Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 35
Á Íslandi er allra veðra von sem endurspeglast í þeim kröfum sem Íslendingar gera til útivistarfatnaðar. Frá upp- hafi hefur markmið Cint amani verið að framleiða fatnað þar sem bestu mögulegu gæði og frábær hönnun vinna saman. Cintamani stenst því íslenska veðráttu ekki síður en strangar kröfur Íslend- inga um fallega hönnun. „Styrkleiki Cintamani er lita- dýrðin, gæðin og falleg snið,“ segir Guðbjörg Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Cintamani. „Ein- stakt hönnunarteymi Cintamani nær með mikilli færni að sam- eina þessa þrjá þætti. Hver einasta vara er hönnuð með hjartanu, með það að markmiði að vera það sem Cintamani stendur fyrir; lífsgleði, hugrekki og gæði.“ Guðbjörg segir Cintamani vera í mikilli sókn hér á landi og að fyrir- tækið hafi vart undan að framleiða fatnað fyrir viðskiptavini sína. „Sala á skeljum fór fram úr okkar björtustu vonum í sumar enda var veðurfarið í sumar líkara haust- veðri. Við finnum vel fyrir aukn- um ferðamannastraumi til lands- ins og leggst Cintamani vel í ferða- menn sem dásama litadýrðina og sniðin.“ Að sögn Guðbjargar eru helstu mistökin við val á skeljum þau að kaupa skelina of þrönga. Gera þurfi ráð fyrir loftrými á milli lík- ama og skeljar til þess að eigin- leikar hennar nái að virka sem best. „Við mælum alltaf með að fólk klæði sig í lög. Best er að hafa ullina næst líkamanum, mið lagið þarf að vera létt og má ekki draga úr öndunarhæfni ysta lagsins. Þess vegna hentar soft shell (mjúk skel) illa sem miðlag en er frá- bær sem ysta lag. Ysta lagið er svo úlpa eða skel eftir því hvað hent- ar hverjum og einum. Í verslun- um okkar er tekið vel á móti við- skiptavinum af fagfólki sem gefur ráð varðandi val á fatnaði eftir því hvert tilefnið er.“ Litadýrð, gæði og falleg snið Cintamani leitast við að framleiða gæðafatnað sem stenst bæði íslenska veðráttu og kröfur Íslendinga um fallega hönnun. Ferðamenn dásama litadýrð og snið flíkanna. Lykilhugtök Cintamani eru lífsgleði, hugrekki og gæði. Mikið úrval af útivistarfatnaði fyrir öll tækifæri er í verslunum Cintamani. Guðbjörg Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri Cintamani, segir fyrirtækið vera í mikilli sókn hér á landi. MYNDIR/ERNIR HEIMSKAUTAFARINN Ný úlpa sem fengið hefur nafnið Heimskautafarinn er væntanleg á markað í ár á 25 ára afmæli fyrirtæk- isins. Úlpan var frumsýnd á Reykjavík Fashion Festival síðastliðinn vetur og vakti verðskuldaða athygli og hafa nú þegar fjölmargir pantað eintak af úlpunni. Úlpan er hönnuð af Jan Davidson, stofnanda Cintamani, en uppruna Cintamani má einmitt rekja til heimskautanna. Vörumerkið varð fyrst til þegar Jan Davidson hannaði fatnað meðal annars fyrir Björn Ólafs, Ingþór og Harald Örn sem lögðu leið sína á heimskautin. Heim- skautafarinn er væntanlegur í versl- anir í næsta mánuði og bíða margir óþreyjufullir eftir sendingunni. Heimskautafarinn er væntanlegur í versl- anir í næsta mánuði. Úlpan Heimskautafarinn var frumsýnd á Reykjavík Fashion Festival síðastliðinn vetur. Cintamani býður upp á þrjár mismunandi tegundir af skeljum: ● 3 laga skel þar sem notuð er sterk Gelanots- filma frá Toyota Tsusho. Filman aðlagar sig að hitastiginu og rakanum í umhverfinu. Hún hleypir raka í gegn og er með einstaka vatns- og vindheldni. 3 laga skelin frá Cint- amani hentar vel til alhliða útivistar, hvort sem haldið er á hæstu tinda veraldar eða í gönguferð um nánasta nágrenni. Vatnsheldni: 20.000 mm Öndun: 20.000 gr/m2/24klst ● 2,5 laga skel sem inniheldur Gel- anots-filmu frá Toyota Tsusho. Filman er með prenti að innan sem dregur í sig rakann og geymir þar til hann gufar út í gegnum film- una. Þetta er einstaklega létt, fyrirferðarlítil og góð skel sem hentar í hvaða útivist sem er. Vatnsheldni: 13.000 mm Öndun: 20.000 gr/m2/24klst ● 2 laga skel er með fóður að innan sem heldur rakan- um frá líkamanum. Um er að ræða góða skel sem hentar vel til léttr- ar og fjölbreyttrar úti- vistar. Vatnsheldni: 10.000 mm Öndun: 10.000 gr/m2/24klst Þrjár gerðir af skeljum Steinar er þriggja laga skel fyrir karl- menn. Hann hentar vel fyrir allar tegundir útivistar og við öll veður- skilyrði. Tinna er þriggja laga skel fyrir konur. Þetta er sterkur jakki sem auðvelt er að hreyfa sig í. Mismunandi fyllingar Cintamani býður upp á þrjá möguleika í fyllingu á úlpum: Vatteraðar úlpur sem eru fylltar góðum gervitrefjum sem ein- angra vel og henta þeim til dæmis vel sem eru með ofnæmi eða eru heitfengir. Ytra byrði úlpunnar er 100 prósent nælon og hrindir frá sér vatni. Dúnúlpur eru fylltar með 80 prósent andadúni og 20 pró- sent er fiður. Ytra byrði úlpunnar er vatnsfráhrindandi. Dún- úlpurnar henta vel í frosti og halda meiri hita á líkamanum en vatteruð úlpa. Primaloft-jakkarnir hafa notið gríðarlegra vinsælda. Prima loft er gerviefni sem samanstendur af fjölmörgum mjúkum örþráðum sem halda hita einstaklega vel að líkaman- um. Þræðirnir eru vatnsfráhrindandi og haldnir þeim eiginleika að hleypa svita vel út. Primaloft-jakkarnir eru einstaklega létt- ir og pakkast vel í bakpokann. Hægt er að nota jakkann sem ysta lag en einnig sem miðlag undir skeljar. Elsa-úlpan er mjög létt dúnúlpa. Fyllingin er áttatíu prósent andadúnn og tuttugu prósent fiður. Andrés er síð úlpa fyrir bæði kynin sem hægt er að nota við ýmsar aðstæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.