og má heimta. Er þetta brosleysi sölumenningarmótun eða sá náttúran um að setja okkur í vinsemdar- kæli? Fraus brosið fast í munnherkjum þennan níu mánaða vetur sem við þraukum á norðurslóð eða formyrkvaðist það í skammdegisdrunganum sem ekkert undir Afríkusól þekkir? Eða var það tíminn sem við týndum? Hvarf brosið í svartan svelg tímahraks og klukkuþrældóms? Þið eigið klukkur, við eigum tíma, segja Afríkumenn. Hvert fór brosið? UM BROSIÐ SEM TÝNDIST Á NORÐURSLÓÐ „TÖ FF, BRENGLUÐ OG ÖGRANDI“ - EMPIRE „HALDIÐ YKKUR FAST!“ - TIME OUT GONE GIRL KL. 4.45 - 8 - 11 GONE GIRL LÚXUS KL. 4.45 - 8 - 11 DRACULA KL. 5.45 - 8 - 10.15 THE EQUALIZER KL. 8 - 10.45 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 - 10.30 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 - 10.20 PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30 KL. 5.45 - 9 THE EQUALIZER KL. 9 BOYHOOD KL. 5.40 - 9 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15 VONARSTRÆTI KL. 6 “GRÍPANDI, SNJÖLL OG SNILLDARLEGA OFIN. EIN AF BESTU MYNDUM LEIKSTJÓRANS FRÁ UPPHAFI. EIN AF ALBESTU MYNDUM ÁRSINS.” -T.V., BIOVEFURINN #1 MOVIE IN THE WORLD GONE GIRL 4, 7, 10 DRACULA UNTOLD 6, 8, 10 WALK AMONG TOMBSTONES 5:45, 8, 10:20 SMÁHEIMAR 3:50 PÓSTURINN PÁLL 2D 4 -T.V., biovefurinn -EMPIRE ÍSL TAL ÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. www.laugarasbio.isSími: 553-20755% KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKA EGILSHÖLL Í Ó Ó Í Ú LEIKSTJÓRI TALSETNINGAR RÓSA GUÐNÝ FRÁBÆR NÝ ÍSLENSK GAMANMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR THE CONJURING THE FRIGHT FILE FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ STEVE CARELL ROBIN WILLIAMS KVEÐUR OKKUR Í ÞESSARI STÓRSKEMMTILEGU GAMANMYND Heyrðu, hvernig gekk með þessa píu í gær?“ „ÆI, ég tók eitthvað í hana og reyndi að kyssa hana. Þá bara brjálaðist hún og sagðist ætla að hringja á lögguna ef ég hætti ekki!“ „OH, alltaf þarf löggan að eyðileggja góðu stundirnar.“ ÞETTA samtal heyrði ég á milli tveggja ungra pilta á Laugaveginum á sunnu- dagsmorgni fyrir stuttu. Þeir voru nýskriðnir af djamminu, enn þá híf- aðir og ég er nokkuð viss um að þeir héldu sér gangandi á vímu- gjöfum sem eru aðeins sterkari en áfengi. EN ÞEIR hittu naglann á höfuð- ið. Löggan eyðileggur stundum „góðu stundirnar“. Það er náttúru- lega glatað. Því þegar við stelp- ur segjum: „Hættu þessu eða ég hringi á lögguna“ erum við í raun að segja: „Vá, þú ert fal- legasti maður sem ég hef séð. Mig langar að njóta ásta með þér og eyða ævinni í örmum þínum en ég bara verð að segja nei svo þú gangir á eftir mér og viljir mig meira.“ Er það ekki stelpur? ÞAÐ ER svo glatað að segja bara já strax. Gefa samþykki. Það tekur allt fútt úr eltingarleiknum. Þetta hlýtur löggan að vita. Skrítið að hún sé samt enn í því að eyðileggja „góðu stundirnar“. Er enginn búinn að segja þeim mönnum og konum sem halda uppi lögum og reglu í þessu landi hvað við konur meinum í alvöru þegar við segjum „nei“, „farðu af mér“, „hættu“, „slepptu mér“, „þetta er vont“? JÆJA, þá. Þá geri ég það hér með. Og tala fyrir hönd allra kynsystra minna því þegar kemur að „góðu stundunum“ erum við allar eins. Við stelpur viljum láta áreita okkur. Við viljum að karlmenn þröngvi sér upp á okkur. Við viljum ekki að þeir hætti þegar við segjum nei. Og við viljum alls ekki að einhver skerist í leik- inn þegar þeir sjá að við getum ekki varið okkur fyrir ágengum karlmönnum sem vilja komast í buxurnar okkar. OK? #kaldhæðni Ekki eyðileggja „góðu stundirnar“ áhugaverða leið, sem gefur rithöf- undum og öllu skapandi fólki kost á að gefa sjálft út verk sín með því að safna áheitum eða styrkjum gegnum síðuna. Úr þessu verður mjög skemmtilegt samfélag því margir hafa samband og afla sér upplýsinga áður en þeir ákveða að styrkja verkefnin. Ég hef fengið rúmlega 130 styrktaraðila á stutt- um tíma, sem hver um sig borgar tiltekna lágmarksupphæð gegn því að fá bókina senda þegar hún kemur út. Markmiðið um að ná upp í allan prentkostnaðinn gæti náðst á næstu tíu dögum. Með þessum hætti losnaði ég við að leita að útgefanda og þurfti ekki að fara í bankann og biðja um yfirdráttar- lán. Bókin er gefin út milliliðalaust. Ég tók myndirnar og skrifaði text- ann og konan mín, Guðrún Kristín Sigurðardóttir, sem er grafískur hönnuður, hafði hönnunina á sinni könnu,“ segir Stefán Jón. Hann hyggst ekki aðeins efna til hófs í tilefni af útkomu bókarinn- ar um aðra helgi heldur líka ljós- myndasýningar á myndum sínum frá Afríku. Spurður í lokin hvort ekki hafi verið erfitt fyrir hann að sjá alla þungbúnu Íslendinganna við heimkomuna fyrir tveimur árum svarar hann: „Þeir eru ekki það versta sem ég hef séð, því miður.“ valgerdur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.