Fréttablaðið - 10.10.2014, Page 37

Fréttablaðið - 10.10.2014, Page 37
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 10. OKTÓBER 2014 • 7 Myndaalbúmið Lolita, fjögurra ára óskabarn ● Á búðargólfinu í einni af verslun sinni í London ● Með eiginmanni sínum, Úlfari Inga Jónssyni, og dóttur. Marta segir þau hjónin hljóta að fara að fá fálkaorðuna fyrir lang- líft hjónaband. Fyrir fjórum árum stækkaði fjölskyldan og hjart- að með, eins og Marta segir sjálf. Fyrsta ástin hennar Mörtu voru skór en stóra ástin í lífinu er litla dóttirin. „Við erum eiginlega nýbak- aðir foreldrar og orðin 45 ára. Það tók okkur tíu ár að búa hana til, með allri aðstoð sem hægt var að fá. Stundum óskaði ég þess að hægt væri að klippa á þessa móðurþrá og ég gæti bara sætt mig við lífið án barns – en sem betur fer voru ekki til nógu stór skæri. Það var alltaf einhver neisti og ég bara hélt áfram, svona eins og ég er og hætti ekki fyrr en ég komst á leiðarenda. Sem betur fer.“ Töggur í íslenskum konum Marta segir lífið hafa breyst mikið við komu dótturinnar, Ragnhild- ar Mörtu Lolitu. „Við að eignast hana og verða móðir fann ég gömlu orkuna mína, sem ég var smá búin að týna. Ég eiginlega endurfædd- ist, yngdist upp og það kviknaði nýr kraftur. Ég get eiginlega ekki lýst því, ég er bara á ljóshraða,“ segir Marta hlæjandi. Til þess að geta sinnt starfinu býr móðir Mörtu hjá þeim úti í London og hugsar um Lolitu, eins og hún er kölluð, á daginn. „Það er yndislegt að þær fái að eyða tíma saman og þannig næ ég að púsla saman deginum. Í Bretlandi hætta margar konur að vinna þegar þær eignast barn og er það aðallega út af dýrri barna- gæslu. Hér á Íslandi er betur búið um hnútana og svo er bara svo mik- ill töggur í íslenskum konum. Sem betur fer fá þær tækifæri til að láta ljós sitt skína á vinnumarkaðnum, annað væri svo mikil synd. Það er svo fyndið, ég get þekkt íslenskar konur langar leiðir á flugvöllum erlendis. Þær eru svo töff og það skín frá þeim orkan, það sést ein- faldlega á hreyfingum þeirra.“ Íslenskir kaupmenn einstakir Marta opnaði sína fyrstu búð á Íslandi fyrir ári, á Laugaveginum. Búðin hefur gengið framar öllum vonum. „Já, ég var svolítið hissa. Mörgum fannst skórnir undarlega ódýrir, svona miðað við að þeir eru gerðir úr ekta leðri. En þar sem ég framleiði skóna sjálf og flyt þá milliliðalaust til landsins þá næ ég að halda verðinu niðri. Svo er bara svo gaman að fá að vera kaupmaður á Íslandi eftir margra ára viðskipti í London. Bretar eru snillingar í smásölu en það jafnast ekkert á við íslenska kaupmanninn. Þótt íslenski kaupmaðurinn sé ekki inni í búðinni þá finnur maður fyrir honum, finn- ur fyrir persónunni og ástríðunni. Maður labbar ekkert inn í Topshop og finnur fyrir Philip Green,“ segir Marta að lokum, geislandi kát og full af orku. Hún hefur töffaralegt yfirbragð, er sjálfsörugg og ákveðin í hreyfingum. Eiginlega nákvæm- lega eins og hún lýsir sjálf hinum kröftugu íslensku konum. Við erum eigin- lega nýbakað- ir foreldrar. Það tók okkur tíu ár að búa hana til, með allri aðstoð sem hægt var að fá. Stundum óskaði ég þess að hægt væri að klippa á þessa móðurþrá og ég gæti bara sætt mig við lífið án barns – en sem betur fer voru ekki til nógu stór skæri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.